19. júní


19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 33

19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 33
vegna þess að flestir sjúklinganna dóu einmitt að næturlagi. Hallfríður var óvenjulega glæsileg kona og mjög félagslynd. Herdís Jakobsdóítir var fædd 5. ágúst 1875 á Grímsstöðum í Mývatnssveit, d. 2. sept. 1963. For- eldrar hennar voru Jakob Hálfdánarson, hinn þjóð- kunni samvinnufrömuður, og kona hans, Petrína Kristín Pétursdóttir frá Reykjahlíð. Sjö ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum til Húsavíkur og ólst þar upp. Þegar á unga aldri lét hún félags- mál til sín taka, var m. a. ein af stofnendum Kven- félags Húsavíkur. Árið 1897 fór hún með Aðal- björgu systur sinni til Kaupmannahafnar, þar sem hún lagði stund á ýmiss konar handavinnu. Herdís giftist 1912 Birni Vigfússyni söngkennara, en missti hann eftir tveggja ára hjúskap. Má nærri geta, hve sár harmur hennar hefur verið, því að þau hjónin áttu svo mörg sameiginleg áhugamál, þar á meðal bindindismál. Árið 1915 fluttist Her- dís til Aðalbjargar systur sinnar og manns hennar, Gísla læknis Péturssonar, sem þá var orðinn hér- aðslæknir á Eyrarbakka, og á næstu árum hélt hún handavinnunámskeið víðs vegar um Suður- landsundirlendið. Árið 1928 var stofnað Samband sunnlenzkra kvenna, sem náði yfir 4 sýslur; var Herdís formaður þess í 20 ár eða þangað til hún fluttist af sambandssvæðinu, og þó þremur árum betur. Meðan heilsa hennar leyfði, sat hún lands- fundi K.R.F.I. Elín Andrésdóttir liandavinnukennari. Hún var fædd 2. apríl 1881, dáin 18. febrúar 1964. Ung naut hún menntunar bæði utanlands og innan og var í áratugi handavinnukennari við bamaskóla í Reykjavík. Til marks um hæfileika hennar má geta þess, að þegar íslenzkar konur gáfu Alex- andrine drottningu skautbúning við komu hennar til íslands 1921, var hún valin til þess að sauma í samfelluna. Hún var sérlega hugljúf og elskuleg kona, sem ávann sér virðingu og traust allra, sem kynntust henni. Viktoría Bjarnadóttir var fædd 25. febr. 1888, dáin 6. sept. 1963. Hún giftist 1906 Sigurgarði Stefánssyni kennara, og bjuggu þau að Eysteins- eyri í Tálknafirði, þar til hann lézt 1932. Þau áttu 12 börn, en misstu fjögur þeirra í æsku. Eftir lát manns síns fluttist Viktoría til Reykjavíkur með börnum sínum, og setti þar á stofn prjónastofu. Hún var mjög félagslynd kona og vildi gjaman verða öðrum að liði, starfaði mikið í Áfengisvama- nefnd kvenna og stuðlaði að því, að komið yrði á fót tómstundakvöldum fyrir ungar stúlkur, sem ekki ættu annað athvarf. Bar það góðan árangur. Mikla vinnu lagði hún einnig í það að koma upp vinnustofu, þar sem öryrkjar gætu notið sinna litlu krafta, og urðu það henni sár vonbrigði, að ófyrirsjáanleg atvik ollu því, að hún gat ekki kom- ið þessari hugsjón sinni í framkvæmd. Viktoría var vel ritfær kona, og auk margra greina, sem hún ritaði um bindindismál, gaf hún út endur- minningar sínar, „Vökustundir að vestan“, hug- ljúfa og yndislega bók, sem hlaut góðar undirtektir lesenda og ritdómara. Allar þessar konur, sem hér hefur verið lítillega minnzt, vom hnignar á efri ár, og því vegna elli- lasleika hættar að sækja fundi í Kvenréttindafé- laginu síðustu árin. En minningin um óeigingjarnt starf þeirra lifir í hjörtum okkar, sem áttum því láni að fagna að þekkja þær og starfa með þeim. SigriSur Jónsd. Magnússon. 19. JÚNÍ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.