19. júní - 01.03.1995, Page 6
Konur síður
hvattar í meðferð
Framfarir í meðferð kvenna í
þrem slökkuni
Meðferð SÁÁ hófst í desember 1977 í
Reykjadal og fólst fyrst bara í stuttri dvöl
og fræðslu, aðallega afeitrun. Þaðan fóru
sjúklingarnir áfram til Bandaríkjanna ef
með þurfti. En í ágúst 1978 var Sogn sett á
laggirnar og þangað fóru fljótlega tæplega
30 sjúklingar í áframhaldandi dvöl, eftir
Reykjadalsvistina. Reykjadalsvistin var síð-
an flutt að Silungapolli 1979. Það var svo í
árslok 1983 sem sjúkrastöðin var flutt að
Vogi og má segja að starfsemin þar hafi far-
ið í fullan gang í ársbyrjun 1984.
Fyrir daga SÁA var hlutfall kvenna á
áfengisdeildum ríkisspítalanna fremur lágt,
rétt rúm 10%, en strax og SÁA byrjaði fór
þetta hlutfall í yfir 20%. Síðan hefur það
smám saman verið að hækka og er nú ein-
hvers staðar á bilinu 25 til 30%.
Það má segja að framfarir í meðferð fyrir
konur hafi komið í þrem stökkum, það
fyrsta á árunum '11 og ’78. Þá kemur
tvennt til, bæði er SÁA að byrja og endur-
skipulagning er gerð á Landspítalanum
með tilkomu Vífilsstaða. Þá fór hlutfall
kvenna strax upp um ákveðna prósentu-
tölu, konur áttu auðveldara með að koma í
meðferð. Síðan er það aftur 1985-86 að
greinilega er meira komið til móts við kon-
urnar. Þá var t.d. farið að taka meira tillit
til þeirra hjá SÁA í fyrirlestri, settir upp
sérstakir hópar fyrir konur í eftirmeðferð-
inni og sérstökum stuðningshópum fyrir
endurkomukonur var komið á fót. Ur
þessum hópum og viðtölum við konurnar
fengust auðvitað sérstakar upplýsingar um
konur, sem við erum að nýta okkur. En
það var ekki fyrr en í upphafi ársins 1995
sem við ýttum af stað sérstakri meðferð
fyrir konur, alveg frá upphafi til enda, og
hún tekur eitt ár með göngudeildarstuðn-
ingi.
Meginþorri kvennanna kemur hingað
fyrst og fremst vegna
áfengisneyslu. En það eru
25% af konunum sem
hingað koma, eða fjórð-
Á málþingi Kveméttindafélagsins
hélt Þórarinn Tyrfingsson, yfir-
læknir hjá SÁA, erindi um mis-
notkun kvenna á vímugjöfum og
þar sem sérstakri kvennameðferð
fyrir vímuefnasjúkar konur var
hleypt af stokkunum um síðustu
áramót þótti 19. júní ærin ástæða
til að fræðast um stöðu kvenna í
meðferðarmálunum. Við gefum
Þórarni orðið:
SAA
Texti: Kristín Leifsdóttir
Mynd: Rut Hallgrímsdóttir
ungur, sem líka eru háðar, eða eingöngu
háðar, róandi lyfjum. Hjá karlmönnum
eru ekki nema 15% sem hafa misnotað eða
eru háðir róandi lyfjum.
Konur síður livattar lil að
fara í meðferð
Það er ólíkt hvernig kynin koma að
þessu. Það eru konurnar sem hvetja karl-
ana til að fara í meðferð, eða atvinnurek-
andinn. Konurnar fá yfirleitt ekki hvatn-
ingu frá eiginmönnum sínum eða heimilis-
fólki til þess að fara í áfengismeðferð. í
80% tilfella drekka mennirnir líka svo að
þær fá ekki hvatningu þar. Og þær fá ekki,
því miður, hvatningu frá heilsugæslunni.
Konur eru sjaldan greindar með áfengis-
sýki þó að þær komi á heilsugæslustöð eða
miklu sjaldnar en karlarnir. Og þessi við-
horf finnst mér satt að segja lítið hafa
breyst á undanförnum 10 árum.
Það er talsvert erfiðara fyrir eldri kon-
urnar að fara í meðferð, yngra fólkið er
mildu opnara. Konur eru líka auðvitað
ólíkar körlum líkamlega. Það hefur reynd-
ar allt fram á þennan dag lítið verið rann-
sakað þó að núna séu að koma vandaðar
rannsóknir sem byggjast á því að skoða þá
hliðina sem að konum snýr. Áður fyrr
rannsökuðu menn bara karla og gengu út
frá því að þau lögmál giltu líka um kon-
urnar. Núna vitum við meira um þetta.
Sérslaða kvenlíkamaiis lílið
rannsökuð
Það eru t.d. til erfðarannsóknir sem sýna
að það eru sömu lögmál sem gilda um
konur og karla hvað erfðir snertir, þ.e.a.s.
það erfist sú hætta að fara illa með áfengi
og veikleikinn að verða alkóhólisti erfist.
Annað sem menn hafa séð er það að áfeng-
ismagn í blóði eftir að fólk tekur einn
áfengissjúss er hærra hjá
konum en karlmönnum
og það stafar af líkamleg-
um orsökum. Það eru
6