Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 8
8 13. desember 2010 MÁNUDAGUR VEISTU SVARIÐ? –einfalt og ódýrt TILBOÐ MÁNAÐARINS PANODIL HOT 926 KR. TILBOÐ GILDIR ÚT DESEMBER Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri • www.apotekid.is Gefðu Gjafakort Arion banka í jólagjöf. Gjafakort sem hægt er að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina og þiggjandinn velur gjöfina. Þú færð gjafakortið án endurgjalds í desember í öllum útibúum Arion banka. Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins. 1 Hver er höfundur bókarinnar Doris deyr? 2 Hver var formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar? 3 Í hvaða sæti hafnaði íslenska kvennaliðið í EM í handbolta? SVÖR 1. Kristín Eiríksdóttir 2. Lee C. Buchheit 3. 15. sæti. STJÓRNSÝSLA Ákvörðun tveggja ráð- herra um að fella niður 126 milljón króna skuld Menntaskólans Hrað- brautar við ríkið var ólögleg. Þetta er mat meirihluta menntamála- nefndar og fjárlaganefndar. Einn nefndarmanna vill kanna hvort ráðherrarnir hafi gerst brotleg- ir við lög um ráðherraábyrgð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Í svartri skýrslu Ríkisendur- skoðunnar á málefnum mennta- skólans Hraðbrautar, sem birt var í haust, kemur fram að skólinn fékk 192 milljónir ofgreiddar frá ríkinu en það skýrist af því að skólinn fékk greitt fyrir fleiri nemendur en teknir voru inn. Fram kemur í skýrslunni, sem náði til áranna 2003-2009, að árið 2007 hafi forsvarsmenn Hraðbrautar náð samkomulagi við menntamálaráðuneytið um að 126 milljón króna skuld skólans, sem þá hafði safnast upp, yrði felld niður. Endanleg ákvörðun um þetta var tekin af þáverandi menntamálaráð- herra annars vegar og fjármálaráð- herra hins vegar. Menntamálanefnd hefur undanfarið fjallað um málefni skólans og birtir skýrslu um málið í dag. Þar kemur fram það mat meiri- hluta nefndarinnar að ráðherrarn- ir hafi enga heimild haft til að fella niður þessa skuld. Ólafur Johnson, skólastjóri Hrað- brautar, dregur þá upphæð sem Ríkisendurskoðun segir að skólinn hafi fengið ofgreitt í efa í samtali við Vísi. Ríkisendurskoðun segir upphæðina 192 milljónir en Ólafur segir að hún sé nær 120 milljónum. Ástæðan fyrir misræminu sú að samkvæmt samningi við mennta- málaráðuneytið fær Hraðbraut fjármuni í samræmi við áætlanir um svokölluð nemendaígildi. Menntamála- og fjárlaganefndir um niðurfellda skuld Hraðbrautar: Segja ákvörðun tveggja ráðherra ólöglega SKÓLASTJÓRI HRAÐBRAUTAR Ólafur Johnson segir skólann hafa fengið ofgreitt í kringum 120 milljónir. HEILBRIGÐISMÁL Fjöldi þeirra sem leggjast inn á geðdeildir vegna lystarstols hefur tvöfaldast hér á landi á 26 árum. Eru það niður- stöður nýrrar rannsóknar: Lystar- stol 1983-2008: innlagnir, sjúk- dómsmynd og lifun, sem birt er í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Rannsóknin byggir á sjúkra- skrám þeirra sem lagðir voru inn á geðdeildir á Íslandi á tíma- bilinu 1. janúar 1983 til ársloka 2008, þar sem lokaúrtak var 84 einstaklingar, þar af 79 konur og 5 karlar. Meðalaldur sjúklinga var 18,7 ár og hafa tvær konur látist vegna sjúkdómsins á rannsóknar- tímabilinu, sem er lægra hlutfall en á Vesturlöndum. Rannsókninni var skipt niður í tvö tímabil, 1983 til 1995 og 1996 til 2008. Á fyrra tímabilinu voru nýjar innlagnir vegna lystarstols 1,43 á hverja 100.000 íbúa á ári, 11 til 46 ára. Á seinna tímabilinu fjölgaði tilfellum um meira en 100 prósent, en þá voru innlagnir 2,91 á hverja 100.000 íbúa. Guðlaug Þorsteinsdóttir, geð- læknir hjá göngudeild geðsviðs Landspítalans, segir að tilvikin séu þrátt fyrir allt mjög fá og alvarleg tilfelli af átröskunum og lystarstoli séu afar sjaldgæf. Aukningu nýrra tilfella megi rekja til aukins nýgengis innlagna hjá barna- og unglinga geðdeild Landspítalans. „Það er marktæk aukning síð- ustu tíu árin, en þetta eru svo fáir einstaklingar að það er erfitt að draga ályktanir,“ segir Guðlaug. „En upplýsingum um nýgengi til- fella á Íslandi utan stofnana er enn ábótavant.“ Meðallengd fyrstu innlagnar var 98 dagar á fullorðinsdeildum og 130 á unglingadeildum. Alls voru tíu einstaklingar vistaðir nauðugir. Rannsóknin sýndi fram á að algengt er að lystarstols sjúklingar skaði sjálfa sig eða reyni að fremja sjálfsvíg inni á geðdeildum. Á rannsóknartímabilinu var hlutfall þeirra sem lögðust inn oftar en einu sinni um fjörutíu prósent. Eftir að átröskunarteymi Land spítalans var komið á árið 2006 hefur legudögum lystarstols- sjúklinga fækkað og meðferðar- úrræði verið bætt. „Enn vantar þó viðeigandi eftir- meðferðarúrræði, meðferðar- heimili þar sem fólk getur verið í endurhæfingu, eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar,“ segir Guðlaug. sunna@frettabladid.is Tvöfalt fleiri greinast með lystarstol Fjöldi lystarstolssjúklinga hefur tvöfaldast frá árinu 1983. Aukninguna má rekja til aukins nýgengis á BUGL. Konur eru 93 prósent sjúklinga. Dánartíðni er lág og alvarleg tilfelli mjög sjaldgæf. ÁTRÖSKUN Innlögnum á geðdeildir vegna lystarstols hefur fjölgað á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.