Sólskin - 01.07.1937, Blaðsíða 74
Finna: Litfegurð krónublaðanna vekur athygli
þeirra. Hún er líka til þess.
Þór: Skordýr flytja frjó milli jurta og fá mat
í staðinn. Þau eru að vinna fyrir sér, og vinna
fyrir jurtirnar.
Ósk: Þykir þeim gaman að bera frjó?
Finna: Þau gera það óafvitandi.
Teitur: Fer ekki mikið af frjói til ónýtis, og
týnist ekki mikið af því á leiðinni?
Finna: Jú, meiri hlutinn, en framleiðslan er
mikil í hverjum fræfli. Það er nóg, ef fáein
frjó komast á frænið.
Ása: Hvað gera frjóin, þegar þau eru komin
í frænið ?
Finna: Þau spíra. Ofurlitlar pípur vaxa út úr
þeim og niður eftir stílnum, til litlu eggjanna,
er beðið hafa eftir því að geta, orðið að fræjum.
Ósk: Eru eggin nokkuð lík hænueggjum?
Finna: Nei, þau eru allt öðruvísi. En það eru
egg þrátt fyrir það, sem eiga að breytast í allt
annað en þau eru. Þau eiga að verða jurtir.
Ása: Hvernig breytast þau?
Finna: Þegar litlu pípurnar, sem uxu úr frjó-
unum, hafa teygt sig niður að eggjunum og
borað sér inn í þau, renna ofurlitlar sellur —
frjósellurnar — úr pípunum og samlagast
eggjunum. Það nefnist frjóvgun.
72