Sólskin - 01.07.1933, Page 63

Sólskin - 01.07.1933, Page 63
íhugar málið nákvæmlega. En hans heilaga ráðs- ályktun verður þó ekki önnur en sú, sem hver jarð- neskur maður myndi hafa gert í þessu máli: Það verður að grafa nokkra brunna á þessari leið. Trúarbrögð Forn-Egypta. Forn-Egyptar trúðu á marga guði. Hver borg átti sinn aðalguð og því urðu guðirnir margir. Þegar einhver borg varð auðugri og stærri, óx líka vald guðsins. Faraóamir voru milligöngumenn milli g-uða og manna. Varla nokkur maður í Egyptalandi þekkti alla guðina. Egyptar reistu guðum sínum musteri, er voru bæði stór og fallega byggð. Stærst var musterið í Þebu. Margir konungar skreyttu það og stækkuðu, uns þar varð risa bygging. Aðal-salur musterisins stendur enn í Kamak við Þebu, og sýnir vald þess guðs, sem þar bjó og var tilbeðinn. Nafn hans var Amos. Salurinn er 500 m. langur ■og 100 m. breiður. Forsalurinn var borinn af 12 súlum. Hæð undir loft er 23 m. sumstaðar, og sagt er, að í sumum hlutum musterisins sé 50 m. undir loft. Smám saman breyttust guðshug- myndir Egypta. Fyrst er við höfum sögur af þeim trúðu þeir á ýms dýr, t. d. ketti, krókódíla, sjak- ala og íbisfugla. Menn tilbáðu þessi dýr sem vemdara landsins og vatnsins, og þorðu ekki að ráða þau af dögum. Er þau dóu, voru þau smurð og grafin líkt og menn. 61

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.