Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 50
34 13. desember 2010 MÁNUDAGUR Ómissandi Hrein íslensk náttúruafurð ms.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 5 0 Enska úrvalsdeildin Aston Villa-West Brom 2-1 1-0 Stewart Downing (25.), 2-0 Emile Heskey (80.), 2-1 Paul Scharner (90.) Everton-Wigan 0-0 Fulham-Sunderland 0-0 Stoke-Blackpool 0-1 0-1 DJ Campbell (47.) West Ham-Man City 1-3 0-1 Yaya Touré (30.), 0-2 Sjálfsmark Robert Green (73.), 0-3 Adam Johnson. (81.), 1-3 James Tomkins (89.) Newcastle-Liverpool 3-1 1-0 Kevin Nolan (15.) 1-1 Dirk Kuyt (49.), 2-1 Joey Barton (79.), 3-1 Andrew Carroll (90.+1) Bolton-Blackburn 2-1 1-0 Fabrice Muamba (65.), 1-1 Mame Biram Diouf (87.), 2-1 Stuart Holden (88.) Wolves-Birmingham 1-0 1-0 Stephen Hunt (45.) Tottenham-Chelsea 1-1 1-0 Roman Pavlyuchenko (15.), 1-1 Didier Drogba (70.). STAÐA EFSTU LIÐA Í DEILDINNI: Arsenal 16 10 2 4 34-18 32 Man. City 17 9 5 3 24-13 32 Man. United 15 8 7 0 35-16 31 Chelsea 17 9 4 4 31-12 31 Tottenham 17 7 6 4 25-22 27 Bolton 17 6 8 3 30-24 26 Sunderland 17 5 9 3 20-18 24 Newcastle 17 6 4 7 27-26 22 Liverpool 17 6 4 7 21-22 22 ENSKI BOLTINN N1-deild karla HK – Valur 22-32 (10-15) Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8 (10/1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 4 (6), Daníel Berg Grétarsson 4 (8), Bjarki Már Elísson 2 (3/1), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (1), Brynjar Freyr Valsteinsson 1 (1), Atli Ævar Ingólfsson 1 (4), Atli Karl Bachmann 0 (1), Hörður Másson 0 (4). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 10, Valgeir Tómasson 2. Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Bjarki 2, Ólafur 2, Atli). Fiskuð víti: 2 (Bjarki, Atli). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarson 7/1 (8/1), Anton Rúnarsson 5/1 (7/1), Sturla Ásgeirsson 4 (6), Valdimar Fannar Þórsson 2 (4), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Heiðar Þór Aðalsteins son 2 (3), Fannar Þorbjörnsson 2 (3), Ásbjörn Stefánsson 2 (4), Gunnar Harðarson 2 (2), Atli Báruson 1 (1), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Einar Örn Guðmundsson 1 (4). Varin skot: Hlynur Morthens 18/2. Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Sturla 2, Fannar) Fiskuð víti: 2 (Gunnar, Valdimar) Utan vallar: 8 mínútur. Akureyri-Fram 30-34 (13-15) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/3 (15/4), Oddur Gretarsson 6/1 (10/2), Guðmund ur Hólmar Helgason 5 (13), Heimir Örn Árnason 4 (8), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Geir Guðmundsson 2 (9), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (1). Varin skot: Stefán U. Guðnason 9/1 (20/2, 45%), Sveinbjörn Pétursson 7 (29, 24%). Hraðaupphlaup: 5 (Heimir, Guðlaugur, Hörður, Oddur, Guðmundur). Fiskuð víti: 5 (Bjarni 3, Geir, Oddur). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (16), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Einar Rafn Eiðsson 5/2 (7/3), Magnús Stefánsson 5 (11), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (8)., Matthías Daðason 3 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (4). Varin skot: Magnús Erlendsson 16 (29/1, 55%), Ástgeir Sigmarsson 8/1 (26/5, 30%). Hraðaupphlaup: 5 (Einar 2, Róbert, Matthías, Haraldur). Fiskuð víti: 3 (Matthías, Haraldur, Jóhann, ). Utan vallar: 4 mínútur. Magnús rautt á 29. mín. Selfoss-FH 32-38 (16-20) Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 15, Atli Hjörv ar Einarsson 8, Guðjón Drengsson 3, Atli Kristins son 3, Hörður Bjarnarson 2, Einar Héðinsson 1. Mörk FH: Ólafur Guðmundsson 11, Ásbjörn Frið riksson 9, Atli Steinþórsson 6, Baldvin Þorsteins son 5, Hermann Björnsson 3, Hjörtur Hinriksson 2, Sverrir Garðarsson 1, Sigurgeir Ægisson 1. Haukar-Afturelding 28-24 (17-11) Markahæstir: Tjörvi Þorgeirsson 7, Þórður Rafn Guðmundsson 6, Stefán Rafn Sigurmannsson 5, Guðmundur Árni Ólafsson 4 - Hilmar Stefánsson 5, Haukur Sigurvinsson 5, Arnar Theódórsson 4, Jón Andri Helgason 4.. STAÐAN Akureyri 10 9 0 1 303-262 18 Fram 10 8 0 2 344-288 16 HK 10 6 0 4 321-332 12 Haukar 10 6 0 4 259-255 12 FH 10 6 0 4 294-277 12 Valur 10 3 0 7 253-280 6 Afturelding 10 1 0 9 246-283 2 Selfoss 10 1 0 9 283-326 2 ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Magnús Gunnar Erlendsson varði sextán skot í fyrri hálfleik gegn Akureyri í gær. Hann var með skyttur liðsins í vasanum. Hann fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Bjarna Fritzsyni í hraðaupphlaupi á lokasekúndum hálfleiksins en það virtist aðeins þjappa Frömurum saman. Þeir lögðu Akureyri fyrstir allra liða í vetur, 30-34. Sveinbjörn komst aldrei í gang Framarar gerðu mörg mistök í sókninni í fyrri hálfleik en mættu andlausri vörn Akur- eyrar sem var sem gatasigti á löngum köflum. Sveinbjörn Pétursson komst aldrei í gang, sem er ekki nema von þegar aðall liðsins bregst svona. Fyrir vikið fékk liðið ekki hraðaupphlaupin sem það treystir svo á. Framarar létu rauða spjaldið sem Magnús fékk ekkert á sig fá og þjöppuðu sér bara enn betur saman. Vörnin var frábær í seinni hálfleik og Ástgeir Sigmars- son varði vel í sínum fyrsta deild- arleik í vetur. Akureyringar töpuðu fyrsta leiknum en þeir gerðu mörg mis- tök, skot þeirra voru oft slök og sóknin ekki í neinum takti. Eng- inn spilar betur en andstæðingur- inn leyfir og vörn Fram var mjög góð. Vorum þungir á okkur „Við vorum þungir á okkur. Það var engin grimmd í vörninni og við hikuðum mikið í sókninni. Maggi var okkur erfiður, hann varði bara allt. Við spiluðum ágæta sókn en hann var frábær. Þessi skot hafa verið inni í allan vetur og menn misstu kannski sjálfstraust við þetta,“ sagði Heimir Árnason en rautt spjald Magnúsar breytti engu fyrir Akureyringa. „Við hefðum kannski átt að láta þetta breyta einhverju og skjóta meira fyrir utan. Framarar voru betri á öllum sviðum og áttu sigurinn skilinn,“ sagði Heimir, sem hrósaði sínum gamla félaga Halldóri Jóhanni sérstaklega fyrir góðan leik. Bjarni var klókur Magnús segir að rauða spjaldið hafi verið réttur dómur en liðs- heildin hafi skilað sigrinum. „Ég reyndi að forða mér en það tókst ekki. Bjarni var klókur og tók mig aðeins niður með sér en samkvæmt ströngustu reglum er þetta réttur dómur. Við fáum á okkur rauð spjöld í hverjum leik núna en það virðist alltaf þjappa okkur saman. Ástgeir varði vel og liðsheildin þjappaði sér vel saman. Það virðist ekki skipta máli hver dettur út, það kemur alltaf einhver í staðinn. Það er það sem skilar þessu,“ sagði Magnús en liðið fagn- aði vel og innilega í leikslok eftir að hafa bundið endi á sigurgöngu Akureyrar. „Það er ekkert lið ósigrandi,“ sagði Magnús. - hþh Akureyringar hlupu á vegg Akureyri tapaði sínum fyrsta leik í vetur gegn Fram á heimavelli í gær. Akureyringar spiluðu undir getu á öllum sviðum en Framarar voru frábærir. Rautt spjald Magnúsar Erlendssonar í fyrri hálfleik þjappaði liðinu saman. FYRSTIR TIL AÐ VINNA AKUREYRARLIÐIÐ Framararnir Magnús Stefánsson, Jóhann Gunnar Einarsson og Jóhann Karl Reynisson fagna hér sigri liðsins í Höllinni á Akureyri í gær. Oddur Gretarsson fylgist svekktur með. FRÉTTABLAÐIÐ/SÆVAR GEIR SIGURJÓNSSON HANDBOLTI Valsmenn hafa heldur betur endurheimt sjálfstraustið og unnu í gær sinn þriðja leik í röð þegar þeir lögðu HK örugg- lega með tíu marka mun í Digra- nesinu. „Ég vil ekki meina að það sé koma mín,“ svaraði þjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson spurður að því hvað orsakaði það að Vals- menn væru komnir í gírinn. „Ég hef bara verið á einhverj- um fimm æfingum svo ég hef ekki gert mikið fyrir þetta lið. Vörnin er að smella saman og var mjög góð í þessum leik. Þar fyrir aftan er Bubbi (Hlynur Morthens) búinn að koma með mikið sjálfstraust inn í þetta. Það á ekki að vera hægt að tapa þegar hann ver svona.“ Þá segir Óskar að menn séu að slípast saman sóknarlega. „Ég held að menn hafi verið á réttri leið, svo ég eigna mér ekki þessa sigra,“ sagði Óskar. Sigur Valsmanna í gær var í raun aldrei í hættu og allir útispil- arar liðsins komust á blað. Þeir stungu af með því að taka 6-1 kafla um miðjan leik. Eftir það hleyptu þeir HK-ingum aldrei nálægt sér og er Kópavogsliðið nú búið að tapa þremur deildarleikjum í röð. „Valsmenn ætluðu sér bara sigurinn í dag en við vorum ekki ákveðnir í hvað við ætluðum að gera,“ sagði Kristinn Guðmunds- son, þjálfari HK. „Við erum að falla eins og spilaborg, sama hvort þú horfir á vörn eða sókn. Ef þetta heldur svona áfram eru ekki jákvæðir hlutir fram undan. Ef við ætlum að kom- ast aftur í það form sem við vorum í fyrir þessa taphrinu verðum við allir að fara vel yfir okkar hluti og gera það saman sem hópur. Við verð- um að kryfja þetta. Himinn og jörð eru ekki að farast en þetta er langt frá því að vera fallegt,“ sagði Kristinn. - egm Nýir þjálfarar Valsliðsins byrja á þremur sigrum í röð: Sjálfstraustið komið FRÁBÆR NÝTING Ernir Hrafn Arnarson lék vel með Valsliðiunu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs- son átti stórleik í seinni hálfleik þegar Rhein-Neckar Löwen vann 36-34 sigur á Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í hand- bolta í gær. Guðjón Valur er að koma til baka eftir að hafa verið frá í níu mánuði vegna meiðsla og frammistaða hans í gær er frá- bærar fréttir fyrir íslensk karla- landsliðið. Rhein-Neckar Löwen var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en Gummersbach skoraði fjögur mörk í röð í byrjun seinni hálf- leiks og breytti stöðunni úr 18-17 fyrir Rhein-Neckar Löwen í 18-21 fyrir Gummersbach. Þá var komið að þætti Guðjón Vals Sigurðssonar, sem skoraði öll fimm mörkin sín á síðustu 23 mínútum leiksins. Ólafur Stefánsson og Róbert Gunn- arsson skoruðu báðir fjög- ur mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen. - óój Þýski handboltinn í gær: Guðjón Valur allt í öllu í lokin FÓTBOLTI Wayne Rooney sneri öllu á hvolf í Manchester í október þegar hann fór að ráðum umboðs- manns síns og sagðist vilja fara frá United. Við tók mikill farsi sem endaði með því að leik- maðurinn skrifaði undir nýjan fimm ára samn- ing. Nú virðist það sama vera að endur- taka sig með Carlos Tevez hinum megin í borginni. Tevez bað um félagaskipti skömmu eftir 3-1 sigur Manchester City á West Ham um helg- ina en City hafnaði beiðni hans og gaf um leið upp að umboðs- maður leikmannsins væri að pressa á nýjan og betri samning. - óój Framtíð Tevez hjá Man. City: Kominn með Rooney-veikina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.