Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 35
„Skemmtileg saga er á bak við þessi kort sem sjást á gjafapapp- írnum,“ segir Hanna Margrét Einarsdóttir, annar hönnuður- inn að óvenjulegum og fallegum gjafapappír sem er nýkominn úr prentun. Hún og systir hennar, Unnur Dóra Einarsdóttir, gerðu pappírinn í sameiningu en fyr- irtæki þeirra kallast Blámi. Hanna Margrét er menntað- ur kennari og hefur stundað nám í mótun í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Unnur Dóra er tækniteiknari og hefur til að mynda hannað vörur Eplakinna. „Danska herfor- ingjaráðið lét gera þessi landakort og fóru Danir hér um á hestum og sváfu í tjöldum á milli þess sem þeir mældu landið upp og teiknuðu. Kortin sem við not- umst við eru Norðurárdalurinn frá 1913 og Heinabergsfjöll frá 1905,“ segir Unnur Dóra. Kortin er í mælikvarðanum 1:50.000 og því lítið svæði á hverju korti. „Við fengum Odda til að prenta kortin fyrir okkur á gjafaarkir, 70x100 cm. Þær eru stórar og fannst okkur miklu skipta að góð gæði væru í pappírnum og gott að pakka inn í hann. Gæðin eru mikil, auðvelt að losa lím af honum og pakka aftur inn í hann. Við völdum þessi kort vegna þess að litirn- ir og mynstrin í þeim eru svo fal- leg. Einnig er skemmtilegt v ið a rk i r n - ar að engir tveir pakkar verða eins því mynstrið er svo fjölbreytt á einni örk,“ segir Hanna Margrét. Fólk hefur staldrað við og byrj- að að skoða kortin og reynt að átta sig á því hvar á landinu það er statt. „Það er mjög skemmtilegt og gefur pappírnum meira vægi. Einnig vekur hann athygli á því að á Íslandi er alls staðar fallegt, það eina sem maður þarf að gera er að anda að sér ferska loftinu, horfa í kringum sig og njóta,“ segir Unnur Dóra. Pappírinn fæst í Minju á Skólavörðustíg, Epal, Kisunni, Sirku á Akureyri, Þjóð- minjasafninu, Norræna húsinu og í Iðnú sem selur upprunalegu kortin en Landmælingar Íslands gáfu leyfi til notkunar á þeim. juliam@frettabladid.is Aldargömul landakort á pappír Unnur Dóra og Hanna Margrét hrifust af litunum í herforingjaráðskortunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kortin mynda falleg mynstur og eru engir tveir pakkar eins. Sænska félagið á Íslandi stendur fyrir Lúsíuhátíð með tónleikum í Seltjarnarnes- kikju í kvöld klukkan 18.30. Félagið hefur frá stofnun árið 1954 haldið Lúsíuhátíð innan sinna raða en frá 1991 hafa verið haldnir tónleikar þar sem Lúsía fer fremst í flokki hvítklæddra meyja, jólasveina og piparkökukarla sem lýsa upp skammdegið. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur stakar skálastærðir D,DD,E,F,FF,G,GG ýmsar tegundir kr. 4.990,- TILBOÐ TILBOÐ Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur JÓLAGJÖFIN ÞÍN - DEKRAÐU VIÐ ÞIG teg. BETTY SUE push up í A,B,C,D skálum á kr. 7.680,- buxur í stíl á kr. 2.990,- teg. MAXIM push up í A,B,C,D skálum á kr. 7.680,- buxur í stíl á kr. 2.990,-- teg. CESARIA push up í A,B,C,D skálum á kr. 7.680,- buxur í stíl á kr. 2.990,- stakar skálastærðir D,DD,E,F,FF,G,GG ýmsar tegundir kr. 4.990,- Systurnar Hanna Margrét og Unnur Dóra Einarsdætur eru hönnuðir að sérstökum og fallegum gjafapappír sem unninn er úr gömlum landa- kortum. Á pappírnum er að finna aldargömul herforingjaráðskort af Íslandi í mælikvarðanum 1:50.000 og því einblínt á minni svæði. Héraðsskjalasafn Akraness hefur sett upp sýningu á jóla- kortum úr einkasafni Jóhönnu J. Þorgeirs- dóttur (1930-2006) frá Litla-Bakka á Akra- nesi. Kortin eru öll frá fyrri hluta síðustu aldar, mörg hver hátt í hundrað ára gömul. Heimild: www. skessuhorn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.