19. júní


19. júní - 19.06.1964, Síða 29

19. júní - 19.06.1964, Síða 29
Rósa GiÆmundsdóttir. Höfundur blindraletursins var franskur maður, Louis Braille að nafni, fæddur árið 1809. Hann missti ungur sjónina og var sendur til náms i blindraskóla í Paris. 1 þann tíð voru bækur fyrir blinda ritaðar á upphleyptu venjulegu letri. Var þetta mjög óþægilegt i notkun, fyrirferðarmikið og stirt í vöfum og auk þess var sá galli á því, að enginn blindur maður gat sjálfur ritað letrið. Louis Braille fékk snemma mikinn áhuga á þvi að bæta hér eitthvað um, og eftir að hann var orðinn kennari við blindraskólann, frétti hann, að höfuðsmaður í franska hernum hefði fundið upp táknletur, er hann nefndi „næturletur“, og mátti lesa það í myrkri; kom það sér vel, þegar skila- boð voru send fram í fremstu víglinu. Þessa hug- mjmd hins franska höfuðsmanns færði svo Braille í það kerfi, sem átti eftir að valda byltingu í bókagerð fyrir blinda og er nú notuð um allan heim. Framangreindar upplýsingar fáum við hjá Rósu Guðmundsdóttur, sem hefur það starf með höndum að rita þær bækur, sem ritaðar eru á blindraletri hér á landi. Ritnefnd „19. júní“ taldi tíma til kominn að vekja athygli á því starfi, sem unnið er hér á Blindraheimilinu við Hamrahlíð, og því truflum við Rósu við vinnu hennar og ynnum hana eftir frekari upplýsingum um blindra- letrið og bókagerð blindra. Blindraletrið byggist á 6 upphleyptum punkt- um í ferhyrning. Fjöldi þeirra, röðun og afstaða ákveður svo táknið. Með þessu móti koma fram yfir 60 mismunandi tákn, sem notuð eru fyrir bókstafi, tölustafi og öll önnur lestrarmerki, nót- ur eni einnig ritaðar á þessu táknletri, sem lesið er með þvi, að fingurgómunum er rennt yfir let- urlínuna. Til þess að auðvelda kerfið og gera það fljótlesnara eru i flestum málum notuð eins kon- ar styttingarkerfi, þar sem vissar samstöfur og smáorð eru táknuð með sérstökum táknum. Fjölritarinn, sem Rósa vinnur með, er sá eini sinnar tegundar hér á landi. Letrinu er þrykkt á tvær þunnar málmsíður, síðan er blað lagt á milli og valsað við þrýsting; þrykkist þá letrið á blaðið. Þannig má taka mörg eintök. Blindraskólinn var stofnaður árið 1933. Fyrsti kennari við skólann var Ragnheiður Kjartans- dóttir frá Hruna. Hún lærði í Danmörku og hóf kennslu blindraleturs strax og heim kom. Þá voru vélritaðar bækur og annað, er skólinn þurfti til kennslunnar, en slik vinna er seinleg, þvi á rit- 9 9 Q Q Q Q Q 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 Q Q 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 Q 9 9 9 9 9 9 9 A Á B c D Ð E á F G H 1 í J K L M N 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 0 ó P Q R s T u ú V w X Y Ý Z Þ /E ö 19. JÚNl 27

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.