Sameiningin - 01.08.1892, Side 30
þar guðsþjónustu og vann önnur prestsverk. Dagmn eptii' fórjeg aptur
til Þingvallanýlendu og næsta dag iieimleiðis til Winnipeg. Þar var jeg
svo um helgina 31. júlí, prjedikaði þar í kirkjunni á sunnudaginn og vann
ýms prestsverk. Á miðvikudaginn 3. ágúst fórjegsvo aptur til heimilis
míns í Argyle.
Meðan jeg var hjá söfnuðunum í Þingvallanýlendu og LögbergsDý-
lendt, gjörði jeg mjög mikið af prestsverkum. Jeg skírði 11 börn og
staðfesti skíru á 15 börnum. Las með börnum undir ferming og fermdi 2
börn. Jeg gipti tvenn brúðhjón. Önnur brúðhjónin voru úr Vatnsdals-
nýlendu, Dongola P. O. Nýlenda sú liggur 20—30 mílur suður frá Þing-
vallanýlendunni. Ennfremur kastaði jeg mold á 8 grafir og talaði nokkur
orð yfir hverri gröf.
Eins og kunnugt er, þá eru tveir söfnuðir þar vestur frá meðal ianda
vorra. Það er Þingvallanýlenchi-söfmiður í Þingvallanýlendu. Ilann er
stofnaður árið 1888. Það er orðinn allstór og blómlegnr söfnuður. Hou-
um hefur farið mikið fram þau 4 ár, sem hann hefur staðið. Og þó liefur
hann átt við mjög mikil vandræði að etja að því, er alla prestþjónustu
snertir. Kirkjufjelagið hefur eigi getað sökum fjarlægðar og prestsfæðar
veitt söfnuði þessum nema sárlitla prestsþjónustu einu sinni á ári. Lýters-
söfnuður heitir annsr söfnuður þar vestur frá. Hann er í Lögbergsnýlendu.
Nýlenda sú liggur skammt fyrir norðan Þingvallanýlendu og eru þær nær
því áfastar. Söfnuður þessi var myndaður í júiímánuði í fyrra. Mr. Kle-
mens Jónasson og jeg gengumst fyrir þeirri safnaðarmyndun. Söfruður
þessi er þannig að eins ársgamall. Á þessu eina ári hefur hanntekið tals-
verðum framförum. Og það er öll ástæða til að gjöra sjer góðar vonir um
framtíð hans.
Hvergi í kirkjufjelaginu er eins mikil og brýn nauðsyn á stöðugri
prestþjónustu eins og í Þingvalla- ogLögbergsnýlendum. Nýlendur þessar
eru mjög fjölmennar og víðlendar. Þar verður meir en nóg að starfa fyrir
einn prest. Auk þess mundi prestur, sem settist a3 í þessurn nýlendum,
þurfa að gegna prestsverkum í Vatnsdals nýlendunni og þeim nýlendum,
sem kynnu að myndast norður frá Þingvalla- og Lögbergsnýlendum. Allt
þetta er meir en nóg starf handa einum presti. Og það er vonandi, að
þessar nýlendur þurfi eigi lengur að vera prestlausar. Það eru allar líkur
til, að >ær fái prest, áður en langt um liður. Allt bendir á, að þær verði
búnar að fá prest fýrir næsta kirkjuþing annaðhvort heiman frá íslandi eða
af þeim Islendingum, sein nú eru að stunda guðfræðisnám hjer vestanhafs.
Því miður er útlitið í Þingvalla- og Lögbergs-nýlendum eigi gott að
því, er uppskeru snertir í haust. Allt bendir á, að þar verði aimennur upp-
skerubrestur. Það er mest ofþurk að kenna. Ilveitið liefur skrælnað upp
á ökrunum. En það er óskaDdi og vonandi, að þessi óáran standi ekki
lengi. Það er óskandi, að næsta ár verði þolanlegt uppskeruár fyrir ný-
iendur þessar. Undir því virðist framtíð þeirra að miklu leyti komin.
Meðan jeg dvaldi í Þingvallanýlendunni, var jeg til húsa hjá Mr.
Thomas Paulson. Hann er einhver helzti leiðandi maðurinn í nýlendunni.
Mr. Paulson keyrði mig fram og aptur um nýlenduna og gjörði allt, sem í
hans valdi stóð, til þess að allir gætu haft gagn af komu minni. Mr. Björn