Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1893, Page 29

Sameiningin - 01.01.1893, Page 29
189— Betlehemsjötunni liggr fólginn allr kristindómrinn; þaö yfir- náttúrlega stórtré, sem „hreiöir sitt lim yfir lönd, yfir höf, á lifenda bústað, á dáinna gröf;1 sprettr upp af hinni litlu himin-föllnu andlegu plöntu, sem er vort jóla-gu5spjall.“ — „Aldrei hefi eg fengið aðra eins ómót- stœðilega hvöt til að þekkja vanmátt minn eins og á hinu liðna ári, aldrei eins verið til þess knúðr að þreifa á allsleysi mínu. En svo ætti eg þá nú á þessum jólum að hafa rneira skilyrði en á nokkurri jólahátíð áðr á æfi minni fyrir þvi, að kunna að meta fagnaðarboðskap jólanna.“ Á gamlaárskvöld las séra J. Bj. upp lofsönginn fagra eftir séra Yaldemar Briem út af 150. Davíðs sálmi, sem prentaðr er fremst í þessu númeri „Sameiningarinnar". Síðan talaði hann út af 90. Davíðs sálmi, sérstaklega þessum orðum: „Og það þeirra (æfiáranna) hið kostulegasta er sorg og mœða, því þau líða skjótt, og vér erum á flugi.“ — „Svo þetta liöna mótlætisár æfi minnar ætti þá að vera dýrmætasti hluti hins liðna lífs míns.“ „Og nokkuð er það, að ekkert æfiár rnitt finnst mér nú hafa ver- ið eins stutt, liðið eins fljótt, eins og þetta síðasta.“ Um nokkur síðastliðin ár hefir það veriðsiðr í söfnuði kirkju- félags vors hér í Winnipeg, að gefa kirkjunni jólagjafir í pen- ingum. Hafa gleðilega margir safnaðarlimir tekið þátt í því, að minnast kirkju sinnar á þennan hátt, og hafa menn með því eftírbreytnisverða uppátœki drjúgum grynnt kirkjuskuldina. Við þessi síðustu áramót fékk kirkjan $140.25 í jólagjöf. — Auk þess gaf prestr safnaðarins kirkjunni býsna gott exem- plar af biblíu Guðbrands biskups þorlákssonar, sem, eins og kunnugt er, var prentuð á Hólum í Hjaltadal 1584. Var þessi xnerkilega bók rétt áðr keypt fyrir 20 dollara. Er ætlazt til, að hún verði höfð fyrir altarisbiblíu í kirkjunni, þá er hún hefir fengið nauðsynlega viðgjörð, verið bundin í hœfilegt skrautband, sem, ef til vill, myndi kosta allt að því eins mikið og nú var gefið fyrir liana.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.