Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1893, Page 9

Sameiningin - 01.01.1893, Page 9
—169— „AÐ MEÐTAKA SÍN GŒÐI 1 LÍFINU“. g- Á FYESTA SUNiSTUDAG EFTIE TEÍNITATIS, eftir J. C. Heuch, áSr prest í Kristjaníu, nú bisfcnp í ICristjánssandi í Noregi. |>ýdd af ritst. ,,Sam.“J. Bj. Texti: Lúk. 16,19—31 (Ríki madurinn og Lazarus). Af öllum guSspjöllum kirkjuársins er guðspjallið fyrir sunnudaginn í dag vissulega þaö, sem mannhræddr prestr allra sízt myndi vilja útskýra. því hvað í boðan kristindómsins œsir og eggjar tíðarandann fremr til mótmæla en þetta, sem guðsorð- ið fyrir daginn í dag óneitanlega inniheldr: að til er kvalastaðr fyrir þá, sem ekki deyja í drottni,—að þessi staðr opnast þeim taf- arlaust eftir dauðann,—að kvölunum þar er að lílcja við eldsloga, —að djúpið, sem aðskilr þennan stað frá paradís, verðr eigiyíir stigið,—að einnig allt aðrir menn en afhrök mannkynsins, stór- glœpamennirnir, opna augu sín í þeim kvalastað? Getr nokk- ur neitað því, að prédikanin, sem drottinn Kristr Hytr oss hér, er einmitt það, sem raddir tíðarandans kalla helvítis-prédikan? Og er því þá haldið fram, að slík prédikan sé hjartalaus, sjúk af löng- un í að fordœma, heimskuleg og þvert ofan í alla skynsama þekking á guði, er eigi geti viljað fordœma nokkra- skapaða skepnu sína. Sá þjónn, sem hér ineð trúmennsku flytr orð drott- ins síns, án þess að draga þar nokkuð undan eðabæta þar nokkru við, má við því búast fyrir brag'Sið, að óvild sú, sem menn ekki þora að láta lenda á drottni svo að á beri, komi niðr á sér, og það því harðara sem honum tekst betr að láta sannleiks-brodd hins guðdómlega orðs smjúga inn í samvizkur tilheyrandanna- það er því mjög auðskilið, að prestr sá, er hræðist menn, yrði feginn að mega ganga þegjandi fram hjá þessu guðspjalli. Reyndar hefi eg nú þá von um sjálfan mig, að mér sé óhætt að segja, að eg hafi lært að óttast dóm drottins yfir kenning minni svo inikið, að mér standi hér um bil á sama, hvort orð mín láta mönnum vel eða illa í eyrum. Engu að síðr óska eg þess í dag fremr en nokkru öðru sinni, að dyljast á bak við drottin, svo að þér algjörlega gætuð gleymt mér út af vissunni um það, að það, sem þér heyrið, er alls eigi mín skoðun, min orð, heldr opinberan drottins og dómr drottins. Eg óskaþess ekki

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.