19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 31

19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 31
BltOSTNIR HLEKKIR fi'cssar féIag»koiiiit* liafa láfiizt KiAan blaAii^ kom iit í fvrra W GuSrún Pétursdóttir, f. 9. nóv. 1878, d. 23. nóv. 1963. Hún var dóttir hinna þjóðkunnu Engeyjar- hjóna, Ragnhildar Ólafsdóttur frá Lundum í Staf- holtstungum og Péturs Kristinssonar í Engey, en föðurætt hans hafði búið i Engey frá því um alda- mótin 1700. Á hinu fjölmenna heimili foreldra sinna naut hún ágætrar menntunar, meðal heim- iliskennara þar var Ólafía Jóhannsdóttir. Þann 5. júní 1904 giftist Guðrún Benedikt Sveinssyni alþingismanni og síðar forseta neðri deildar Al- þingis, stórgáfuðum og glæsilegum manni, enda sagði hún oft: „Ég var alltaf að menntast i sam- búðinni við hann.“ Á þessum árum var sjálfstæðisbarátta Islendinga hvað hörðust, m. a. heimtuðu þeir sinn eigin fána, og varð bláhvíti fáninn valinn, en fyrsta bláhvíta fánann vakti Guðrún við að sauma fyrir Þing- vallafundinn 1907. Frú Guðrún var óvenjulega áhugasöm og félags- lynd kona. Innan við tvítugt var hún ein af stofn- endum Hins íslenzka kvenfélags, sem uppruna- lega hafði kvenréttindamál á stefnuskrá sinni, og barðist m. a. fyrir því, að Islendingar fengju sinn eigin háskóla. Hún var einnig ein af stofnendum Kvenrétt- indafélags Islands, átti sæti í fyrstu stjórn þess og oft síðar. Þar vakti hún fyrst máls á því, að félag- ið beitti sér fyrir að bæta hag óskilgetinna bama og maaðra þeirra með breyttri löggjöf, og eins og kunnugt er varð félaginu vel ágengt með það starf, þó að róðurinn væri á stundum þungur og vem- leg bót fengist ekki fyrr en með fjölskyldulöggjöf- inni frá 1921. Árið 1928 var Mæðrastyrksnefnd stofnuð af Kvenréttindafélaginu. Laufey Valdi- marsdóttir var formaður hennar á meðan hún lifði, en við fráfall hennar 1945 tók frú Guðrún, sem lengi hafði starfað í nefndinni, við formennskunni. Heimilisiðnaður var alltaf mikið áhugamál Guð- rúnar Pétursdóttur. Hún var formaður Heimilis- iðnaðarfélagsins frá 1927-—1949 og vann þar mikið og gott starf, m. a. veitti hún forstöðu saumanám- skeiðum fyrir ungar stúlkur og húsmæður, sem komu að góðu gagni, sérstaklega á kreppuárunum, þegar margar húsmæður þurftu að horfa í hvem eyri til að fæða og klæða fjölskyldu sína. I stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík átti Guð- rún Pétursdóttir sæti í mörg ár, sömuleiðis í Fram- kvæmdanefnd Hallveigarstaða, en lengst verður hennar ef til vill minnzt sem formanns Kvenfélaga- sambands íslands. Þar tók hún við formennsku af Ragnhildi systur sinni árin 1947—1959, en þá var hún áttræð. Þau hjónin, Benedikt Sveinsson og hún, eign- uðust 7 börn. Tveimur yndislegum dætmm urðu þau að fylgja til grafar. Mann sinn missti frú Guð- rún árið 1954, eftir rúmlega 50 ára sambúð. Hún var sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir störf sín í þágu íslenzkra kvenna og heiðursfélagi Kven- réttindafélags Islands var hún kjörin 1957, á 50 ára afmæli félagsins. 19. JtJNl 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.