Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 20
 13. desember 2010 MÁNUDAGUR20 Tvær skáldkonur frá Akra- nesi kynna nýjar bækur sínar á bókasafni Akraness í kvöld klukkan 20. Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur kynnir ljóða- bók sína Brúður sem er sér- kennileg og heillandi bók um brúðkaup. Steinunn Jóhannesdóttir kynnir bók sína Heiman- fylgju: skáldsögu um upp- vöxt Hallgríms Pétursson- ar byggða á heimildum um ættfólk hans og samtíð. Steinunn hefur rannsakað líf og skáldskap Hallgríms um árabil. Áður hefur Stein- unn skrifað um ævintýra- legt lífshlaup eiginkonu Hallgríms í metsölubókinni Reisubók Guðríðar Símon- arsdóttur. Félagar úr Kammer- kór Akraness munu syngja lög við ljóð Hallgríms undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar. Hansína Hlín Eiríksdóttir í 6.K í Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði sigraði á dögun- um í teiknisamkeppni sem haldin var í tilefni af Norræna loftslagsdeginum hinn 11. nóvember. Efnt var til teiknisamkeppni meðal 5-12 ára nemenda á Norðurlöndunum og tóku alls 300 skólar þátt. Veitt voru peningaverðlaun og fékk einn skóli í hverju landi 1.000 danskar krónur. Þó fékk aðeins einn skóli á Norðurlöndun- um aðalverðlaun fyrir bestu myndina, 5.000 danskar krónur. Þær myndir sem komu til greina voru settar í pott og dregið úr. Mynd Hansínu Hlínar Eiríks- dóttur í 6.K varð fyrir valinu. Nemend- ur 6.K hafa ákveðið að nota verðlaunin til að greiða niður ferð í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði næsta haust. Norræni loftslagsdagurinn er sam- eiginlegt verkefni allra norrænu menntamálaráðherranna. Hann gengur út á að efla samstarf kennara og nem- enda á Norðurlöndunum og kennslu um loftslagsmál. Nemendur fengu meðal annars fyrirlestur um hvaða áhrif hnattræn hlýnun hefur haft á Íslandi auk þess sem rætt var um hvaða þætt- ir valda gróðurhúsaáhrifum og eyðingu ósonlagsins. timamot@frettabladid.is LJÓÐSKÁLD Sigurbjörg Þrastar- dóttir kynnir ljóðabók sína Brúð- ur á Bókasafni Akraness í kvöld. Skáldkonur af Skaganum Fjallabræður bjóða til tón- listarveislu í Austurbæ klukkan 20 í kvöld ásamt góðum gestum. Meðal gesta eru hljóm- sveitin Munaðarleysingj- arnir, barnakór Fjalla- bræðra, Sverrir Bergmann og Magnús Þór Sigmunds- son. Karlakórinn Fjallabræður, sem telur um fimmtíu karla, kemur fram ásamt hljómsveit sinni og flytur lög af plötunni Fjallabræður sem kom út fyrir síðustu jól auk þess að flytja bæði ný og gömul lög. Munaðarleysingjarnir eru að megninu til hljóð- færaleikarar hljómsveitar Fjallabræðra sem studdir eru af fleiri tónlistarmönn- um sem slást í hópinn. Barnakór Fjallabræðra er nýstofnaður og saman- stendur af börnum á aldr- inum fimm til fjórtán ára. Tónleikar þessir eru fyrstu tónleikar krakkana og munu börnin bæði syngja ein með hljómsveit Fjallabræðra ásamt því að syngja með Fjallabræðrum. - fsb Fjallabræður og vinir í Austurbæ FJALLABRÆÐUR Halda tónleika í Austurbæ í kvöld. HANNES HAFSTEIN skáld og ráðherra (1861-1922) lést þennan dag. „En hitt viljum við koma í veg fyrir, að kona, sem sækir um embætti og bæði andans og líkamans burðum er hæfari en mótkandidatinn, sé útilokuð af þeirri ástæðu einni, að hún er kona.“ 1937 Japanski herinn hertekur Nanjing í Kína. 1947 Breski togarinn Dhoon strandar undir Látra- bjargi og er tólf mönn- um bjargað við mjög erfiðar aðstæður. 1981 Wojciech Jaruzelski lýsir yfir herlögum í Póllandi. 1992 Vígt er nýtt orgel í Hall- grímskirkju í Reykjavík. Það er stærsta hljóðfæri Íslands og vegur um 25 tonn. Smíði þess kostar um 100 milljónir króna. 1996 Fyrsta skóflustunga er tekin að Grafarvogslaug. 2006 Þrír ítalskir verkamenn slasast við gerð Kára- hnjúkavirkjunar þegar tvær járnbrautarlestar skella saman. Fyrir fjórum árum var átaki til efl- ingar þjónustu við geðfatlað fólk ýtt úr vör sem fékk síðar yfirskriftina Straumhvörf. Umtalsverðum fjár- munum, hluta ágóðans af sölu íslenska ríkis ins á Símanum, var varið í verk- efnið en helsta markmiðið var að koma um 160 geðfötluðum einstakl- ingum, sem dvalist höfðu á stofnun- um, hjá ættingjum eða annars staðar en á eigin heimili, út í samfélagið og í sjálfstæða búsetu. Átakinu er form- lega lokið og síðastliðinn föstudag var árangurinn af verkefninu kynntur. Jóna Rut Guðmundsdóttir, verkefnis- stjóri í málefnum fatlaðra á Velferðar- sviði Reykjavíkurborgar, hefur hald- ið utan um uppbyggingu þjónustu við geðfatlaða. „Hugmyndafræðin sem mótuð var hjá Straumhvörfum í samvinnu við ýmis hagsmunasamtök geðfatlaðra er sú að færa þjónustu við fólk með geðraskanir eftir því sem kostur er út í samfélagið frá hefðbundnum sjúkra- stofnunum og efla sjálfstæði þeirra og rjúfa einangrun. Þeir einstakling- ar eru 160 talsins á öllu landinu, þar af 84 hjá Reykjavíkurborg. Verkefn- ið tengist líka yfirfærslu í málefnum fatlaðra yfir til sveitarfélaga og borg- in hefur nú þegar tekið við málefnum geðfatlaðra sem annars hefðu komið yfir í janúar,“ segir Jóna Rut. Áður en verkefnið Straumhvörf kom til framkvæmda bjuggu geðfatl- aðir einstaklingar að sögn Jónu Rutar ýmist á sambýlum og stofnunum og voru þeir einstaklingar því að komast í eigin íbúðir í fyrsta skipti og fá sér- tæka þjónustu. „Valdeflingin var lítil og miklu heldur forræðishyggja, það segir sig sjálft þegar einstaklingar búa inni á stofnun þar sem eldað er og þvegið fyrir fólk og ekki spurt hvað viðkom- andi finnist eða langi. Hugmyndafræð- in sem notuð er í dag er unnin í sam- vinnu við notendur, aðstandendur og aðra. Reykjavíkurborg leiddi saman hagsmunafélög svo sem Öryrkjabanda- lagið, Geðhjálp, Hugarafl, Geðsvið Landspítalans og fleiri, kom af stað ellefu stafshópum sem tóku að sér að þróa þjónustuna þannig að í dag skína allt önnur viðhorf í gegn. Einstakling- arnir ákveða í auknum mæli sín eigin markmið, eru ekki lengur bara sjúk- lingar heldur „notendur“.“ Þessi breytta þjónusta hefur á tveim- ur árum aukið samfélagsvirkni not- endahópsins. Virknin, sem mælist í því að viðkomandi taki þátt að ein- hverju leiti í samfélaginu, námi, starfi, eða öðru, var þrjátíu prósent árið 2008. „Sem þýðir að sjötíu prósent sátu heima allan sólarhringinn og voru ekki virkir í neinu. Nú tveimur árum síðar hefur samfélagsleg virkni þessa hóps farið úr 30 prósentum í 60 prósent. Við telj- um það stafa af stórum hluta af því að í dag er hlustað á þarfir þessa fólks, það er sjálft með í ráðum.“ Verkefninu er lokið með því að „símapeningarnir“ eru formlega komn- ir í notkun. Stór hluti þeirra sem áttu ekki eigið heimili er kominn í íbúðir, með sértæka þjónustu. „Fólk tekur þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Sam- félagið þarf líka að vera opið og taka geðfötluðum opnum örmum. Fordóm- ar eru til staðar og það þarf að vinna á þeim,“ segir Jóna Rut. „Framhaldið er frekari endurbætur í þessum málum.“ juliam@frettabladid.is ÁTAKIÐ STRAUMHVÖRF: HJÁLPAÐI FJÖLDA GEÐFATLAÐRA ÚT Í SAMFÉLAGIÐ Ný viðhorf hafa rutt sér til rúms EKKI BARA SJÚKLINGAR „Í dag eru allt önnur viðhorf sem skína í gegn. Einstaklingarnir ákveða í auknum mæli sín eigin markmið, eru ekki leng- ur bara sjúklingur heldur „notendur“,“ segir Jóna Rut Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri í málefnum fatlaðra á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN Sigraði í teiknisamkeppni SIGURVEGARI Mynd Hansínu var valin best í teiknisamkeppni sem haldin var í tilefni af Norræna loftslagsdeginum. Þegar bandamenn, með Bandaríkjastjórn og Breta fremsta í flokki, réðust inn í Írak var það að sögn vegna gruns um að stjórnvöld væru að smíða gjöreyðingarvopn. Þegar kom í ljós að slík vopn voru ekki fyrir hendi var allt kapp lagt á að að handsama einræðisherrann Saddam Hussein. Og það tókst hinn 13. desember 2003. Daginn eftir tilkynnti Paul Bremer, yfirmaður heraflans í Írak, með miklum tilþrifum að Saddam Hussein hefði verið tekinn höndum. Hans hafði þá verið leitað frá því í apríl 2003. Handtakan vakti eðlilega mikla athygli og margir fögnuðu. Aðrir höfðu hins vegar mikið við aðferð- ir Bandaríkjamanna að athuga og þá sérstaklega meðferðina á Hussein þegar hann var leiddur til yfirheyrslu, þá fúlskeggjaður. Engu minni athygli fengu myndir sem birtar voru í breska blaðinu The Sun. Saddam var síðan leiddur fyrir dóm og dæmdur til dauða. Hann var hengdur hinn 30. desember 2006. Heimild: Wikipedia ÞETTA GERÐIST: 13. DESEMBER 2003 Saddam Hussein handsamaður MOSAIK Merkisatburðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.