19. júní - 19.06.1964, Page 17
Rústir Hvalseyjarkirkju á Grœnlandi.
Þetta timabil tryggir Þorsteinn enn betur sess
sinn í þjóðfélaginu.
Árið 1417 er hann tilnefndur sem vitni að eigna-
afhendingu til biskupsins að Hólum og Skálholti,
Árna Ólafssonar hins milda, sem sums staðar í
gömlum heimildum er álitinn vera bróðir hans.
1420 er hann settur dómari i öðru þýðingarmiklu
eignamáli.
Árið eftir — 1421 — er hann gerður að lög-
manni fyrir sunnan og austan, og í krafti þess
embættis staðfestir hann dóma á alþingi að Þing-
völlum tveim árum síðar.
Það er því stórmenni, sem árið 1424 finnur sig
knúðan til að krefja frænda konu sinnar, Sæmund
Oddsson, sem nú er kominn til Islands, um vitn-
isburð varðandi brúðkaupið, sem haldið var á
Grænlandi fyrir 16 árum.
Engar heimildir eru til um það, hvernig eða
hvenær Sæmundur kom til Akra, en sennilegt er,
að hann hafi farið frá Grænlandi í kringum 1418,
þegar eskimóar gerðu innrásina miklu i byggðir
Islendinga. Liklegt er, að hann hafi fyrir tilviljun
eina komizt á skip, sem flutti hann til Islands, og
að hann hafi þá setzt að hjá frænku sinni, Sigriði.
Þorsteinn Ólafsson hefur því haft hið ákjósanleg-
asta vitni við hendina.
Vitnisburður Sæmundar Oddssonar kemur í einu
og öllu heim við þá tvo fyrri frá árunum 1409
og 1414.
Hann skrifar:
,.Eg, Sœmundur Oddsson, kennist méS þessu
mínu bréfi, dS eg var nœr í Hvalsey í Grœnlandi,
sá og heyrSi uppá aS SigriSur Björnsdóttir frænd-
kona min gifti sig Þorsteini Ólafssyni til eigin-
kvinnu, meS mínu ráSi og samþykki, bæSi méS já
og handabandi. Svo var eg og nœr, aS nefndur
Þorsteinn Ólafsson festi SigríSi Björnsdóttur sér
til eiginkvinnu méS guSs lögum og heilagrar kirkju
aS lýsingum gengnum, sem vottar þaS bréf, sem
hér er méS fest á áSur sögSum staS. Og til meiri
sanninda og fulls vitnisburSar hér um settu Þor-
grimur Sölvason, Brandur Halldórsson, ÞórSur Jör-
undarson og Jón Jónsson sín innsigli méS mínu
innsigli fyrir þetta bréf, gjört aS ökrum í Skaga-
firSi mánudaginn næsta fyrir Maríumessu síSari,
anno domine 1424. Vorum vér fyrrnefndir menn
nær fyrrsagSri gifting og festing“
Það verður ekki lengur séð, af hvaða tilefni
þetta þriðja vottorð, varðandi brúðkaup Þorsteins
lögmanns og Sigriðar konu hans, er skrifað; en
sérhvert vottorðanna hefur verið varðveitt af kost-
gæfni.
19. JÚNl
15