Sólskin - 01.07.1933, Page 41

Sólskin - 01.07.1933, Page 41
mjög ófullkomin jarðhús. Þeir bjuggn til ílát úr brenndum leir. Þeir höfðu húsdýr og ræktuðu kom. Þeir eru forfeður þeirra þjóða, sem nú byggja Ev- rópu. Sennilega hafa þeir blandast hreinaveiður- unum. Ekki er kunnugt um uppruna þessara nýju manna, annað en það, að þeir komu að sunnan. Þar hefir verið hlýrra en í Evrópu og auðveld- ara að afla fæðu. Þeir hafa haft tíma til að hugaa um fleira en matinn. Þeir reyndu að bæta kjör Bín, en lét ekki eingöngu stjórnast af tilviljun- um og gömlum venjum. Þeir höfðu lært að skefta axir og hamra og eetja odd úr steini á spjótin. Fyrst bundu þeir steinana með ólum við trjágrein- ar. ólamar fengu þeir, með því að rista dýrahúðir niður í lengjur. En það var ekki traust samsetn- íng. Einnig reyndu þeir að bora gat á skaftið og stinga hamarshausnum eða axarblaðinu þar í. En steinarnir vildu losna. Þá datt einhverjum í hug að bora gat á steinana og skefta hamra og axir á sama hátt og við gerum nú. Enginn veit um nafnið á manninum, sem fyrst reyndi að skefta steinana, en mikið á mannkynið honum að þakka. Hann hefir gert eða unnið að einhverri stærstu uppgötv- un mannkynsins. Hann fann ekki upp á sama hátt og kisa, sem var lokuð inni í kassanum. Hún lærði af tilviljun. En nú var maðurinn farinn að hugsa — eins og maður. Hann leitaði og íhugaði, rann- sakaði og gerði tilraunir. 39

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.