Sólskin - 01.07.1949, Side 90

Sólskin - 01.07.1949, Side 90
Og hvað skyldi þé til bragðs taka? Jú, það var éin, og hún var alveg fast hjá. Og alltaf var gaman að sulla við árnar, bera í þœr steina, fleyta kerlingum og reyna að draga yfir á hinn bakkann. Þangað fór nú hersingin og skemmti sér við að henda þurrum hrossataðskögglum í strauminn og sjá þá fljóta ofan ána, fram af fossbrúninni. Allt lék nú í lyndi, og við gleymdum stað og stund. En í þessu tek ég eftir því, að Siggi bróðir, sem mun hafa verið á fimmta ári, er kominn út á hallandi klöpp og hála við ána. Áin var alldjúp og straumhörð þarna við bakkann, svo að ég varð strax dauðhrœddur. Kallaði ég nú í Sigga og skipaði honum að koma til mín. En við það espast strákur og fer að stríða mér með því að tvístíga á klöppinni. Og það sem verst var, hann horfði til mín og sá því ekki fótum sínum forráð. Og það fór líka verr en skyldi. Siggi rann út af klöppinni og ofan í árstrauminn, sem tók hann strax. Og þarna flaut hann nú eins og 88

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.