Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 13. desember 2010 23 Aðstæðurnar í samfélaginu krefj-ast þess að við hugsum málefni heilsugæslunnar upp á nýtt og gerum hana að eftirsóknarverðum vinnu- stað sem starfsfólk er stolt af. Við fögnum því að málefni heilsugæsl- unnar séu rædd á þingi og fái aukið vægi í umræðunni. Mikilvægt er að umræðan sé á faglegum forsendum og allir sem hlut eiga að máli komi með sín sjónarmið og hugmyndir að borðinu. Heilsugæslunni er vandi búinn. Hún á að vera fyrsti viðkomustaður fólks sem vill gæta að heilsu sinni. Nú er stór hluti landsmanna sem ekki treystir eða getur treyst á að heilsu- gæslan sé þeirra fyrsti viðkomustað- ur. Efling heilsugæslu hefur verið á verkefnaskrá ríkisstjórna um langt skeið. Skortur á heimilislæknum og vandkvæði við að fylla þær náms- stöður sem í boði eru hefur ein- kennt umræðuna um vanda heilsu- gæslunnar. Í frétt Fréttablaðsins fimmtudaginn 9. desember er rætt um hugmyndir þingmanna að lausn- um vanda heilsugæslunnar. Þau verkefni sem heilsugæslan stendur frammi fyrir eru mörg hver flókin og mikilvægt er að horfa á heilsugæsluna sem heild en ekki einblína á eina fagstétt í þessum efnum. Þverfagleg vinna og breytt verkaskipting milli heilbrigðisstétta er klárlega nokkuð sem þarf að horfa til þegar unnið er að stefnumótun fyrir heilsugæsluna. Einstaklingur- inn sem leitar til heilsugæslunnar á að vera útgangspunkturinn í slíkri stefnumótun. Ef gera á heilsugæsl- una að fyrsta viðkomustað einstakl- inga þarf að efla trú almennings á henni. Til að heilsugæslan sé trú- verðug þarf hún að hafa á að skipa fjölbreyttum fagstéttum sem geta í sameiningu leyst bæði einföld og flókin vandamál á faglegan og hag- kvæman hátt. Meðal þeirra stétta sem komið geta að slíku starfi eru sjúkraþjálf- arar líkt og tíðkast víða erlendis s.s. í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Með því að kalla fleiri heilbrigðisstéttir inn í heilsugæsluna og nýta þverfaglega teymisvinnu við úrlausn heilsufars- legra viðfangsefna má létta á vinnu- álagi heimilislækna og stytta bið ein- staklinga eftir þjónustu. Sem dæmi má nefna að stór hluti af komum á heilsugæsluna í dag er vegna stoð- kerfisvandamála. Sérhæfð menntun og djúpstæð þekking sjúkraþjálfara á stoðkerfi og starfsemi líkamans gæti þar komið að góðum notum. Ef vel tekst til með stefnumótun fyrir heilsugæsluna gæti þar falist lykillinn að lausnum á þeim heilsu- farsvandamálum sem að okkur steðja og þar með bætt heilsu lands- manna. Þú færð e-kortið í Arion banka. Farðu á arionbanki.is og kynntu þér kosti e-kortsins. Viðskiptavinir e-kortsins fá samtals rúmlega 98 milljónir í endurgreiðslu í desember. Hvernig greiðslu færð þú? Alltaf í desember. Á hverju ári fá handhafar e-korta endurgreiðslu í beinhörðum peningum. Sæktu um e-kort í næsta útibúi Arion banka eða á arionbanki.is Nú eru tímar hagræðingar innan opinbera kerfisins, tímar erfiðra og óvinsælla ákvarð- ana. Hver er svo sem ánægður má velta fyrir sér. Ég er hjúkrunarforstjóri á milli- stóru blönduðu hjúkrunar- og dvalar heimili úti á landi. Þar búa 78 heimilismenn og af þeim eru 22 íbúar í tvíbýli. Á seinasta starfs- ári var heimili okkar ekki rekið með tapi. Það var rekið með 100% nýtingu á rýmum. Biðlisti er í dag með 22 einstaklingum. Mér þykir gaman í vinnunni og það veitir mér mikla ánægju að starfa með öldruðum og þeirra aðstandend- um. Mig vantar aðstoð við að halda uppi þeirri þjónustu sem öldrunar- stofnanir í landinu eru að veita. Á bak við hvern íbúa eru ein- staklingar og fjölskylda; saga íbúanna nær langt aftur. Margir þeirra hafa í gegnum tíðina stuðl- að að einhverjum hætti að upp- byggingu landsins. Allir þessir íbúar hafa vonir, óskir og vænting- ar til samfélagsins. Þetta er fólk- ið sem við eigum að þakka fyrir starf þess í að byggja upp landið okkar. Þetta er fólk sem þekkir hvað það er að lifa í kreppu, fólk sem sættir sig við margt og hefur lifað tímanna tvenna. Fólk sem jafnvel í dag býr við það að bíða í langan tíma eftir einbýli. Fólk sem bíður eftir að komast að hjá sjúkra- þjálfa og bíður eftir sumrinu til að verða aftur keyrt út fyrir heimilið í hjólastól. Þessi mál snerta okkur ekki fyrir alvöru fyrr en það eru foreldrar okkar sem um ræðir. Það er bara því miður svoleiðis. Er þetta þakklætið spyr ég nú bara og nota um leið orðalag heim- ilismanns hjá okkur. Aldraðir eiga betra skilið en að lengja þurfi bið- tíma eftir rými en með svo mikl- um niðurskurði í öldrunarmálum er það þetta sem verður óhjákvæmi- legt. Sá sparnaður sem átti að vera á landsbyggðarsjúkrahúsum hefur verið færður yfir á öldrunarstofn- anir. Niðurskurður verður því ekki 5% eins og við var búist heldur allt að því 15% niðurskurður á heimili fyrir aldraða. Það er ekki hægt að loka deildum nema með því að senda heimilismenn út af heimilunum. Öldrunarheimili ráða ekki við þann niðurskurð og því blasir við að loka þurfi öldrunarstofnunum. Ég harma það að heimili íbúanna okkar á Höfða þurfi þrátt fyrir góðan rekstur, mjög góða nýtingu rýma og biðlista að lenda í svo harkalegum niðurskurði eins og raun ber vitni. Bið ég því um endurskoðun á því. Hvar eru svo þeir sem styðja við aldraða? Þúsund manna fundir sem haldnir voru þegar við blasti niður- skurður á landsbyggðarsjúkrahús- um skiluðu árangri, nú verðum við sem hugsum um velferð aldraðra að passa upp á hag þeirra. Oft er þörf en nú er nauðsyn að styðja við hags- muni aldraðra í landinu. Er þetta þakklætið? Heilbrigðismál Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri Heilsugæslan Héðinn Jónsson formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara Haraldur Sæmundsson formaður Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara Efling heilsu- gæslunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.