Sameiningin - 01.01.1893, Blaðsíða 3
—163—
hafi verið sonur Mósesar, og að þessi góði sonur hafi ráðið hon-
utn bana, þar sem hann af tilviljun varð fastur í eik nokkurri,
eða að Lot hafi verið sonur Abrahams oglsmael kona hans, eins
og dæmi eru til í skólum hennar hátignar Victoríu drottningar,
þá er þó fáfræðin í heilagri ritningu eflaust æði mikil. Heimil-
in og söfnuðirnir hafa beðið óumræðilegt andlegt tjón af því, að
hafa lagt upp á hyllu heilaga ritning, orðiö, sem geymir sannleik-
ann, Ijósið og lífið. það er svo hörmulega vanrækt að láta guðs-
orð búa ríkulegci meðal vor. Börnin vita þetta eins og aðrir og
sjá það fyrir sjer, og það er ekki að búast við, að þau taki sjer
fram um það, eða taki því ástfóstri, sem aðrir hafna, og þ&ð er
því miður gjört rneira úr því að komast í kristinna rnanna tölu
en að vera kristinn með sál og lífi. Hversu affarasælt, æskilegt
og blessað hlýtur það því að vera fyrir hina komandi kynslóð að
hefja göngu sína í erindum guðs-ríkis með þeim alvarlega og
einlæga ásetningi að láta guðs-orð vera sitt Ijós á veginum og
fullkomnast meir og meir í skilningi og anda þess? þess vegna
er það slcylda vor, að gjöra allt, sem oss getur hugsazt áhrifa-
mikið og gagnlegt, til að vekja og viðhalda kristilegum áhuga
meðal hiunar yngri kynslóðar. 0g má jeg spyrja: Hvað getur
haft meiri árangur en að draga hina ungu saman í kristilegan
f jelagsskap, með því augnamiði, að auðga anda þeirra í rjett-
um skilningi á guðs-orði, auðga hann að kristilegum dyggðum,
kenna þeim að hugsa og vinna í sameining að þeirra andlegu
velferð, styrkja þá ár eptir ár í elskunni til frelssrans og æfa
þá í að verða sjálfstæðir og fullorðnir í trúnni? Ef nú prestur-
inn, forstöðumaður safnaðarins, og fræðari hinna ungu, óskar
eptir að stofna slíkan fjelagsskap í söfnuðum sínum, til þess að
geta haft sem bezt áhrif á börnin eptir ferminguna, sem hann
annars ekki treysti sjertil aðhafa, hvað ætti maður þá að hugsa
um þann söfnuð, sem eigi vildi sinna því máli? Jeg get ekki
ímyndað mjer, að nokkrura kristnum söfnuöi geti blandazt hug-
ur um það, að þessi fjelagsskapur væri í alla staði hinn ákjósan-
legasti, ekki einungis fyrir unglingana, heldur einnig fyrir allt
safnaðarlífið yfir höfuð. Jeg get ekki ímyndað mjer nokkurt
kristið foreldri, sem ekki fyndi sig kailað til að hvetja barn sitt
til að vera með í þessum fjelagsskap og ekki vildi sjálft fylgja
þessu málefni með lííi og sál. — Áuðvitað kostar þetta prestinn