19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 28
Irene Santiago framkvœmdastjóri NGO Forum dvarpar fundargesti.
um fyrir kvennaþingið í haust. Á fundin-
um sagði Irene m.a. að búist væri við þátt-
töku 25. 000 kvenna á óopinberu ráðstefn-
una í haust.
Hún sagði frá undirbúningi ráðstefn-
unnar og rakti það helsta sem áunnist hef-
ur í kvennabaráttu undanfarin 20 ár. Kon-
ur stæðu enn mjög illa hvað varðar efna-
hag, fátækt hefur aukist, heilsufar kvenna
er lélegt, ofbeldi er mikið gagnvart konum
á ýmsum sviðum og stjórnmálaþátttaka
kvenna er allt of lítil, einkum í Asíu. Und-
irbúningsráðstefnur hafa verið haldnar víða
um heim til að hægt sé að hafa áhrif á op-
inberu ráðstefnuna í Bejing. Hún lagði
áherslu á að konur fylgdust vel með þeirri
hátækni sem er að ryðja sér til rúms í
heiminum í dag, og verða tækninýjungar
vel nýttar á ráðstefnunni. Hún lagði einnig
áherslu á að virkja þyrfti karla í baráttu um
jafnréttismál og sagði marga unga karl-
menn í Arabalöndunum vera farna að
hugsa um þessi mál.
Kort ii in Iíf og slörf íslcnskra
kvenna
KRFÍ hefur í samvinnu við Jafnréttisráð
gefið út gjafakort með myndum af lífi og
störfum íslenskra kvenna. Kortin eru
hönnuð af Þórhildi Jónsdóttur auglýsinga-
teiknara og fást í ýmsum blóma-, bóka- og
gjafavöruverslunum. Þau fást einnig á
skrifstofu KRFÍ
IMálþing iini fööurliliitvcrkið
I maí verður haldið málþing á vegum
KRFÍ um föðurhlutverkið.
í undirbúningsnefnd eru Sigríður Vil-
hjálmsdóttir þjóðfélagsfræðingur, Gerður
Steinþórsdótdr og fleiri.
Kynlíf oft barncignir
KRFÍ er aðili að fræðslusamtökum um
kynlíf og barneignir og hefur Ragnhildur
Vigfúsdóttir verið valinn fulltrúi félagsins í
þeim samtökum.
frí ,4't/SÍf/ff \
'ir/ .s fi/'/’rtrr j
PUNKTA-
FRÉTTIR
Rithöfundar var- Kommúnistaflokkur Ví-
aðÍT VÍð ctnams hcfur varað rit-
höfunda við að gagn-
rýna byltingarfortíð þjóðarinnar. Viðvörunina
gaf aðalritari flokksins, Do Muoi, á þingi rithöf-
undasambandsins, að því er fram kemur í opin-
berum fjölmiðlum landsins.
Færri stúlkur Fæðingum stúlkna yngri
undir tvítugu cn 20 ara hcfur
# h . .. um nærri því 3/4 eða
fæða born n% . rúmum aldar.
fjórðungi. Ritið Heilbrigðismál greinir frá því að
árið 1966 hafi 828 stúlkur eignast börn á svo
ungum aldri, en 237 árið 1993, „og þykir sum-
um nóg um,“ segir í ritinu.
Uppeldisfræðsla í Danmörku hcfur fé-
fyrir nýbakaða 'agsm^ráðherrann,
x i ■ o Karcn Jespersen, komið
foreldra. þeirri hugmynd á flot
að komið verði upp leiðbciningum fyrir nýbak-
aða foreldra um líkamlcgar og sálrænar þarfir
barna. Hugmynd ráðherrans gengur út á það að
sett verði lög í Danmörku sem skylda fagfólk á
þessu sviði til að hafa samvinnu við að aðstoða
45.000 til 50.000 dönsk börn og unglinga, sem
stafi hætta af því hversu illa foreldrarnir eru að
sér um ofangrcindar þarfir barna sinna.
„Við verjum heilmiklum fjármunum til fæð-
ingarundirbúnings, en verðum að viðurkenna að
margir ungir foreldrar búa ekki við umhverfi þar
sem þekking og reynsla af börnum gengur í arf.
Því eru forcldrarnir án vissrar vitneskju um lík-
amlegar og andlegar þarfir barna. Þann dag sem
foreldrar standa mcð nýfætt afkvæmi sitt í hönd-
unum, hafa þeir ekki hugmynd um hvernig þeir
eiga að meðhöndla barnið. Ég álít því að leið-
sögn til foreldra geti orðið til að fyrirbyggja ým-
is vandamál,“ segir ráðherrann.
Kynbomba rekin 25 á™ stúlka, sem í
Úr löggunni íjögur ár hefur starfeð f
lögreglunni í New York,
fékk nýlcga reisupassann eftir að nektarmyndir
birtust af henni í tímaritinu Playboy. Hún hefur
nú höfðað mál gegn lögreglunni, borgarstjóran-
um og borgarstjórninni og krefst 10 milljón
dollara skaðabóta og þess að uppsögnin verði
dregin til baka. Hún hafi ekki aðhafst neitt sem
brjóti Iög og auk þess cytt fjórum árum í að
vinna sig upp í lögreglunni.
Allar þessar upplýsingar komu fram í cinum
þessara vinsælu sjónvarpsþátta þar sem fólk upp-
lýsir áhugasaman almcnning um einkahagi sína.
Með fyrrvcrandi lögrcglukonunni var lögfræð-
ingur hennar sem lýsti þeim framtíðarhorfum
sem blöstu við skjólstæðingi hans, auglýsinga-
myndatökur í Evrópu og Ástralíu, samningur
við franskt nærfatafyrirtæki og jafnvel samningar
um kvikmyndir, sjónvarp og bækur. Daman
horfir því ekki fram á atvinnuleysi á næstunni
en það cr greinilega ekki öruggt starf að komast
að hjá lögrcglunni í New York!
28