Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 54
38 13. desember 2010 MÁNUDAGUR SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Mér líst vel á þessa þætti og fólkið í kring- um þá. Ég var að fá handritið í hendurnar og er því ekki búinn að kynna mér persónuna í þaula,“ segir Guðmundur Ingi Þorvalds- son. Hann hefur verið ráðinn í hlutverk útrásarvíkings en sá mun leika stóra rullu í sjónvarpsþáttunum Makalaus sem byggð- ir eru á samnefndri bók Þorbjargar Marin- ósdóttur, Tobbu Marinós. Bókin naut feyki- legra vinsælda á þessu ári og fjallar um sýn einhleyprar ungrar stúlku í Reykjavík og þeim ævintýrum sem hún lendir í. Guðmundur segir það ekki verða erfitt að finna fyrirmyndir fyrir útrásarvíking, af nægu sé að taka hvað varðar umfjöllun um lífsstíl þeirra og persónuleika. Eins kald- hæðnislega og það kann að hljóma verður Guðmundur örugglega síðasti útrásarvíking- urinn í höfuðborginni því hinir eru langflestir búnir að flytja lögheimili sitt til Lúxemborgar eða Spánar og sjást eingöngu í mýflugumynd þegar þeir læðast meðfram veggjum höfuð- borgarinnar. „Það er nóg af góðum fyrir- myndum fyrir þetta hlutverk,“ segir Guð- mundur og hlær. Leikarinn verður áberandi á næsta sjón- varpsári því hann leikur Trausta Löve, frétta- stjóra Einars blaðamanns í Tíma nornarinn- ar en hún verður sýnd á RÚV. Þá er hann æfa Fjalla-Eyvind í Norðurpólnum og leikur ráð- herrann strípiglaða í Hlemmavídeó. Að sögn Guðmundar er stefnt á að tökur hefjist hinn 10. janúar en þættirnir verða sýndir á Skjá einum. - fgg Leikur þokkafullan útrásarvíking „Þetta kom rosalega á óvart og ég er eiginlega ennþá í sjokki,“ segir hin þrettán ára gamla Arney Ingi- björg Sigurbjörnsdóttir. Hún sigr- aði í söngkeppninni Röddinni en þættir með keppninni hafa verið sýndir á Stöð 2 að undanförnu. Hátt í níu hundruð keppendur á aldrinum 12 til 16 ára skráðu sig til leiks og því var leiðin að sigr- inum bæði löng og ströng. Arney segir frábært fyrir sig að vinna jafn stóra keppni og Röddin sé. „Ég hélt pottþétt að ég myndi ekki vinna en mér leið æðislega þegar Sveppi tilkynnti hver væri sigur- vegarinn.“ Arney segist hafa sungið lengi en hún steig fyrst á svið þegar hún var fimm ára gömul og söng á 17. júní skemmtun í Grindavík. Hún mundi þó ekki hvaða lag varð fyrir valinu þá en hún vann Röddina með Christinu Aguilera slagaranum You Lost Me sem verður gefinn út á safndiskinum Pottþétt 54. Arney segist alltaf hafa dreymt um að vera söngkona og það eru annasam- ir dagar framundan hjá henni; hún söng í Kringlunni og Smáralind- inni um helgina og mun troða upp í verslunarmiðstöðvunum tveim á næstunni. Það er ekki mikið vandamál að fá það upp úr Arneyju hverjar hennar fyrirmyndir séu. Celine Dion og Christina Aguilera eru þar ofarlega á blaði. „Og svo Jóhanna Guðrún, hún er alveg pottþétt.“ -fgg GLÆSILEGUR FULLTRÚI Arney Inga vann Rödd- ina og mun syngja í bæði Kringlunni og Smáralind í hátíðar- ösinni. Í VÍKINGAHAM Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikur þokkafullan útrásarvíking í sjónvarpsseríunni Makalaus. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR „Viðskiptavinum okkar finnst mjög skemmtilegt að heimsækja bóndabýlið og fylgjast með hvern- ig dýrin eru ræktuð,“ segir bónda- konan Lisa Richards. Lisa Richards og Frank, eigin- maður hennar, reka Mack Hill bóndabýlið í New Hampshire ríki í Bandaríkjunum. Þau hafa sér- stakt dálæti á íslenskum búfénaði og eru með íslenska fjárhunda, íslenskt sauðfé og íslenskar hænur á býlinu. „Bara ef ég hefði efni á íslenskum hestum,“ segir Lisa, en hún sparar nú peninga til að komast til Íslands að sækja egg til að auka líffræðilega fjöl- breytni hænsnanna á býlinu. „Við búum á köldu svæði sem er ekki mjög hagsælt, en frek- ar stórt. Við vildum þess vegna sauðfé sem myndi þrífast við þær aðstæður,“ segir hún um upphaf- ið á íslensku búfénaðarinnrás- inni á bóndabýli þeirra hjóna. „Ég vildi líka geta mjólkað sauðféð vegna þess að ég elska kindaost. Við nýtum líka ullina, en það er góður markaður fyrir íslenska ull í Bandaríkjunum og hún er mjög verðmæt.“ Mack Hill bóndabýlið er sjálf- bært, en Lisa og Frank sérhæfa sig í ræktun á sjaldgæfari búfén- aði. Ásamt því að selja ull fram- leiða þau jógúrt og osta. Þá selja þau egg undan íslensku hænun- um og íslenskt lambakjöt, sem þau eru afar stolt af. „Lamba- kjötið er mjög verðmætt,“ segir Lisa. „Samkvæmt Whole Foods verslana keðjunni er kjötið það besta í heimi og við erum sam- mála. Það selst upp á hverju ári og við erum með biðlista.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum var íslenski fjár- hundurinn frumsýndur á einni stærstu og virtustu hundasýn- ingu Bandaríkjanna í nóvember. Lisa og Frank Richards rækta íslenska hunda undan tíkinni Dísu og hundinum Bjarka sem eru bæði hreinræktuð. „Þegar við vorum komin með sauðféð og kjúklingana var rökrétt að vera líka með fjárhunda,“ útskýrir Lisa Richards. „Dísa og Bjarki hjálpa til við að reka bóndabýlið með því að smala sauðfénu, svín- unum, kúnum og öllu öðru sem þarf að smala. Þetta eru æðis legir hundar.“ atlifannar@frettabladid.is LISA RICHARDS: BARA EF ÉG HEFÐI EFNI Á ÍSLENSKUM HESTUM Með íslenskan búfénað á bandarísku bóndabýli ÍSLAND Í BANDARÍKJUNUM Lisa Richards með íslenskt lamb og hvolpa sem eru undan íslensku fjárhundunum Dísu og Bjarka. „Rokk og tja tja tja á ÍNN er nýr þáttur um íslenska músík. Hann er skemmtilegur.“ Róbert Örn Hjálmtýsson, forsprakki hljómsveitarinnar Ég. TRÚIR ÞÚ Á GALDRA? Töframaðurinn er framhald Gullgerðarmannsins, önnur bókin um hinn ódauðlega Nicolas Flamel. Guðni Kolbeinsson þýddi. Frábæ r fantas ía fyri r unglin ga Snjóbrettajakki úr Firefly EVO-efni sem hrindir frá snjó og léttu regni. Límdir saumar og góðir öndunareiginleikar. Herrastærðir. Snjóbrettabuxur úr Firefly EVO-efni sem hrindir frá snjó og léttu regni. Límdir saumar og góðir öndunareiginleikar. Dömu- og herrastærðir. Arney Ingibjörg vann Röddina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.