Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 10
10 13. desember 2010 MÁNUDAGUR lok síðustu viku ekki fengið ein- tak af skýrslu Lynx um starfsemi gamla bankans. Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis, óskaði á föstudag eftir því við embætti sérstaks saksóknara að fá ein- tak, sem barst henni sam dægurs í hendur. Eins og áður sagði eru á meðal gagna vinnugögn PwC sem notuð voru við áritun árshluta- og árs- reikninga bankanna. Slitastjórn- ir bankanna hafa óskað eftir þeim gögnum hjá PwC og embætti sér- staks saksóknara en ekki fengið. Steinunn gat á föstudag ekki sagt til um það hvort og þá hvernig slitastjórnin muni bregðast við eftir lestur skýrslunnar. „Við munum fara yfir skýrsl- una. Við höfum verið með okkar eigin rannsókn á bókhaldi Glitnis. Ef eitthvað hefur vantað upp á hjá okkur munum við bregðast við því. Þangað til get ég ekki tjáð mig um hana,“ segir hún. Glitnir og Landsbankinn voru komnir að fótum fram um áramótin 2007 og hefði þá átt að taka bankaleyfið af þeim. Í stað þess að stíga á bremsurnar gáfu þeir í. Eftirlitsaðilar brugðust skyldum sínum og lokuðu augunum fyrir bókhalds- brellum þeirra. Endurskoðendur Glitnis og gamla Landsbankans eru harðlega gagn- rýndir í tveimur skýrslum norskra og franska sérfræðinga um starf- semi bankanna á árunum 2006 og fram að falli þeirra í október 2008. Endurskoðendafyrirtækið Price- waterhouseCoopers (PwC) sá um ytri endurskoðun bankanna. Hefði fyrirtækið staðið sig hefði komið í ljós að eiginfjárhlutföll beggja banka voru komin undir lög- bundið lágmark Fjármálaeftirlits- ins fyrir áramótin 2007 og hefði átt að svipta þá báða bankaleyfi. Þess í stað virðist augunum hafa verið lokað fyrir erfiðleikum og gefið í. Kippur í dauðateygjum Lesa má úr skýrslunum báðum að á sama tíma og bankarnir færð- ust nær endamörkum vegna skorts á lausafé mokuðu helstu eigendur þeirra fé úr sjóðum bankanna. Í raun er tekið fram í skýrslunni um Glitni að eftir mitt ár 2008 virðist sem lánveitingar til aðila tengdra eigendahópi bankanna hafi tekið við af eðlilegri bankastarfsemi. Í lok árs 2007 námu lánveiting- ar Landsbankans til Eimskips og Icelandic Group samtals 87 millj- örðum króna. Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, átti félögin að mestu. Þá eru ótalin lán til Actavis, félags sem sonur hans og annar af tveimur aðaleigendum bankans átti að mestu. Árið 2008, sama ár og með réttu hefði átt að vera búið að svipta Glitni bankaleyfi, námu útlán bankans 336 milljörðum króna. Þar af runnu 284 milljarðar króna til tengdra aðila á borð við FL Group, Fons, Baug og tengd félög. FL Group var á sama tíma stærsti eigandi Glitnis og Baugur helsti eig- andi FL Group. Aðeins í september námu lán til þeirra 85 milljörðum króna. Hausnum stungið í sandinn Norska fyrirtækið Cofisys vann skýrsluna um Glitni og franska fyrirtækið Lynx Advokatfirma vann skýrsluna um Landsbankann. Báðar skýrslurnar voru unnar að tilstuðlan Evu Joly fyrir embætti sérstaks saksóknara. Skýrslurnar byggja á vinnugögn- um sem hald var lagt á í húsakynn- um endurskoðendafyrirtækis ins PricewaterhouseCoopers (PwC) í október í fyrra auk lánabóka beggja banka frá 31. desember 2002. Skýrsluhöfundar hjá Lynx taka það þó reyndar fram að þeir hafi aðeins haft brot úr rannsóknar- skýrslu Alþingis til hliðsjónar. PwC var endurskoðandi reikninga beggja banka. Húsleit var sömuleiðis gerð hjá KPMG, sem endurskoðaði reikn- inga Kaupþings. Ekki er því útilok- að að sambærileg skýrsla komi út um starfsemi Kaupþings. Í báðum skýrslum er skýrt tekið Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755Skelflettur Humar Humar Súr harðfiskur Ekta hvalur, vel súr og góður. 2000 kr.kg Að vestan hvalur Óbarinn Minnum á teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins fyrir 4. bekkinga Hægt er að skila inn myndum fram að jólafríi til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.ms.is Mjólk er góð! ÁRSSKÝRSLAN HLAUT VERÐLAUN Þrátt fyrir að erlendir sérfræðingar telji nú margt gagnrýnivert við ársskýrslur Landsbankans nokkru fyrir hrun var annað hljóð í strokknum innanlands. Um miðjan september 2008 afhenti Björgvin G. Sigurðsson, þá við- skiptaráðherra, glaðbeittum Sigurjóni Þ. Árnasyni, öðrum af tveimur bankastjórum Landsbankans, viðurkenningu fyrir ársskýrslu ársins að mati Stjórnvísi. Tæpum mánuði síðar tók skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins lyklavöldin af Sigurjóni í bankanum. „Gögn endurskoðenda er ekki einfalt að skoða og þau gögn sem sérstakur saksóknari fékk frá PwC eru að mestu á rafrænu formi en að hluta á pappír. Okkur finnst að áður en dómur verði felldur yfir störfum starfsfólks PwC sé nauð- synlegt að útskýringar þeirra á eigin vinnugögnum komi fram,” segir Reynir Vignir, framkvæmdastjóri PwC á Íslandi. Hann leggur áherslu á að vegna trúnaðar sé ekki hægt að birta útskýringarnar á hvaða vettvangi sem er og væntir þess að við rannsókn sérstaks saksóknara verði kallað eftir útskýringum og upplýsingum frá starfsfólki PwC sem kom að endurskoðun bankanna. Enginn starfsmaður hafi verið kallaður til skýrslutöku og ekki leitað eftir sjónarmiðum þeirra við rannsóknina. Reynir fékk skýrslurnar afhentar á fimmtudag í síðustu viku og hefur haft knappan tíma til að skoða þær. „Skýrsl- urnar eru talsvert umfangsmiklar. Við þurfum að skoða þær nákvæmlega áður en við ákveðum á hvaða vettvangi við getum svarað þeim. Í fljótu bragði sjáum við í skýrslunum báðum að skýrsluhöfundar setja fram mikið af fyrirvörum og benda á það í sérstökum köflum að þeir höfðu takmark að aðgengi að gögnum og að þeir skoðuðu ekki öll gögn, meðal annars ekki frumgögn úr bönkunum sjálfum. Jafnframt virðist okkur ljóst að tilvísanir til viðeigandi reglna um reikningsskil og endurskoðun séu veikar en frekar byggt á eftiráskoðun skýrsluhöfunda og jafnvel tilfinningum,“ segir hann. Reynir, af skýrslunum að dæma brást PwC skyldum sínum. Hvað finnst þér? „Vinnu endurskoðenda verður að skoða miðað við þær aðstæður sem uppi voru þegar vinnan fór fram, en ekki með eftiráskoðun miðað við gjörbreyttar aðstæður. Við teljum að endurskoðendur félagsins hafi staðið vel að endurskoðun bankanna á sínum tíma og við munum sýna fram á það. Skýrslurnar eru ekki hinn endanlegi sannleikur um störf endurskoðenda.“ Segir vinnugögn PwC flókin yfirferðar ■ Í maí á þessu ári stefndi slitastjórn Glitnis þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi forstjóra Baugs og stjórnarformanni FL Group, Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Þorsteini Jónssyni, Jóni Sigurðssyni, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og Ingibjörgu S. Pálmadóttur, sem öll tengjast Glitni og FL Group í tengslum við skuldabréfaútgáfu Glitnis í New York í Bandaríkjunum í september 2007. Slitastjórnin krefst 240 milljarða króna í skaðabætur. Í stefnu slitastjórnarinnar segir að Jón Ásgeir og aðrir hinna stefndu hafi notað yfirráð sín yfir bankanum til að veita gríðarhá lán til fyrirtækja sem þeir réðu yfir og fjármagnað ýmiss konar viðskipti við þau. ■ Glitnir höfðaði jafnframt mál á hendur PwC fyrir að greiða fyrir og taka þátt í að dylja þau viðskipti sem hinir stefndu komu í kring og leiddi til falls bankans. PwC gerði úttektir og gáfu yfirlýsingar sem fjárfestar treystu á þegar skuldabréfin voru boðin út. ■ Í desember á þessu ári krafði slitastjórn Landsbankans Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, hvorn um sig um samtals 37 milljarða króna í skaðabætur vegna nokkurra mála og meinta vanrækslu í tengslum við lánveitingar, svo sem til félags tengdu Björgólfi Guðmundssyni. Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður fyrir- tækjasviðs, var sömuleiðis krafin um átján milljarða. ■ Slitastjórn og skilanefnd Landsbankans tilkynnti jafnframt stjórnendum PwC um ætlaða bótaskyldu vegna vanrækslu við endurskoðun á reikningsskilum bankans vegna ársins 2007 og vegna áritunar árshlutareikninga 2008. Ekkert hefur verið gefið upp um ætlaðar bætur. Þetta hafa slitastjórnirnar gert FRÉTTASKÝRING: Brugðust endurskoðendur Glitnis og Landsbankans skyldu sinni? Jón Aðalsteinn Bergsveinsson jab@frettabladid.is Endurskoðendur bankanna flengdir fram að endurskoðendur hafi átt að sjá gloppur í bókhaldinu frá árinu 2006 og fram að hruni. Þeir hefðu átt að gera sér grein fyrir því að stjórnendur bankanna ofmátu eignir hvert einasta ár, sprenging varð í veitingu lána til tengdra aðila fram að hruni – í nokkrum tilvikum tryggð með lélegum veðum, stund- um engum. Þá virðist sem augunum hafi verið lokað fyrir öðrum undar- legum gjörningum, svo sem óeðli- legum fjölda kúlulána til eigenda bankanna, stjórnenda og einstakl- inga tengdra þeim. Slík lán tíðkast alla jafna ekki í öðrum löndum þar sem þau þykja afar áhættusöm, líkt og bent er á í skýrslunni um Glitni. Til að bæta gráu ofan á svart láðist endurskoðendum að gera athuga- semdir við umsvifamikil viðskipti Glitnis og Landsbankans. Endurskoðendur virðist hafa stuðst nær eingöngu við þau gögn sem bankarnir sendu þeim í tengsl- um við endurskoðun reikninga og ekki kallað eftir skýringum og frekari gögnum líkt og þeim bar skylda til. Skýrsluhöfundar segja trassa- skap endurskoðenda og vanhöld á skilvirku eftirliti og athugasemd- um við ársreikninga hafa valdið því að bankarnir héldu lífi mun lengur en þeir hafi með réttu átt að gera. Í skýrslu Cofisys um Glitni er bent á að eiginfjárhlutfall bankans hafi verið 4,5 prósent í lok árs 2007. Það er tvöfalt lægra en Fjármálaeftir- litið gerir kröfu um og var bank- inn því með réttu andvana löngu áður en hann féll í faðm ríkisins í október 2008. Það sama á við um Landsbankann. Vill klára að lesa skýrsluna Eftir því sem næst verður komist hafði slitastjórn Landsbankans í FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.