Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 4
4 13. desember 2010 MÁNUDAGUR Mér finnst það bara ekki í lagi að Reykjavík- urborg svíki loforð í tíu ár. PÁLL HJALTASON FORMAÐUR SKIPULAGSRÁÐS REYKJAVÍKUR. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 0° -1° 1° -2° -3° -2° -2° 21° 5° 16° 8° 10° -7° 1° 15° -3°Á MORGUN 13-18 m/s NV-til, annars 8-13. MIÐVIKUDAGUR Gengur í stífa NV-átt. Frystir um allt land. 3 1 4 4 4 3 -1 7 8 6 6 15 10 13 7 3 2 3 4 5 7 5 3 6 6 8 7 -3 -5 -4 2 2 KÓLNAR Í MIÐRI VIKU Nokkuð svip- að á morgun en heldur hvassara, einkum norðvestan- lands. Hins vegar verða töluverðar breytingar á mið- vikudag en þá snýst í stífa norð- læga átt og frystir smám saman um nánast allt land. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður NEW YORK, AP Mark Madoff, sonur fjársvikamannsins Bernard Mad- off, fannst látinn á heimili sínu í New York á laugardag. Fjölskyldumeðlimur kom að Mark í íbúð hans en svo virðist sem hann hafi hengt sig. Bernard Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir umfangs- mesta ponzi-svindl sögunnar, en synir hans tveir höfðu starfað sem verðbréfamiðlarar fyrir fjöl- skyldufyrirtækið. Báðir voru þeir til rannsóknar vegna tengsla við föður sinn en höfðu ekki verið ákærðir vegna málsins. - sm Sonur Madoffs látinn: Mark Madoff svipti sig lífi DAUÐSFALL Bernard Madoff leiddur fyrir rétt árið 2009. Sonur hans fannst látinn á heimili sínu á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu varar fólk við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Nokkuð hefur verið um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu og sækjast þjófarnir einkum í GPS- tæki, myndavélar og tölvur. Lög- reglan bendir einnig á að best er að skilja bíla eftir á vel upplýst- um bílastæðum ef þess er nokk- ur kostur, þar sem innbrot eiga sér frekar stað á illa upplýstum svæðum. -sm Brotist inn í bifreiðar: Mikið um inn- brot í bíla IÐNAÐUR Félagið Fertill ehf. hefur áform um að reisa áburðar- verksmiðju í Ölfusi. Bæjarstjórn Ölfuss hefur undirritað vilja- yfirlýsingu með félaginu vegna þessa. Segist aðilarnir sammála um að verksmiðjan myndi hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild og stuðla að auknu atvinnuöryggi. Sveitarfélagið fyrir sitt leyti lýsir yfir vilja til að útvega allt að 55 hektara lóð vestan við byggðina í Þorlákshöfn. „Fyrir árslok 2011 liggi fyrir úttekt og tæknileg útfærsla á flutningum frá höfn að verk- smiðju og samningar við fjár- festa, að öðrum kosti fellur þessu viljayfirlýsing úr gildi,“ segir í yfirlýsingunni. - gar Viljayfirlýsing á Þorlákshöfn: Vilja framleiða áburð í Ölfusi TRÚFÉLAG Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að Félag múslima muni fá lóð undir mosku frá borginni en ekki Menningarsetur múslima sem einnig sækir um lóð. „Í skipulagsvinnunni er ég að vinna eftir því að samþykkt var fyrir tíu árum að lóð yrði afgreidd til Félags múslima undir mosku ásamt þremur öðrum trúfélögum. Mér finnst það bara ekki í lagi að Reykja- víkurborg svíki loforð í tíu ár,“ segir Páll Hjaltason. „Mig langar líka að benda á að kristin trúfé- lög fá ekki lóðir, nema þjóðkirkj- an sem við höfum lögbundnar skyldur við. Enda er ekki eins og borgin sé full af kirkju- lóðum sem við þurfum að koma út.“ Páll segir það hins vegar vera sína skoðun sem for- maður skipulagsráðs að „fallegasta leiðin“ í mál- inu væri sú að menn ynnu saman og að moskan yrði byggð í sem mestum friði og að sem flestir múslimar not- uðu hana. Varðandi umsókn Menn ingar- seturs múslima segir Páll að til þess að hún fái „virkni“ þurfi hún að fara fyrir borgarráð. Hann muni ekki finna lóð fyrir söfnuðinn á skipu- lagslegum forsendum. Karim Askari, vara- formaður Menningar- seturs múslima, segir aðalatriðið að útveguð verði lóð undir mosku fyrir alla múslima á Íslandi. „Félag mús- lima og Menningar- setrið fylgja sömu trú og þess vegna er í lagi að það verði aðeins ein lóð,“ segir Karim, sem kveðst vilja að mynduð verði nefnd með fulltrúum allra múslima til að annast um moskuna. Karim segir að þó að það hafi verið Félag múslima sem sótti upp- haflega um lóðina hafi það einnig verið gert í nafni fólks sem síðan hafi gengið til liðs við Menningarsetrið. Munur inn á félögunum sé fyrst og fremst sá að Menningarsetrið sé lýðræðislegt en í Félagi múslima sitji ævikjörið öldungaráð. Þess vegna sætti menn sig illa við að Félag múslima sitji eitt að lóð- inni. „Við þurfum ekki lóð í nafni Félags mús- lima eða Menningar- seturins heldur í nafni allra múslima,“ segir Karim, sem kveður málið verða rætt nánar á ársfundi Menningar- setursins í lok ársins. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Önnu Kristinsdóttur, mann- réttindastjóra Reykjavíkur- borgar, að jafnvel þótt lóðir borgar innar væru takmörkuð gæði væri ekki hægt að ganga framhjá öðru félaginu fengi hitt lóð úthlutað. Formaður skipulags- ráðs er ósammála þessu. „Það er ekkert sjálfgefið að úthluta svona lóðum,“ segir Páll Hjalta- son. gar@frettabladid.is Félag múslima mun eitt fá moskulóðina Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur segir að efnt verði tíu ára gamalt loforð borgarinnar og að Félagi múslima verði útveguð lóð undir mosku. Menningar- setur múslima fái ekki lóð nema borgarráð mæli sérstaklega fyrir um það. PÁLL HJALTASON Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur er ósammála því mati mannréttindastjóra borgarinnar að úthluta beri báðum félögum ókeypis lóð undir mosku fái annað félagið slíka lóð. ANNA KRISTINSDÓTTIR KARIM ASKARI KÖNNUN Yfir helmingur Íslendinga, 53 prósent, telur spillingu hafa auk- ist hér á landi undanfarin þrjú ár. Þetta er niðurstaða nýrrar könn- unar stofnunarinnar Transpar- ency International, sem Capacent sá um fyrir hennar hönd í sumar. Fimm tán prósent telja að dregið hafi úr spillingu á sama tíma. Um þúsund manns í hverju ríki eru spurðir um spillingu í heima- landi sínu. Alls tóku 91.500 manns frá 86 ríkjum þátt að þessu sinni. Þátttakendur eru beðnir að meta hversu mikil spilling viðgengst innan ólíkra þjóðfélags stofnana, þar sem einkunnin 1 merkir óspillta stofnun en 5 gjörspillta. Íslenskir stjórnmálaflokkar fá einkunnina 4,3, sem er aðeins yfir meðallagi. Viðskiptalífið fær hins vegar mikla útreið og einkunnina 4. Meðaltalið er 3,4 og hvergi meta heimamenn viðskiptalífið jafn- spillt nema í Senegal, sem einnig fær einkunnina fjóra. Aðrar stofnanir koma betur út. Alþingi fær einkunnina 3,7, lög- reglan 2,2, fjölmiðlar 3,5, embættis- menn 3,5, dómskerfið 2,7, almenn samtök 2,6, trúfélög 3,2 og mennta- kerfið 2,4. - sh Einungis Senegalar gefa viðskiptalífi sínu jafnslaka einkunn með tilliti til spillingar og Íslendingar: Viðskiptalífið hvergi talið spilltara en hér EKKI MIKIL TRÚ Á VIÐSKIPTALÍFINU Bjarni Ármannsson, Hannes Smárason, Águst Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Þórður Friðjónsson kynna íslenskt við- skiptalíf í Danmörku. BANKAR Nói Sigurðsson, viðskipta- vinur í eignastýringu hjá VBS sem tapaði stórum hluta sparifjár síns, segist ekki hafa verið látinn vita að peningar hans væru not- aðir til að kaupa skuldabréf sem gefin voru út á fasteignir sem aldrei risu. Í samtali við Vísi segist hann afar ósáttur og vill að stjórnendur bankans verði dregn- ir til ábyrgðar. Ástæðu þess að VBS fjárfest- ingarbanki lenti í vandræðum má að stórum hluta rekja til þess að bankinn var með einsleita útlána- stefnu og lánaði til áhættusamra fasteignaverkefna, að sögn full- trúa slitastjórnar bankans. „Það á enga miskunn að sýna og það hefði átt vera búið að taka þessa karla fyrir löngu síðan. Það er mín skoðun,“ segir Nói að lokum. Tapaði miklu sparifé: Vill stjórnendur VBS dregna til ábyrgðar GENGIÐ 10.12.2010 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,5601 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,46 115,00 181,19 182,07 151,74 152,58 20,349 20,469 19,055 19,167 16,653 16,751 1,369 1,377 176,04 177,08 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ®
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.