19. júní - 19.06.1964, Síða 31
BltOSTNIR HLEKKIR
fi'cssar féIag»koiiiit* liafa láfiizt
KiAan blaAii^ kom iit í fvrra
W
GuSrún Pétursdóttir, f. 9. nóv. 1878, d. 23. nóv.
1963. Hún var dóttir hinna þjóðkunnu Engeyjar-
hjóna, Ragnhildar Ólafsdóttur frá Lundum í Staf-
holtstungum og Péturs Kristinssonar í Engey, en
föðurætt hans hafði búið i Engey frá því um alda-
mótin 1700. Á hinu fjölmenna heimili foreldra
sinna naut hún ágætrar menntunar, meðal heim-
iliskennara þar var Ólafía Jóhannsdóttir. Þann
5. júní 1904 giftist Guðrún Benedikt Sveinssyni
alþingismanni og síðar forseta neðri deildar Al-
þingis, stórgáfuðum og glæsilegum manni, enda
sagði hún oft: „Ég var alltaf að menntast i sam-
búðinni við hann.“
Á þessum árum var sjálfstæðisbarátta Islendinga
hvað hörðust, m. a. heimtuðu þeir sinn eigin fána,
og varð bláhvíti fáninn valinn, en fyrsta bláhvíta
fánann vakti Guðrún við að sauma fyrir Þing-
vallafundinn 1907.
Frú Guðrún var óvenjulega áhugasöm og félags-
lynd kona. Innan við tvítugt var hún ein af stofn-
endum Hins íslenzka kvenfélags, sem uppruna-
lega hafði kvenréttindamál á stefnuskrá sinni, og
barðist m. a. fyrir því, að Islendingar fengju sinn
eigin háskóla.
Hún var einnig ein af stofnendum Kvenrétt-
indafélags Islands, átti sæti í fyrstu stjórn þess og
oft síðar. Þar vakti hún fyrst máls á því, að félag-
ið beitti sér fyrir að bæta hag óskilgetinna bama
og maaðra þeirra með breyttri löggjöf, og eins og
kunnugt er varð félaginu vel ágengt með það starf,
þó að róðurinn væri á stundum þungur og vem-
leg bót fengist ekki fyrr en með fjölskyldulöggjöf-
inni frá 1921. Árið 1928 var Mæðrastyrksnefnd
stofnuð af Kvenréttindafélaginu. Laufey Valdi-
marsdóttir var formaður hennar á meðan hún lifði,
en við fráfall hennar 1945 tók frú Guðrún, sem
lengi hafði starfað í nefndinni, við formennskunni.
Heimilisiðnaður var alltaf mikið áhugamál Guð-
rúnar Pétursdóttur. Hún var formaður Heimilis-
iðnaðarfélagsins frá 1927-—1949 og vann þar mikið
og gott starf, m. a. veitti hún forstöðu saumanám-
skeiðum fyrir ungar stúlkur og húsmæður, sem
komu að góðu gagni, sérstaklega á kreppuárunum,
þegar margar húsmæður þurftu að horfa í hvem
eyri til að fæða og klæða fjölskyldu sína.
I stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík átti Guð-
rún Pétursdóttir sæti í mörg ár, sömuleiðis í Fram-
kvæmdanefnd Hallveigarstaða, en lengst verður
hennar ef til vill minnzt sem formanns Kvenfélaga-
sambands íslands. Þar tók hún við formennsku af
Ragnhildi systur sinni árin 1947—1959, en þá
var hún áttræð.
Þau hjónin, Benedikt Sveinsson og hún, eign-
uðust 7 börn. Tveimur yndislegum dætmm urðu
þau að fylgja til grafar. Mann sinn missti frú Guð-
rún árið 1954, eftir rúmlega 50 ára sambúð. Hún
var sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir störf
sín í þágu íslenzkra kvenna og heiðursfélagi Kven-
réttindafélags Islands var hún kjörin 1957, á 50
ára afmæli félagsins.
19. JtJNl
29