Sameiningin - 01.01.1893, Side 11
—171—
skrautlega hús sitt. Og hefði hann ekki all-örlátlega látiS út-
hluta leifunum frá boröi sínu, þá myndi Lazarus eigi hafa sókzt
eftir að liggja einmitt fyrir hans dyrum og með því koma honum
til a5 veita sér eftirtekt. Ekki heldr höfum vér ástœðu til aö
ætla, að hann hafi haft tilfinning fyrir öSrum að eins þar, sem
hann, eins og að því, er snertir Lazarus, gat eigi látið vera að sjá
eymd þeirra; sá inaðr, sem er að hugsa um brœðr sína á jörð-
unni, eftir að hann sjálfr er kominn í kvalirnar, getr vissulega
ekki, meðan liann lifði hér, liafa verið án hluttekningar í böli
ineðbrœðra sinna. Mun hann þá hafa verið fordœmdur fyrir þá
sök, að liann var maðr auöugr? þ>að er óhugsanda; því Abraham
hafði líka verið stór-ríkur. ESa fyrir þá sök, að hann „klæddist
purpura og dýrindis líni“? þ)að er jafn-óhugsanda, því Davíö,
maðrinn eftir hjarta guðs, hafði líka verið klæddr í purpura-
búning.
Hvað skyldi það þá hafa verið í lífi þessa meinlausa manns,
er ekki var hnegðr til nokkurra eiginlegra glœpa, sem gat vald-
ið því, að hann eftir dauðann opnaði augu sín i kvölunum? Yér
finnum að eins eina ástœðu tilfœrða í frásögunni, það er að segja
þessa, að hann „hafffi mecftelcið' sín gœð'i meðan hann lifð'i“1\
„Minnstu þess, sonr“, segir Abraham „að þú meðtókst þín gœði
meðan þú lifðir, en nú verðr þú lcvalinn11. Hér er ekki eitt orð um
j)að, að meira þurfi til þess að glatast en þetta, að hafa notið sinna
gœða á hinni jarðnesku æfi sinni; þvert á móti tekr Abraham
það fram, svo sem það, er hljóti að verða og ekki geti verið öðru-
vísi, að sá, sem hafi notið sinna gœða hér í lífi, hljóti að kveljast
eftir dauöann. Svo framarlega sem vér blátt áfram höldum oss
við orð drottins án þess að bœta nokkru við frá sjálfum ovs, hljót-
um vér að játa því, að hér er greinilega kennt, að maSr geti glat-
azt enda þótt hann hafi margt gott við sig, fyrir ])á sök, að alls
ekki útheimtist neitt iinnað eða meira til þess að geta glatazt en
jietta, að vér meðtökum gœði vor hér í lífi.
þar sem guðs orð kennir þannig, þá getr það þó með engu
móti verið svo að skilja, að sérhvert farsælt líf á jörðinni endi-
I) I íslenzkn biblíunni nýjustu (brezka biblíuíelags útgáfunni) stendr: ,,|>ú
nauzt hins góða í lífinu“, og er );að mjög ónákvæm þýðing þess, er stendr í frumtext*
anum gríska, sem aftr á móti er alveg rétt þýddr í hinni norsku biblíu-útgáfu, er
lleuch fer eftir í prJdikan þessari,
pýö.