Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 12
12 13. desember 2010 MÁNUDAGUR Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Heimilistæki, ljós og símar í miklu úrvali. Fleiri girnileg jólatilboð. Líttu inn og gerðu góð kaup. Kaffivél TC 60201 Fyrir 10 stóra og 15 litla bolla. 1100 W. Jólaverð: 7.900 kr. stgr. Gigaset AS180 Langur taltími, mikil hljómgæði. Jólaverð: 5.900 kr. stgr. Samlokugrill ST710 Fyrir tvær samlokur. 700 W. Jólaverð: 6.700 kr. stgr. Beja borðlampar Þrír litir fáanlegir. Jólaverð: 3.900 kr. stgr. Ryksuga VS59E20 Létt og lipur. 2200 W. Jólaverð: 21.900 kr. stgr. 1 2 3 4 5 6 7 Uppþvottavél SN45M203SK Með fimm kerfum. Mjög hljóðlát og vinnusöm. Jólaverð: 139.900 kr. stgr. Þvottavél WM 12Q460DN Tekur mest 7 kg, 1200 sn./mín. Jólaverð: 129.900 kr. stgr. 1 2 3 6 7 5 4 fyrir Formaður borgarráðs telur umræðu um gjaldskrárhækkanir villandi og að borgin reki skýra fjölskyldustefnu: Greiða jafnan lægri gjöld en nágrannarnir REYKJAVÍK Þrátt fyrir fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá Reykjavíkur- borgar segja fulltrúar meirihlut- ans að borgarbúar greiði jafnan mun lægri skatta og gjöld en gengur og gerist í nágrannasveitar- félögunum. Í tölum frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar eru ýmsar álögur og gjöld í fjárhags- áætluninni borin saman við helstu nágrannasveitarfélög. Lóðarleiga og vistun á frí- stundaheimili eru til dæmis lægst í Reykjavík, og systkinaafsláttur á leikskóla er mun lægri en í öðrum bæjum sem úttektin tekur til. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir þessar tölur tala sínu máli og þar birtist skýr fjölskyldustefna, þótt auðvitað sé aldrei gleðiefni að hækka gjöld. „Umræðan um gjaldskrárhækkan- irnar hefur verið villandi þar sem mörgum hefur sýnst að um gríðar- lega hækkun sé að ræða, en svo er ekki.“ Dagur segir hækkanirnar ekki halda í við verðlagsþróun þar sem gjöldin hafa staðið óbreytt síðustu tvö og hálft ár. „Svo eiga sum hinna sveitar- félaganna eftir að kynna áætlanir sínar fyrir næsta ár og ég er ekki viss um að þau treysti sér til að fara eins hóflega leið og við.“ - þj SAMFÉLAGSMÁL „Þau eru auðvitað þreytt og lúin eftir langt átaka- ferðalag. Þau flugu frá Ekvador til Amsterdam og þaðan til Íslands og það tekur sinn tíma. En það er mjög ánægjulegt að við séum aftur farin að taka á móti flóttafólki,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðing- ur í félags- og tryggingamálaráðu- neytinu. Linda var meðal þeirra sem tóku á móti sex kólumbískum flótta- mönnum sem komu hingað í boði íslenskra stjórnvalda á föstudag. Um er að ræða tvær fjölskyldur; konu á fimmtugsaldri og ungan son hennar og aðra konu um þrítugt með þrjú börn, þar af nokkurra mán- aða gamla dótt- ur. Fólkið flýr ofbeldi, stríðs- átök og ofsóknir í heimalandi sínu. Flóttamanna- stofnun Samein- uðu þjóðanna fór fram á það við íslensk stjórn- völd að fólkinu yrði veitt hér hæli. Rauði krossinn og Reykjavíkur- borg sjá um móttöku fólksins. Borg- in útvegar fjölskyldunum húsnæði, félagslega ráðgjöf, íslenskunám og samfélagsfræðslu. Börnin sækja leik- og grunnskóla í borginni og fá þar sérstakan stuðning, meðal annars með móðurmálskennslu. Þá útvegar Rauði krossinn húsgögn og annað nauðsynlegt innbú. Frá árinu 1996 hafa íslensk stjórn- völd tekið á móti 312 flóttamönnum í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Rauða kross- inn og sveitarfélög í landinu. Síðari árin hafa slíkir hópar flóttamanna sest hér að árlega en móttaka féll niður í fyrra vegna ástandsins í efnahagsmálum. - kg Tvær kólumbískar fjölskyldur komu hingað til lands á föstudag: Aftur tekið á móti flóttafólki LINDA RÓS ALFREÐSDÓTTIR Gjaldskrár á höfuðborgarsvæðinu Bæjarfélag Ár Útsvar Fasteigna- skattur Lóðarleiga 8 tímar á leikskóla Systkinaafslátt- ur á leikskóla Skólamatur grunnskóla Vika á frístunda- heimili Reykjavík 2011 13,20% 0,225% 0,165% 21.760 75% 5.500 10.038 Kópavogur 2010 13,28% 0,280% 21.454 30% 6.400 11.025 Hafnarfjörður 2010 13,28% 0,240% 0,270% 25.190 30% 5.440 12.720 Garðabær 2010 12,46% 0,220% 0,300% 29.970 50% 8.560 14.960 Álftanes 2010 14,61% 0,400% 0,320% 29.674 30% 5.400 17.040 Seltjarnarnes 2010 12,10%* 0,180% 0,350% 31.479 50% 7.100 16.478 Mosfellsbær 2010 13,19%* 0,220% 0,300% 26.396 50% 5.000 13.800 Reykjanesbær 2010 13,28% 0,268% 1,500% 26.095 50% 4.840 14.400 * Útsvarsprósenta í Mosfellsbæ verður 13,28% á næsta ári og 12,98% á Seltjarnarnesi. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar bar saman einstök útgjöld í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar við helstu nágrannasveitarfélög. LÖGREGLUMÁL Fíkniefnabrotum hefur fækkað á Vestfjörðum undanfarin þrjú ár. Á síðasta ári fækkaði þeim úr um fimm- tíu niður í níu samkvæmt árs- skýrslu Ríkislögreglustjóra um afbrotatölfræði ársins 2009. Þetta kemur fram á vef Bæjar- ins besta. Þá lækkaði tíðni eignaspjalla töluvert á Vestfjörðum milli ára en þau voru 53 talsins í fyrra. Í skýrslu kemur fram að umferðar- lagabrot á hverja 10.000 íbúa voru flest á Vestfjörðum og Vesturlandi. eða 5.197. Þar af voru 617 á Vestfjörðum, sem er fjórðungur umferðarlagabrota sem framin voru á árinu, að því er segir á BB. - kh Lögreglumál á Vestfjörðum: Langflest um- ferðarlagabrot á Vestfjörðum VONSKUVEÐUR Mánaðalöngu þurrka- tímabili í Mið-Austurlöndum lauk á laugardag, þegar sand- og snjóstormar ollu mikilli eyðileggingu á svæðinu, meðal annars dauða rússnesks ferða- langs í Ísrael. Maðurinn á myndinni keyrði um á vélhjóli í ofviðri á Gaza- svæðinu. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Töluvert var um ölvunarakstur á höfuðborgar- svæðinu helgina sem leið og voru um tuttugu manns handteknir vegna þessa. Þar af voru fimm einnig undir áhrifum fíkniefna. Tvö umferðaróhöpp urðu af völd- um ökumanna sem óku undir áhrifum. Þá var tilkynnt um eitt innbrot á laugardag og fjögur aðfaranótt sunnudags. Einn gisti fanga- geymslur aðfaranótt sunnudags og er langt síðan svo fáir hafa þurft að dúsa þar yfir nótt. Tuttugu óku undir áhrifum: Töluvert um ölvunarakstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.