Fréttablaðið - 14.12.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 14.12.2010, Síða 10
 14. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR HJÁLPARSTARF HEIMA OG HEIMAN HELMINGUR FRAMLAGA RENNUR TIL AÐSTOÐAR INNANLANDS vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Einn ódýrasti Android snjallsíminn á Íslandi í dag.Frábær snertiskjásími með 3.2 megapixla myndavél og tónlistarspilarara. Vodafone 845 0 kr. útborgun og 2.083 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 24.990 kr. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast Við afborgunarverð á farsímum bætist við 250 kr. greiðslugjald á mánuði. STJÓRNMÁL Stjórnarráðið, ráðuneyti, stofnanir og ríkisstjórn geta unnið betur saman og það er lykillinn að framtíðinni. Þetta kom fram í máli Arnars Þórs Ólafssonar, skrif- stofustjóra í forsætisráðuneytinu. Hann er formaður nefndar um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands, en skýrsla nefndarinnar var kynnt í gær. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að tryggja eigi pól- itíska samábyrgð ríkisstjórna í ákveðnum málum og koma betra lagi á ríkisstjórnarfundi. Þá er æskilegt að fjölga pólitískum aðstoðarmönnum og fjarlægja heiti ráðuneyta úr lögum. Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra seg- ist fylgjandi tillögum nefndarinn- ar og ætlar að beita sér fyrir því að þær verði að lögum. Hún von- ast til þess að hægt verði að mæla fyrir frumvarpinu eftir áramót. Í nefndinni sátu einnig Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Sigur- björg Sigurgeirsdóttir stjórn- sýslufræðingur, Páll Þórhallsson og Hafdís Ólafsdóttir, skrifstofu- stjórar í forsætis- og fjármála- ráðuneytum. Nefndin telur að enn sé þörf fyrir sérstök lög um Stjórnarráð Íslands, en að fella eigi niður ákvæði lag- anna þar sem heiti ráðuneytanna eru tilgreind. Með þessum hætti geti hver ríkisstjórn ákveðið fjölda ráðuneyta og heiti þeirra, einkum við stjórnarmyndun. Skilgreina á hlutverk ráðherra og ráðuneytisstjóra með skýrum hætti. Einnig telur nefndin æski- legt að tryggja með einhverjum hætti pólitíska samábyrgð ríkis- stjórna í ákveðnum málum, en þó á hún ekki að verða fjölskipað stjórn- vald. Ríkisstjórnin eigi þó að hafa meira að segja, til dæmis um veit- ingu æðstu embætta í ráðuneyt- um og stofnunum, stefnumótandi yfirlýsingar, fjárhagslega skuld- bindandi ákvarðanir og þýðingar- miklar reglugerðarbreytingar. Skýra þarf betur hlutverk ráðu- neyta gagnvart sjálfstæðum stofn- unum, en bæði Jóhanna og Arnar Þór nefndu í máli sínu að þetta hlutverk væri óskýrt í núverandi lögum. Ráðherrar hefðu jafnvel talið að þeir mættu varla tala við forstöðumenn slíkra stofnana. Koma á mannauðseiningu á fót innan Stjórnarráðsins. Þá á að setja á fót annaðhvort hæfn- ismatsnefnd eða ráðningarnefnd þegar ráðuneytisstjórar, skrifstofu- stjórar og forstöðumenn ríkis- stofnana eru ráðnir. thorunn@frettabladid.is Lög um Stjórnarráð breytast talsvert Í tillögum um breytingar á Stjórnarráðinu er mælst til samábyrgðar ríkis- stjórna, hæfnisnefnda í ráðningum og skýrari laga um hlutverk ráðherra. For- sætisráðherra vonast til að frumvarp um málið verði lagt fram á vorþingi. Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Nefndin kynnti niðurstöður skýrslu sinnar ásamt forsætis- ráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.