Fréttablaðið - 13.12.2010, Side 35

Fréttablaðið - 13.12.2010, Side 35
„Skemmtileg saga er á bak við þessi kort sem sjást á gjafapapp- írnum,“ segir Hanna Margrét Einarsdóttir, annar hönnuður- inn að óvenjulegum og fallegum gjafapappír sem er nýkominn úr prentun. Hún og systir hennar, Unnur Dóra Einarsdóttir, gerðu pappírinn í sameiningu en fyr- irtæki þeirra kallast Blámi. Hanna Margrét er menntað- ur kennari og hefur stundað nám í mótun í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Unnur Dóra er tækniteiknari og hefur til að mynda hannað vörur Eplakinna. „Danska herfor- ingjaráðið lét gera þessi landakort og fóru Danir hér um á hestum og sváfu í tjöldum á milli þess sem þeir mældu landið upp og teiknuðu. Kortin sem við not- umst við eru Norðurárdalurinn frá 1913 og Heinabergsfjöll frá 1905,“ segir Unnur Dóra. Kortin er í mælikvarðanum 1:50.000 og því lítið svæði á hverju korti. „Við fengum Odda til að prenta kortin fyrir okkur á gjafaarkir, 70x100 cm. Þær eru stórar og fannst okkur miklu skipta að góð gæði væru í pappírnum og gott að pakka inn í hann. Gæðin eru mikil, auðvelt að losa lím af honum og pakka aftur inn í hann. Við völdum þessi kort vegna þess að litirn- ir og mynstrin í þeim eru svo fal- leg. Einnig er skemmtilegt v ið a rk i r n - ar að engir tveir pakkar verða eins því mynstrið er svo fjölbreytt á einni örk,“ segir Hanna Margrét. Fólk hefur staldrað við og byrj- að að skoða kortin og reynt að átta sig á því hvar á landinu það er statt. „Það er mjög skemmtilegt og gefur pappírnum meira vægi. Einnig vekur hann athygli á því að á Íslandi er alls staðar fallegt, það eina sem maður þarf að gera er að anda að sér ferska loftinu, horfa í kringum sig og njóta,“ segir Unnur Dóra. Pappírinn fæst í Minju á Skólavörðustíg, Epal, Kisunni, Sirku á Akureyri, Þjóð- minjasafninu, Norræna húsinu og í Iðnú sem selur upprunalegu kortin en Landmælingar Íslands gáfu leyfi til notkunar á þeim. juliam@frettabladid.is Aldargömul landakort á pappír Unnur Dóra og Hanna Margrét hrifust af litunum í herforingjaráðskortunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kortin mynda falleg mynstur og eru engir tveir pakkar eins. Sænska félagið á Íslandi stendur fyrir Lúsíuhátíð með tónleikum í Seltjarnarnes- kikju í kvöld klukkan 18.30. Félagið hefur frá stofnun árið 1954 haldið Lúsíuhátíð innan sinna raða en frá 1991 hafa verið haldnir tónleikar þar sem Lúsía fer fremst í flokki hvítklæddra meyja, jólasveina og piparkökukarla sem lýsa upp skammdegið. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur stakar skálastærðir D,DD,E,F,FF,G,GG ýmsar tegundir kr. 4.990,- TILBOÐ TILBOÐ Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur JÓLAGJÖFIN ÞÍN - DEKRAÐU VIÐ ÞIG teg. BETTY SUE push up í A,B,C,D skálum á kr. 7.680,- buxur í stíl á kr. 2.990,- teg. MAXIM push up í A,B,C,D skálum á kr. 7.680,- buxur í stíl á kr. 2.990,-- teg. CESARIA push up í A,B,C,D skálum á kr. 7.680,- buxur í stíl á kr. 2.990,- stakar skálastærðir D,DD,E,F,FF,G,GG ýmsar tegundir kr. 4.990,- Systurnar Hanna Margrét og Unnur Dóra Einarsdætur eru hönnuðir að sérstökum og fallegum gjafapappír sem unninn er úr gömlum landa- kortum. Á pappírnum er að finna aldargömul herforingjaráðskort af Íslandi í mælikvarðanum 1:50.000 og því einblínt á minni svæði. Héraðsskjalasafn Akraness hefur sett upp sýningu á jóla- kortum úr einkasafni Jóhönnu J. Þorgeirs- dóttur (1930-2006) frá Litla-Bakka á Akra- nesi. Kortin eru öll frá fyrri hluta síðustu aldar, mörg hver hátt í hundrað ára gömul. Heimild: www. skessuhorn.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.