19. júní


19. júní - 01.03.1995, Side 8

19. júní - 01.03.1995, Side 8
En það er ekki allt satt sem sagt er. Eitt af því sem oft er haldið fram er að 80% eiginmanna skilji við alkóhólistakonurnar sínar meðan 80% eiginkvenna haldi áfram að vera í hjónabandi með alkóhólista- mönnunum sínum. Þetta er helber endi- leysa. Hjúskaparstaða sjúklinganna hefur verið könnuð og hún er ósköp áþekk. Þar má sjá að vandamál karlanna er að þeir eru ekki í sambúð, annað hvort ógiftir eða frá- skildir. Þeir eru einangraðir og þeir eiga oft erfiðara með að mynda sér heimili heldur en einstæð kona. Sérineðferðin Sérmeðferð kvenna hefst strax á Vogi. Þær taka þátt í sammeðferð með körlunum á meðferðarstofnunum. Síðan eru sérstakir kvennahópar sem fá ákveðna fræðslu og verkefni en þær hlusta á fræðsluerindin með körlunum. Endurkoma er ekki skil- yrði til að konur komist í kvennameðferð. Konur eru valdar þarna inn fyrst og fremst á þeim forsendum að fyrir hendi sé ákveð- inn samstarfsvilji og að konurnar séu vissar um að þær séu alkóhólistar svo að við get- um snúið okkur að því að kenna þeim að fást við fíkn. Hugsunin á bak við þetta er kannski sú að konur hafa aðrar varnir uppi en karlar og það þarf að komast í gegnum varnirnar, ná tengslum við þær í einkaviðtölum og hópmeðferð. Þær aðferðir sem hafa verið notaðar við karla eru kannski heldur harð- ar. Það þarf að fara öðruvísi að konunum út af þessari miklu skömm. Einnig hafa margar konur orðið fyrir ofbeldi og eiga þess vegna erfitt, þær eiga í sögu sinni erf- iða lífsreynslu og það passar kannski ekki að fara að konunni umbúðalaust og krefj- ast þess að hún segi allan sannleikann strax. Það verður að skapa konunum betra umhverfi til þess tala um viðkvæm mál sem erfitt er að fást við. Sérmeðferðin er byggð á reynslu af með- ferðinni sem við höfum verið að byggja upp hérna og ýmsum upplýsingum um ár- angur. Við erum fyrst og fremst að reyna að rjúfa einangrun kvennanna með þessu meðferðarráði og fá þeim betri stuðning eftir meðferðina. Stuðningur eftir meðferð Við reynum að mynda sterkan og sam- heldinn hóp meðal kvennanna. Það tekst betur á þennan hátt en þegar konurnar eru dreifðar, tvær og þrjár og fjórar í hóp. Við getum eflt samstöðuna og þær halda áfram að halda hópinn, mæta á göngudeildunum okkar, í Síðumúla og á Akureyri, þær sem fara þangað. Við reynum að halda hópinn þar í þrjá mánuði og þá viljum við að fjöl- skyldan taki þátt í meðferðinni. Síðan eiga þær að koma og sækja göngudeildina einu sinni í viku út árið, eftir að hafa lokið fyrstu þremur mánuðunum. A þann hátt erum við að reyna að rjúfa einangrun, þær hafa styrk hver af annarri á göngudeildinni og þannig reynum við að hjálpa þeim sem best eftir meðferð. Síðan erum við að auka stuðning að heiman með því að fá aðstandendur og eiginmenn til að taka þátt í meðferðinni. Kennt að fást við fíkn Hugmyndin að kvennameðferðinni er sem sagt þessi, að það þurfi að fara örlítið öðruvísi að konum en körlum og búa þeim annað umhverfi til að tala um viðkvæm mál. Það erum við að reyna að gera í þess- um kvennahópum. Þær eru félagslega ein- angraðri og njóta oft minni stuðnings eftir meðferð en karlarnir. Við erum að koma örlítið á mód þessum þörfum þeirra með meðferðinni. Síðan þarf að ítreka að aðalatriðið í þess- ari meðferð, eins og í allri áfengismeðferð, er það að fólk sem fer að drekka eftir með- ferð gerir það fyrst og fremst vegna þess að það kann ekki að ráða við fíkn. Það veit ekki hvað það á að gera þegar það fær vín- löngun, hvernig það á að bregðast við. Þess vegna er náttúrlega meginþunginn í með- ferðinni á að kenna konum að fást við áfengisfíkn og þá félagslegu, sálfræðilegu og líkamlegu þætti sem geta komið fíkn- inni af stað. Réttumegin við strikið með Reglubundnum spamaði W9/ Regiuliundinn JL/éspamaður Reglubundinn sparnaður - RS - er einfalt og sveigjan- legt sparnadarkerfi sem hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að vera réttu megin við strikið í fjármálum. Ávinningurinn er margfaldur: Þú eignast sparifé og ávaxtar það með öruggum og arðbærum hætti, átt greiðari aðgang að lánsfé, kemst í hóp bestu viðskiptavina bankans og nærð betri tökum á fjármálum þínum en nokkru sinni fyrr. Allt sem til þarf er að semja við bankann um að millifæra ákveðna upphæð reglulega inn á Grunn, Landsbók, Kjörbók eða Spariveltu sem saman mynda RS. Við inngöngu i RS færðu þægilega fjárhagsáætlunar- möppu fyrir heirnilið og fjölskylduna. M Landsbanki ^ íslands Bankl allra landsmanna Allar nánari upplýsingar fóst I ítarlegum bæklingi sem liggur frammi i næstu afgreiðslu Landsbankans 8

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.