Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 6
6 13. desember 2010 MÁNUDAGUR
Ætti að samþykkja nýja
Icesave-samkomulagið?
Já 44,1%
Nei 55,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Gefur þú bók eða bækur í
jólagjöf?
Segðu skoðun þína á vísir.is
DÓMSMÁL Tveir karlmenn voru í
gær sýknaðir af innflutningi á
tæplega fjórum kílóum af efninu
4-flúoróamfetamín á síðasta ári.
Efnið er náskylt amfetamíni
en þar sem það var ekki skráð
óheimilt á íslensku forráðasvæði
þegar því var smyglað inn var
burðardýrið sýknað. Smyglarinn
bar að hann hefði talið sig vera
að flytja inn eitt kíló af „lyktar-
lausu“ kókaíni.
Hinn maðurinn, sem ákærður
var fyrir skipulagningu smygls-
ins, var einnig sýknaður þar
sem vafi þótti leika á sekt hans.
Efnið er skráð ólöglegt í dag og
var það gert upptækt samkvæmt
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
- jss
Tveir fengu sýknudóm:
Fluttu inn efni
sem er náskylt
amfetamíni
KJÖRKASSINN
Gegn depurð
Modigen inniheldur Hypericum
perforatum L 300 mg samsvarandi
0,9 mg af hreinu hypericin.
Náttúrulyf gegn depurð, framtaks-
leysi og vægu þunglyndi.
Skammtar: Fullorðnir 1-2 hylki á dag.
Ekki ætlað börnum yngri en 12 ára nema í
samráði við lækni. Ráðfærðu þig við lækni eða
lyfjafræðing áður en þú tekur Modigen ef þú
ert barnshafandi eða með barn á brjósti.
Takið ekki með öðrum lyfjum nema í samráði
við lækni.
Lesið fylgiseðil vandlega áður en notkun hefst.
Markaðsleyfishafi: Jemo-pharm A/S
N
EY
2
4
11
0
1
SJÁVARÚTVEGUR Matvælastofnun, MAST, mun ekki
fela faggildum aðilum framkvæmd eftirlits með
sjávarútvegsfyrirtækjum frá og með 1. mars 2011.
Eftirlitið verður eftir þann tíma ríkisrekið. Þetta
gengur þvert á vilja Landssambands íslenskra
útvegsmanna, Samtaka fiskvinnslufyrirtækja og
Samtaka atvinnulífsins og gegn tilmælum sjávar-
útvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis.
Allt frá því að fyrsta matvælafrumvarpið var lagt
fram á Alþingi vorið 2008 hafa samtökin lagt til að
núverandi fyrirkomulag haldi sér. Í reglum ESB er
heimildarákvæði um að stjórnvöldum sé heimilt að
framselja framkvæmd eftirlitsins til faggilts aðila,
en ágreiningur hefur verið um túlkun reglna ESB
að þessu leyti.
„Það er álit okkar að í öllu falli hafi MAST verið
heimilt að gera samninga við skoðunarstofurnar
um að þær gegndu sínu hlutverki áfram í umboði
MAST. Sjónarmiðum okkar hefur ítrekað verið
komið á framfæri við meðferð málsins, bæði í með-
förum Alþingis og í samskiptum við stjórnsýsluna.
Ákvörðun MAST um [að] taka alfarið yfir eftirlitið
eru því ákveðin vonbrigði,“ segir Friðrik Friðriks-
son lögfræðingur á heimasíðu LÍÚ.
Árið 1998 var gerð krafa um faggildingu
skoðunar stofanna. Henni er ætlað að tryggja hlut-
leysi og hæfni skoðunaraðilans. - shá
Snúið frá núverandi fyrirkomulagi í eftirliti með sjávarútvegsfyrirtækjum:
Eftirlitið framvegis hjá ríkinu
VIÐ FLÆÐILÍNUNA Hverfa á frá fyrirkomulagi sem var komið á
1993 og endurskoðað 1998. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Spítalar sameinaðir
Landspítalinn og St. Jósefsspítali í
Hafnarfirði verða sameinaðir. Guð-
bjartur Hannesson heilbrigðisráðherra
hefur tilkynnt Birni Zoëga, forstjóra
spítalans, þetta með bréfi. Samein-
ingin á að taka gildi 1. febrúar 2010
og þegar hefur verið skipuð verkefnis-
stjórn yfir sameiningunni.
HEILBRIGÐISMÁL
STOKKHÓLMUR, AP Tvær sprengingar
urðu í miðborg Stokkhólms síð degis
á laugardag. Sú fyrri átti sér stað
við Drottningargötu þar sem bif-
reið sprakk og sú síðari varð nokkr-
um mínútum síðar við hliðargötu og
mun ódæðismaðurinn hafa sprengt
sjálfan sig upp með rörasprengju.
Fjöldi manns var í miðborginni á
þessum tíma og segja sjónarvottar
að líklega hafi maðurinn borið
sprengjuna um sig miðjan þar sem
hann var með mikið sár á magan-
um. Tvennt slasaðist í árásinni en
upplýsingar um líðan fólksins lágu
ekki fyrir í gærkvöld.
Stuttu áður en sprengingarnar
áttu sér stað barst lögreglu og fjöl-
miðlum tölvupóstur þar sem vera
sænskra hermanna í Afganistan
var fordæmd. Lögreglan rannsak-
ar nú póstinn, en höfundur hans er
sagður reiður út í veru sænskra
hermanna í Afganistan og illt umtal
um Múhameð spámann. Lögreglan
telur ekki ólíklegt að um hryðju-
verk hafi verið að ræða.
Núverandi viðbúnaðarstig hefur
ekki verið hækkað enn sem komið
er, en sænsk yfirvöld hækkuðu í
nóvember síðastliðnum viðbúnað-
arstig sitt vegna ótta við hryðju-
verkaárás. Ástæðan var sögð sú að
menn sem hafðir voru undir grun
um að undirbúa árás í Svíþjóð,
breyttu mynstri sínu og sáu yfir-
völd því ástæðu til þess að bregð-
ast við því.
Fredrik Reinfeldt, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, bað fólk um að
sýna stillingu og vera ekki of fljótt
til að draga ályktanir vegna atburð-
anna. „Þetta er óviðunandi vegna
þess að Svíþjóð er þjóðfélag þar
sem fólk með ólíkar skoðanir, bak-
grunn og trúarskoðanir getur búið
hlið við hlið í opnu samfélagi.“
sara@frettabladid.is
Tilræðismaðurinn
sprengdi sig í loft upp
Tvær sprengingar urðu í Stokkhólmi síðdegis á laugardag. Tvennt slasaðist í
sprengjuárásunum. Ódæðismaðurinn lést eftir að síðari sprengjan sprakk.
LÖGREGLUMENN Á VETTVANGI Mildi þykir að ekki fórr verr þegar tvær sprengjur sprungu í miðborg Stokkhólms á laugardag.
Fjöldi fólks var í bænum og segja sjónarvottar líklegast að árásarmaðurinn hafi borið sprengjuna innanklæða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Reykhaf í fjölbýlishafi
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu
var kallað að fjölbýlishúsi á Klepps-
vegi í gær vegna mikils reyks. Gleymst
hafði að slökkva á eldavélahellu í
einni íbúðinni.
Tveir bílar brunnu
Slökkviliðið var kallað út í gær vegna
tveggja bílabruna. Auk þess var mikið
að gera hjá sjúkraflutningamönn-
um, sem höfðu í gærkvöldi sinnt
25 útköllum um helgina en það er
töluvert fyrir ofan meðallag.
LÖGREGLUFRÉTTIR
HEILBRIGÐISMÁL Allar heilbrigðis-
stofnanir í ríkiseigu geta nú sent
rafræna umsókn um lyfjaskírteini
til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).
Fyrsta apótekið hefur verið
tengt SÍ rafrænt og er miðlað
þaðan réttindastöðu og lyfjaskír-
teinum. Áætlað er að apótek muni
tengjast kerfinu eitt af öðru og þau
verði öll tengd um miðjan janúar.
Lyfjaskírteini staðfesta aukna
greiðsluþátttöku SÍ og hafa
læknar til þessa sent umsóknir um
skírteini á pappír til SÍ fyrir ein-
staklinga. - sh
Skemmri bið eftir lyfjaskírteini:
Öll apótek
tengd í janúar
VIÐSKIPTI Toyota á Íslandi hefur selt
145 Landcruiser-jeppa af stærri
gerðinni frá áramótum. Ætla má
að heildarverðmæti bílanna nemi í
kringum 1,5 milljörðum króna.
„Það hefur verið ágæt sala á
stærri bílum hjá okkur á árinu,“
segir Páll Þorsteinsson, upplýs-
ingafulltrúi Toyota á Íslandi.
Landcruiser-bílarnir eru af
tveimur gerðum: Landcruiser
150, sem kom á markað fyrir ári
og kostar á bilinu 8,5 til 12 millj-
ónir króna, og Landcruiser 200
sem kostar upp undir 17,6 milljón-
ir króna. Flestir taka Landcruiser
150 sem kostar tæpar tíu milljón-
ir króna.
Toyota hefur selt 128 Land-
cruiser 150 frá áramótum og
sautján Landcruiser 200. Enginn
Landcruiser 150 er til hjá umboð-
inu og er þriggja mánaða bið eftir
nýjum bíl. Landcruiser 200
hefur tímabundið verið
tekinn af markaði.
Frumvarp
um breyt-
i nga r á
vörugjöld-
um liggur
nú á borði
efnahags- og skattanefndar og
gæti orðið að lögum frá Alþingi
fyrir áramót. Breytingin felur í
sér að vörugjöld á bíla miðast við
útblástur í stað vélastærðar. Það
þýðir að bíll sem er sparneytinn
ber lægri vörugjöld en annar sem
mengar meira.
Páll vill ekki segja
til um hvort frum-
varpið hafi áhrif á
bílakaup fólks en
útilokar ekki að
einhverjir hafi vilj-
að tryggja sér bíl
fyrir áramótin. - jab
Þriggja mánaða biðlisti eftir stærstu jeppunum hjá Toyota á Íslandi:
Roksala á Landcruiser-jeppum
LANDCRUISER