19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 22
onu
Nú er þó komið sumar í orðsins fyllstu merk-
ingu. Sólin skín og ilmur af birki, ösp og út-
sprungnum reyniviði berst inn um gluggann.
Þröstur situr í toppnum á hæstu öspinni og syng-
ur hástöfum fyrir „elskuna sína“. Ég sé hann úr
rúmi mínu, hvar hann setur sig í stellingar, dint-
ar sér til, belgir brjóstið, gapir feikilega og við-
hefur alla söngmanns tilburði.
Morgnar eins og þessi koma svo fáir á hverju
sumri, að mér finnst synd að sofa þá af mér.
Klukkan er rúmlega 5, í þetta skipti þarf ég ekki
í fjós og nú ætla ég að helga hugðarefnum fyrstu
stund dagsins.
Úti í garðinum bíða ótal verkefni, sem kalla að.
Tré og skrautjurtir hafa blátt áfram þotið upp
síðastliðna daga, en það hefur illgresið gert líka,
í hverju blómabeði vefur arfinn sig utan um plönt-
umar — og reynir að kæfa þær. Það þarf ná-
kvæmni og þolinmæði til að hreinsa burtu ill-
gresið, svo að hvorki blöð né blómknappa saki.
Þama í öðm rósabeðinu er fyrsti blómknappur-
inn að opnast móti morgunsólinni, og ótal knapp-
ar stórir og smáir á hverri rós. Þetta em allt inni-
rósir, sem eru alfluttar út í garðinn. Á vetuma
blunda þær í hinni mjúku myrku mold, sem er
upphaf og endir alls, sem lifir. Seint í marz eða
snemma í apríl líta þær aftur ljós dagsins, en gista
í kössum inni fyrstu vikumar. Ég krýp við beðið
og teyga ilminn af hálfútspmngnu blóminu. Þó
að kristalstær döggin glitri á hverju strái, er mold-
in í beðunum þurr. Ég sæki garðkönnuna og svala
„þyrstri rós í þurrk“. Svo setzt ég á hraunstein
undir hæstu trjánum og hugsa mér, að ég sé stödd
í stórum skógi; ég ætla að njóta sem bezt morgun-
loftsins, áður en eldhússtörfin hefjast.
Ég læt augun líða yfir sveitina. Hann er fagur
og traustur fjallahringurinn, sem heldur vörð um
fjörðinn. Sveitin er að vakna, hundar gelta og kýr
baula. Það er verið að reka þær heim til mjalta.
En ég sakna reykjanna, sem hér áður stigu upp
frá hverju býli á morgnana og gáfu til kynna,
hvenær húsmóðirin tók til starfa, en nú er Eyja-
fjörður orðinn „reyklaus" sveit.
Ótrúleg og ævintýri líkust er sú breyting, sem
orðin er hér á 30—40 árum. Þá voru víðast hvar
lágreistir torfbæir og umhverfis þá kargaþýfðir
túnkragar, sem ekki fóðmðu nema 2—4 kýr. Flest-
ir bjuggu á leigujörðum og oftast voru þær óhóf-
lega dýrt leigðar. Það var erfið og vonlítil bar-
átta, sem einyrkjarnir urðu að heyja á þýfðum og
graslausum túnum og engjum með handverkfæri
ein að vopni. Og ekkert stoðaði, þótt nótt væri lögð
við dag. Skyldi ekki margur stórbóndinn nxi til
dags heykjast við, ef aftur væri horfið til þess sem
þá var? En nú hafa flest kotin risið úr öskustónni
og storka stórbýlunum, sem áður báru langt af,
en hafa tiltölulega tekið miklu minni breyting-
um.-------
Ég lít á úrið, það er mál að hefja morgunverk.
Ég geng inn í eldhúsið og læt vatn í hraðsuðu-
ketilinn. Nú þarf húsmóðirin ekki að byrja á því
að sækja vatn í lækinn og bera inn eldivið, moka
ösku úr hlóðum og lífga við falinn eld. Eftir nokkr-
ar mínútur sýður í katlinum og brátt fyllir kaffi-
ilmurinn eldhúsið. Og dagurinn líður við eril og
önn úti og inni. Hey á ýmsum stigum liggur um
mestallt túnið. Sumt í stórum beðjum, sumt hálf-
þurrt, sumt nýslegið. Það er verið að þurrka og
flytja heim. Tveir stórir vagnar ganga stanzlaust,
það er mokað á þá með uppmoksturstækjum. Það
eina, sem þarf að snerta á heyinu, er að moka því
af vögnum í blásarann, en hann þeytir þvi horn-
anna á milli í hlöðunni, sem fyllist ótrúlega fljótt.
Frá hverju heimili vélagnýr og vagnaskrölt. Grótta-
kvarnir tækninnar mala nú gull í garð Fróða —
svo lengi sem malað er af forsjá.
Rétt fyrir hádegi gefst mér stund til að skreppa
út í garð og grípa í að slá, og ég er svo áköf, að
ég veit ekki, hvað tímanum líður, fyrr en klukk-
an er rétt að verða 12. Ég reisi vélina upp við tré
og hraða mér inn; ég á eftir að flysja kartöfl-
urnar. Þegar ég kem inn, eru vinnuskilyrði væg-
20
19. JÚNl