19. júní


19. júní - 19.06.1964, Page 25

19. júní - 19.06.1964, Page 25
minn. Ég stóð uppi peningalaus, átti ekki fyrir húsaleigu né D.D.T. og varð að selja kennslu- bækurnar fyrir frímerkjum og mat. Styrkinn fékk ég daginn áður en ég fór heim, eftir miklar vanga- veltur, þras og tilkostnað yfir einföldu máli. En þannig er margt á ítahu, og því verður ekki breytt. Háskólinn í Flórens er gömul og merkileg stofn- un. Innan hans eru margar deildir. Við útlend- ingadeildina stundar nám fólk af öllum kynþátt- um og þjóðernum. Er það allmislitt fé. Margt er þar listamanna, aðallega i myndlist og tónlist. Þar er líka mikið af fátaekum stúdentum. Reyna þeir oftast að vinna fvrir sér meðfram náminu. En vinna er stopul og erfitt fyrir útlendinga að fá hana. Einnig er mikið af ungu fólki í ævintýraleit. Flest eru það börn milljónamæringa. Þau dveljast á Italíu yfir sumarið, innritast i háskólann, en leggja stund á „hið ljúfa líf“ í stað námsins. tJir og grúir af slíku fólki. Iðulega var ég stöðvuð í anddyri skólans, og alltaf var það sama erindið. Það vantaði ljóshærða stúlku í „party“, félaga til að deila ibúð o. s. frv. Það þarf góðan tima til að kynnast Flórens. Allflestir ferðamenn dveljast þar stutt, ef til vill aðeins einn eða tvo daga. Þeir fara því litlu fróð- ari en þeir komu. Það er dýrt að lifa og hraði tutt- ugustu aldarinnar gefur okkur heldur varla tima til þess. En enginn fer frá Flórens án þess að skoða listasafnið „Galleria degli Uffizi“, hið þriðja stærsta í heimi. Þar eru geymd verk hinna gömlu meist- ara. Það er líkt og að koma í helgidóm, og þar er tíminn fljótur að líða. Mér fannst Flórens ömurleg við fyrstu sýn, en það breyttist fljótt. Flórens er borg, sem við verð- um að skilja. Fegurð hennar liggur djúpt. Göturnar eru þröngar og troðfullar af fólki og þessum örsmáu farartækjum, sem ítalir kalla híla. Aksturshraði virðist ótakmarkaður, flautað er fyrir horn og þó treystir hver náunganum. Krakkarnir ærslast innan um umferðina. Götusalamir bjóða varning sinn. Betlarinn réttir fram höndina. Vinnu- lúnar, gamlar konur rogast með þungar hyrðar, á meðan eiginmennimir sitja á bamum á hominu. Grænmetissalinn raular þjóðlag, um leið og hann vegur stóra vatnsmelónu. Það er þjarkað um verð, hlegið og kvaðzt með kossi. Berfættur og rifinn smástrákur skýzt inn í hliðargötu með stóra tága- flösku í fanginu. Vínsalinn á hominu hrópar á eftir honum ókvæðisorð. Ungar stúlkur i stuttum pilsum tipla eftir steinlagningunni og látast ekki heyra blístur og athugasemdir „páfagaukanna“. Köttur smýgur undan dyratjaldi, skýtur kryppu, geispar og teygir sig. Það er ilmur i loftinu. Allt er þmngið lífi. Það er þetta, sem myndar Flórens. Hér er skráð saga. Dante lifði og starfaði hér. Hér ritaði hann sitt ódauðlega listaverk „La Divina Comedia“ (Hinn guðdómlega gleðileik). Hér er Michelangelo fæddur í fátækrahverfi nálægt hinni fögi’u kirkju Santa Croce. Hér ríkti Medici-ættin og hér var um tíma (1865—1870) aðsetur kon- ungs Italíu. Hvert torg á sína sögu, hver gata, hvert hús. Hér hefur lífinu verið lifað í sorg og gleði, og hér eru enn dæmi um hinn mikla auð og hina dýpstu eymd. Áin Amo fellur gegnum borgina. Á öðmm bakka hennar em mörg frægustu tízkuhús Ítalíu. Þar stíga hefðarkonur út úr nýjum „Alfa Romeo“. Þar skrjáfar í silki og glyttir á gull. Akfeitir munk- ar með eldlega andagift í augum en skjalatösku í hendi reka erindi sín í nafni reglunnar. En á hinum bakkanum er stærsta fátækrahverfi borg- arinnar. Göturnar eru örmjóar og viða hallast 19. JÚNI 23

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.