19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 41
Guðlaug Pétursdóttir
er fædd 12. nóv. 1879 að
Grund í Skorradal. Hún er
yngst af 12 börnum foreldra
sinna, en þau voru Pétur
hreppstjóri Þorsteinsson og
Kristín Vigfúsdóttir Gunn-
arssonar. Var Kristín flutt
(í hripi) ársgömul austan
frá Fellsmúla á Landi, er Vigdís móðir hennar
erfði Grund.
Frú Guðlaug lærði teikningu í þrjá vetur hjá
Stefáni Eirikssyni, einnig lærði liún handavinnu
bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn og kenndi
lengi við Flensborgarskóla hannyrðir og teikningu.
Gamli hrafninn.
Yfir eyðiholt og hæðir
hrafninn flýgur lágt frá jörð.
Héla tekur hraun og börð.
Augum döprum oft hann lítur
allt um kring er snærinn hvítur
enga lífsbjörg er að sjá
allt vill gamla hrafninn hrjá.
Heim í kalda klettaskoru
krummi svangur leitar einn.
Hann er orðinn svifaseinn
gamall fauskur, fiðri rúinn
fyrrum var hann betur búinn
fljótur þá í förum var
flughraður og veiðisnar.
Enginn sér þó útaf velti
eða þó að deyi úr svelti
krummi einn í klettagjá.
Mánaskinið blæju breiðir
blástjarnan frá auga greiðir
skýið, sem að skyggði á.
GuSlaug Pétursdóttir frá Grund.
Hún giftist 1913 Friðrik Bjarnasyni tónskáldi
og organleikara. Nú dvelst hún á Sólvangi í Hafn-
arfirði.
Frú Guðlaug er vel skáldmælt, þótt hún hafi
farið frekar dult með. Þekktust er hún fyrir „þjóð-
söng Hafnarfjarðar“: „Þú hýri Hafnarfjörður".
Einnig hefur hún ort mjög fallegt kvæði um Hell-
isgerði.
Aðspurð, hvort hún hafi ekki ort neitt um
Skorradalinn, svarar hún neitandi, hún hafi að-
eins farið að bera þetta við, þegar manninn henn-
ar vantaði texta við lög sín.
Og hvort hún hafi virkilega ekki tekið með sér
sína fögru bernskusveit?
Nei, svarar hún hiklaust, ég fór þaðan alfarin
þegar ég giftist manninum mínum.
H. B. B.
Hraunið.
Hraunið var áður með hallir og torg
og huldufólk bjó þar í hverri borg.
Nú er allt breytt þar í mold og maðk
og mannatraðk
því engu má hlífa
öllu á að breyta
í garða og reita.
Og huldufólk sem í hrauni bjó
er horfið á burt því að engin er ró.
En hvar á að leita að litlum álfum?
Þeir lifa þó ekki í steinunum sjálfum
sem kastað er fram í fjöruborð
til að fylla víkur og breikka storð.
Og bærinn hann breikkar og stækkar
en búendum fækkar.
Þótt hraunið sé reytt og rúið
og renni það allt í búið
það nægir ei nútímaþörfum
ef ei nóg er af þarflegum störfum.
Ég sakna vkkar hraundrangar háu.
GuSlaug Pétursdóttir frá Grurtd.
mark á þeim þar. En nú hefðu þær ekki aðeins
fengið að láta sjá sig, heldur einnig að láta heyra
til sín.
Næsti Alþjóðafundurinn verður haldinn í sum-
ar 19. ágúst til 2. sept. í Italíu. Það er tuttugasti
fundur félagsins, og er Kvenréttindafélagi Islands
heimilt að senda tólf fulltrúa á hann. Félagið á
60 ára afmæli í ár.
Fundur Norrænu kvenréttindasamtakanna verð-
ur haldinn í Kaupmannahöfn eða nágrenni í sept-
ember næstkomandi.
Dansk kvindesamfund hefur oft haldið nám-
skeið fyrir konur frá Asíu og Afríku og nú sein-
ast fyrir grænlenzkar konur.
Norsk kvindesaksforening á 80 ára afmæli í ár
og verður það haldið hátíðlegt 5. og 6. júní.
19. JONl
39