19. júní


19. júní - 19.06.1964, Side 40

19. júní - 19.06.1964, Side 40
um aðstæðum til tómstundaiðkana. Fjöldi fólks, og þá sérstaklega æskufólks, leggur fram krafta sína til eflingar hollu félagslífi meðal barna og ung- linga. Af hverju er þá ástandið eins og það er — óhugn- anlega mikil tóbaks- og áfengisneyzla unglinga og að því er virðist taumlaus skemmtanafýsn? Jú, það er fyrst og fremst áberandi, af því að það er sjaldnast minnzt á hina, sem berjast góðu baráttunni, sem eru þó sem betur fer í meiri hluta. En auðvitað verður að hjálpa þeim, og bjarga hin- um. Það sem gerir þetta mál erfitt er afskiftaleysi alls fjöldans, og skilningsleysi á vandamálunum. Það eru of margir, sem hvergi vilja nærri koma — þetta er alltof erfitt — krefst of mikils tíma — það verður kannske að láta eitthvað á móti sér, sem manni þykir gott og þægilegt. — Það skilst þó flestum, að leiðtogar þurfa helzt að vera til fyrirmyndar — þaS gæti kostað of mikla fóm. — Þeir sem hafa verið leiðtogar í æskulýðsfélagsskap vita, að því fylgir mikið erfiði, margir gefast hrein- lega upp af ofþreytu, af því að þeir höfðu litla sem enga hjálp. En það er fullt af fullorðnu fólki, sem er búið að læra og koma sér fyrir í lífinu, sem kallað er, sem ekki hefur snefil af ábvrgðartilfinn- ingu gagnvart þessum málum. Almenningsálitið verður að breytast. Það má ekki lengur teljast fínt, það sem rífur grundvöll- inn undan siðferðilegu þreki þjóðarinnar, hverju nafni sem það nefnist. Allir verða að taka höndum saman, sem vilja vinna að bættu uppeldi æskunn- ar á öllum sviðum — hyrja á því að neita sér um það, sem þeir telja henni óhollt. í ræðu og riti að minnast þess, sem vel er gert, og betur fer, en vinna þó markvisst á móti alls konar spillingu og vondum áhrifum. Unglingar verða þreyttir á ólátunum, þegar eng- inn virðist taka eftir þeim eða skammar þá. Full- orðna fólkið fer að hugsa sig um, hvort það geti nú ekki gert eitthvað til þess að hafa bætandi áhrif á umhverfi sitt. Það virkar eins og að kasta steini í vatn — það myndast hringur utan um hring. Heimilin fara þá kannske að fá annan blæ. Fleiri og fleiri heimili bætast í hóp þeirra, sem frá byrj- un vernda bömin og kenna þeim góða siði. Heim- ilið er homsteinn þjóðfélagsins — þar á uppeldið að hefjast — þaðan eiga góðu áhrifin að koma. En — við erum öll verkamenn á akrinum, og upp- skeran er mikil. Hvernig er verkið unnið? Hrefna Tynes. Frá erlendum vettvangi Eins og lesendum „19. júní“ mun kunnugt, held- ur alþjóðafélagsskapur kvenréttindafélaga, Inter- national Alliance of Women, alþjóðafund þriðja hvert ár. Seinasti fundurinn var haldinn í Dublin 1961, og sóttu hann fjórar konur frá K.R.F.I. Stjórnarfundir em haldnir árlega. 1962 var stjórn- arfundur í London, og sótti ég hann. Þangað bár- ust heimboð frá tveimur löndum um að taka á móti stjórnarfundi 1963, sem jafnframt skyldi vera formannafundur sambandsfélaganna. Annað heimboðið var frá íslandi, en hitt frá Liberíu. Það varð úr, að boði Líberiu var tekið, því að formaðurinn sagði við mig: „Okkur langar til Is- lands, en skyldan býður okkur að fara heldur til Afríku í þetta sinn.“ Enda hefur starf félagsins í seinni tíð að miklu leyti verið aðstoð við konur í hinum svokölluðu þróunarlöndum. Þessi fundur heppnaðist mjög vel. Átján lönd sendu fulltrúa þangað, þó að um langan veg væri að sækja, og Afríkukonur fjölmenntu á hann og námskeið, sem haldið var í sambandi við fundinn. Afríkukonum- ar kvörtuðu sérstaklega um, að erfitt væri fyrir þær að halda umráðarétti yfir börnunum við skiln- að. En hjónaskilnaðarlöggjöf er mjög msimunandi í hinum ýmsu ríkjum Afriku. Sums staðar er nóg að maðurinn segi: þrisvar sinnum: „Ég vil skilja við þig.“ Og þá verður kon- an að hypja sig. Yilji kona aftur á móti sækja um skilnað, er það ekki svo auðvelt, því að bæði lög- menn og dómarar em karlmenn, sem halda með sínu kyni. Þó færist þetta smátt og smátt í þá átt, að börnin séu dæmd því foreldri, sem hæfara þykir að annast uppeldi þeirra. Mikla athygli vöktu konur af ýmsum kynþátt- um úr sveitahéruðunum. Þær skildu ekkert tungu- mál nema síns eigin héraðs, en formaður I.A.W. hafði séð þeim fyrir túlkum, svo að þær gætu fylgzt með því, sem gerðist á fundinum, og gætu komið þar fram með sín áhugamál. Þær óskuðu fyrst og fremst eftir fleiri skólum og heimilum fyrir munaðarleysingja. „Því að augað, sem ekki getur lesið, er blint.“ Þetta var í fyrsta sinn, sem þær höfðu séð, að konur gætu komið fram og sagt, hvað þeim bjó í brjósti. Áður en þær lögðu upp í þetta ferðalag, hafði fólk sagt við þær, að þetta væri bara eyðsla á tíma og peningum að fara á þennan fund, það mundi ekki verða tekið neitt 38 19. JtJNl

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.