19. júní - 01.03.1995, Page 30
segist hafa tekið eftir því að minna sé gert
úr störfum kvenna en karla hvað sem þær
fást við.
Þannig voru það eingöngu karlmenn sem
unnu við vélritun á skrifstofum í Epypta-
landi og starfið var mjög vel launað. Þegar
hann fór að vinna í Genf var þessu öfugt
farið, þar unnu konur við vélritun og voru
illa iaunaðar. Þegar hann fór svo til Búlgar-
íu komst hann að því að 95% lyfjafræð-
inga voru konur og þær voru illa launaðar.
Sömu sögu má segja um lækna í Rússlandi,
þar er það láglaunastarf að vera læknir,
enda flestir læknar konur.“
- Hvað gerðuð þið svo í Turku?
„Við vorum með lista- og hugvitssmiðju
þar sem unnið var út frá einkunnarorðum
kvennaþingsins. Það eru mikil tengsl milli
lista og hugvits, allt skapandi starf getur
verið kveikja að nýjungum. Við vorum
einnig með í fyrirlestraröð um arðbæra
sköpun kvenna, en þar sýndu íslenskar
hugvitskonur afurðir sínar, svo sem húð-
krem sem unnin eru úr íslenskum jurtum,
töskur og veski unnin úr steinbítsroði og
hvernig ensím eru notuð til að losa himnu
af fisklifur. Við vorum einnig með í sýn-
ingu á hönnun kvenna og hagnýtum hug-
myndum í vest-norrænu smiðjunni og að-
stoðuðum hugvitskonur við umræður. Og
svo vorum við nteð landkynningarátak og
seldum töskur sem innihéldu upplýsinga-
bæklinga um ísland til að auglýsa landið.“
Frá sýningu hugvitskvenna á Nordisk For-
um
- Hvert eiga hugmyndaríkar konur sem
lesa þetta að snúa sér ef þær vilja koma
uppfinningu eða hugmynd á framfieri?
„Félag íslenskra hugvitsmanna er með
skrifstofu að Lindargötu 46 og hún er opin
daglega frá klukkan 13-17, þangað eru allar
konur velkomnar."
IÐIMLÁNASJÓÐUR
fyrir íslenskt atvinnulíf
PUNKTA-
FRÉTTIR
Gefast konum Rökstuddar grunscmdir
illa karlalyf“? ^a^a nn va^na^ um það
að verulega verri bata-
horfur kvenna en karla eftir hjartaaðgerðir kunni
að stafa af því að framleiðsla hjartalyfja byggist á
lyfjarannsóknum scm að mestu einangrast við
karlkynið, en rannsóknir benda til að kynbund-
inn munur sé á verkun Iyfja.
Nú cru ævilíkur íslenskra kvenna, sem áður
urðu þær elstu í hciminum, farnar að styttast og
heilsufari þeirra að hraka cn íslenskir karlar
verða nú langlífastir allra karla. Þar er þó ekki
eingöngu við að sakast ófullkomnar lyfjarann-
sóknir heldur hafa konur í auknum mæli til-
einkað sér óholla lifnaðarhætti sem karlar voru
áður iðnari við, t.d. eru reykingar kvenna al-
gengari en karla hér á landi.
NÓg var SOfíð „Ég álít, að umbótaleys-
1892 ^ staF| frá Þv*’að
menn ganga kengbognir
undir oki gamallar, óhæfilegrar vcnju, scm hcfur
legið scm martröð á þjóðinni í margar aldir. En
það er komið meir en mál, að velta slíku fargi af
sér, nóg er sofið.
Ég segi því enn: Veitum kvcnfólkinu fullkom-
ið jafnrétti við oss karlmennina í menntun,
framförum og frelsi.“
Svo fórust séra Ólafi Ólafssyni, presti í Gutt-
ormshaga, orð í fyrirlestri 1892 þar sem hann
rekur það hvernig kvenþjóðin í landinu er með-
höndluð sem olnbogabarn.
Áhyggjur vegna Fiórða heimsþi'ng
kvennaþingsins í kven"a f.v,efum Sam'
D , . einuðu þjóðanna vcrður
® haldið í Peking í haust
og þegar eru margar konur farnar að hafa
áhyggjur af því að þingið verði máttlaust og
leiði ckki til neins. Lokaályktunin er svo loðin
og útvötnuð að margar konur, einkum vcst-
rænar, vildu helst henda henni beint í ruslakörf-
una og scmja nýja. En það tæki mörg ár og
kemur ekki til greina. Það sem vakti því fyrir
sendincfndunum frá aðildarlöndunum 184, þeg-
ar þær komu saman í New York um miðjan
mars til að laga til textann, var að bjarga því
sem bjargað yrði.
Þegar voru mættar í New York 1.400 svokall-
aðir NGO-arar, konur og örfáir karlar, frá hin-
um og þcssum grasrótarsamtökum frá öllum
heimshornum. Við undirleik afrísks trumbuslátt-
ar safnaðist þessi hópur saman til að leggja fram
eigin ályktun sem á að reyna að hafa áhrif á
fulltrúana á þinginu. Þessir 1.400 eru kjarni þess
50.000 til 60.000 manna hóps NGO-ara sem
búist er við að mæti í Peking.
í ályktuninni er varla minnst á fóstureyðingar
og getnaðarvarnir og vilja margir meina að rekja
megi það til þess að aðalritari þingsins í Peking
er katólsk kona frá Tansaníu.
Ágrciningsefnin eru mörg þcgar konur frá
ólíkum menningarsvæðum eru saman komnar
og mikilvægt er að sigla milli skcrs og báru og
að ekki skerist alvarlega í odda milli ríkra og fá-
tækra, ólíkra trúarhópa o.s.frv. Sænskar konur
búast t.d. ekki við að fá miklar undirtcktir við
þá skoðun sína að karlar þurfi að cndurskoða
stöðu sína og hlutverk, nema frá kynsystrum
sínum á öðrum Norðurlöndum.
30