Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1892, Page 25

Sameiningin - 01.08.1892, Page 25
—80— degi. Hann lætur ekki þennan mögulegleika vara um alla eilífS. Hann segir: „Úr því maSurinn getur ekki orðiö hólpinn fyrir neitt náttúrulögmál, hlýtur það þá elcki að vera mögulegt fyrir viljann að halda fast við spilling sína, að hrinda náðinni frá sjer í hið óendanlega og á þennan hátt að velja einmitt glötunina?— Meðan tíminn endist, hlýtur apturhvarfið að vera mögulegt;— en þegar tíminn er útrunninn, er manni ekki unnt að sjá, hvern- ig apturhvarfiS getur lengur veriö mögulegt, af því ekki er unnt að hugsa sjer apturhvarfið án þess það eigi sína sögu“. þetta er nokkuð annað en að láta apturhvarfið vera mögulegt um alla eilífð eins og Kirkjublaðið gjörir. Hvað fyrirlestri þeim, er síra Hafsteinn hjelt á kirkjuþingi 1891, viðvíkur, þá var þar kenning vorrar lútersku kirkju í þessu efni nákvæmlega fylgt. það var talað uin mögulegleikann frá sjónarmiði vorrar mannlegu skynsemi, og þeir ritningarstaðir voru um leiö raktir mjög ýtarlega, sem kenna eilífa útskúfun. það muna víst allir hinir mörgu, sem þá voru áheyrendur, glögglega. Afstaða vor til þessa trúaratriöis hefur frá því fyrsta verið sú sama. Kenninguna um eilífa gliitun höfum vjer í heilagri ritningu sjeð framflutta af frelsaranum sjálfum, lærisveinum bans og postulum. Og þó margt sje í sambandi við hana; sem vjer fáum ekki skilið, beygjum vjer oss í þessu efni sem öðru fyrir guðs heilaga orði og álítum það heilaga skyldu vora að vara bræður vora í trúnni við því, að trufla hugi hinna fáfróðu og lítilsigldu með því að flytja nýja og annnrlega kenningu inn í kirkju vora. Ef til vill finnst nú vorum lærða bróður fyrir handan hafið litið vera á þessu að græða. Vjer getum samt ekki að því gjört, en felum guði gróðann. ÞAKRARORÐ. Til prestanna síra Jens Pálssonar, síra Jóhanns Þorlcélssonar, síra Odds V. Gíslasonar og prestaslcólaJcennara síra Þórhalls Bjarnarsonar. Ileiðruðu herrar! Hið 8. kirkjuþing hins ev. lút. kirkjufjelags íslendinga

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.