19. júní


19. júní - 01.03.1995, Qupperneq 16

19. júní - 01.03.1995, Qupperneq 16
þetta, stúlkurnar eiga þá við meiri vanda- mál að stríða og þá komum við að því sem við vorum að ræða um áðan, að það vantar fræðslu fyrir stúlkur á kynþroskaaldri.11 Konur verða mun fjölmennari meðal sjúklinga á geðdeildum en karlar en karlar fjöimennari á áfengismeðferðarstofnunum. Og konur neyta meiri geðlyfja og róandi lyfja en karlar.“ — Hvernig er geðheilsa íslenskra barna miðað við börn á hinum NorðurLöndunum? „Það kemur líklega fáum á óvart að geð- heilsa barna í Svíþjóð er með því besta sem þekkist í heiminum og því næst eru börn í Noregi og svo Danmörku. I fjórða sæti eru ís- lensk börn og í fimmta sæti eru finnsk börn. Þannig að geðheilsuvandi barna er mestur á íslandi og Finnlandi af Norðurlöndum. Geðheilsuvandi barna er mikið áhyggjumál í Finnlandi og ætti einnig að vera hérna. Finnskir stjórnmálamenn hafa litið á vanda- mál þessara barna sem aðalgeðheilbrigðismál Finna í dag og það hafa nú þegar verið gerðar ráðstafanir af finnskum stjórnvöldum til að mæta þessum vanda. Þannig hefur sjálfsvígsv- andi íslenskra og finnskra drengja verið álíka hár á aldrinum 15-25 ára og tengist oft vandamálum varðandi áfengis- og fíkniefna- neyslu. Því er afar brýnt að stjórnmálamenn takist á við þennan vanda unglingsdrengja og bregðist við þessu sem fyrst. Finnar leita að skýringum allt aftur í síðustu heimsstyrjöld. Rússar lögðu miklar kvaðir á þá og Finnar þurftu að vinna mikið, bæði konur og karlar. Báðir foreldrar urðu nokkurs konar vinnu- sjúklingar og þurftu þar af leiðandi að koma börnum sínum í pössun. Þetta er líkt og ís- lendingar hafa þurft að gera en af öðrum ástæðum. Við höfum þurft að reka báða for- eldra út á vinnumarkaðinn vegna þess að það hefur verið svo dýrt að lifa hér, koma sér upp húsnæði og nauðsynjum, og launin hafa verið allt of lág. Stjórnmálamenn hafa ekki hugað nóg að heilsufari og þörfum fjölskyldna, það hefur vantað fjölskyldustefnu í okkar land í allt of mörg ár. Þjóðfélagið hefur ekki komið til móts við þær breytingar sem orðið hafa í samfélaginu. Skólinn hefur verið tvísetinn, eða margsetinn, og foreldrar í vandræðum með börn sín í löngum sumarfríum. Og þetta hefur bitnað á geðheilsu barna og unglinga. Breski geðlæknirinn Michael Rutter, sem er einn þekktasti barna- og unglingageð- læknir í heiminum í dag, hefur gert rann- sóknir á því hvað börn þola langar fjarvistir frá báðum foreldrum sínum daglega. Hann hefur komist að raun um að það eru átta klukkustundir. Þetta hefur bitnað mest á einstæðum foreldrum sem hafa þurft að vinna meira en góðu hófi gegnir. Fjölskyldustefna hefur verið mjög óljós og útvötnuð hér á landi miðað t.d. við Sví- þjóð, þar sem hún er mjög skýr og mikið lagt upp úr þörfum barna, einkum og sér í lagi á það við um einstæðar mæður þar sem þeim eru veitt alls kyns forréttindi.“ — Að lokum, hvað telur þú að hœgt sé að gera til að bœta stóðu þessara mála? „Það þyrfti að koma til móts við þjónustu- þörf kvenna og barna út um allt land, ekki bara hér á Reykjavíkursvæðinu hvað varðar heilbrigðisþjónustu. Það hefúr ekki verið tek- ið tillit til þessara rannsóknarniðurstaðna hér á landi og er auðvitað mjög alvarlegt. Sú starfsemi sem hefúr verið fyrir hendi hér á landi hefúr verið allt of lítil og tak- mörkuð. Og það er fúrðulegt að heilbrigðis- yfirvöld skuli ekld hafa tekið hana til endur- skoðunar og reynt að mæta þörfum barna og unglinga. Þau börn sem hafa átt við al- varleg vandamál að stríða leita í áfengi og vímuefni, vegna þess að þau fá ekki lausn á vandamálum sínum og sú þjónusta sem þau þurfa er ekki fyrir hendi. Það þyrfti að gera eitthvað fyrir þær konur sem eiga við kyn- lífsvandamál að stríða. Það þyrfti einnig að auka fræðslu og gera ýmislegt varðandi fyrir- byggjandi aðgerðir innan grunnskólans. Það er nauðsynlegt að koma til móts við þær niðurstöður sem rannsóknir hafa leitt í ljós.“ Full búð af nýjum vörum NÝBÝLAVEG112 • S. 554 4433 Pjónar þér HANDPRJÓNASAMBAND ÍSLANDS Skólavörðustíg 19 ■ Reykjavík Símar: 552 1890 og 552 1912 KVENNASKÓLINN ÍREYKJAVÍK®? VERSLUNARMANNAFÉLAG SUÐURNESJA GI e ð i I e g t s u m a r HÚSAVÍKUR- KAUPSTAÐUR TE OG KAFFI Laugavegi 24 og Suðurveri HITAVEITA REYKJAVÍKUR LANDSSAMBAND FRAMSÓKNARKVENNA HITAVEITA SUÐURNESJA A i&J KÓPAVOGS- KAUPSTAÐUR BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMTÍÐIN HVÖT, FÉL.SJÁLFSTÆÐIS- KVENNA í REYKJAVÍK ÍSLENSKIR AÐALVERKTAKAR 16

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.