Sameiningin - 01.08.1892, Page 27
—91—
vorrar hefur af oss, börnunum sínum, hjer í þessu fjarlæga lantli.
Og þó fósturjörö vor sje fátæk, erum vjer sannfærðir um að'
hjálpin, sem vjer fáum að heiman, getur munað oss miklu. Vjer
niunum taka við henni með þeim hug, að sýna að minsta kosti
jafnmikið drenglyndi, þegar talað verður um að styrkja eitt-
hvert velferðarmál á föðurlandi voru og þetta ætlunarverk
vort e.r af hendi leyst.
Hafið því hjartans þökk vora fyrir tillögur yðar. Guð
blessi árangurinn, því málið er hans. Hann blessi hina kirkju-
Jegu starfsemi yðar og láti hana bera blessunarríka ávexti fyrir
kirkju þjóðar vorrar. Guð blessi vora ástkæru fósturjörð og
blási sínum heilaga anda í hjörtun. Hann láti oss, sem tölum
sömu tungu í tveimur heimsálfum, hjálpast að til að vinna eitt-
hvað sameiginlega hans heilaga nafni til lofs og dýrðar.
f umboði kirkjuþingsins.
F. J. Bergmann,
varaforseti kirkjufjelagsins.
SÍRA MAGNÚSOG ÚNÍTARAR.
það þóttu nokkuð djarfar getgátur, þegar þess var gelið til
utn þær mundir, að sjera Magnús Skaptason í Nýja íslandi reis
upp með hina nýju kenning sína og sagði sig úr kirkjufjelaginu,
að haun mundi áður iangt liöi ganga í liö með Únítörum. En
nú er það augljóst orðið', að sú getgáta hefuv við góð' rök að
styðjast. Órækar sannanir eru nú fram komnar fyrir því, að
hann hefur þegar frá byrjuu leitað liðs hjá Unítörum og iýst
því yfir við þá, að hann hafi horfið frá lútersku kirkjunni til
þess að verða Únítar og ganga inn í þá kirkjudeild. í októher
í fyrra (1891) veita þeir honum $200.00 styrrk, sem hann auðvitað
sjálfur hefur sótt um og feginsamlega tekið á móti. Únitarar
austur í Bandaríkjum telja söfnuði þá, sem sira Magnúsi hafa
hingað til að nafninu fylgt, mjög hróðuglega sem eina deild í
sínu kirkjufjelagi (Unitarian Conference), og hlýtur það að vera
samkvæmt fyrimælum síra Magnúsar. En í Nýja fslandi er
öllu þessu haldið leyndu. þar er fólki talin trú um, að það sje
eins lúterskt og áður, þó það segi sig úr kirkjufjelaginu. Síra