Fréttablaðið - 14.12.2010, Side 33

Fréttablaðið - 14.12.2010, Side 33
jólagjöfi n hennar ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2010 7 ● DEKURDAGUR HEIMA Eiginmenn og unnustar með mjúka fingur og gott hug- myndaflug ættu að bjóða sínum heittelskuðu upp á dekurdag heima. Með því að láta renna í sjóðheitt freyðibað, kveikja á kertum og spila rólega tónlist má búa til heilsulindarstemn- ingu í baðherberginu heima. Að því loknu er tilvalið að frúin fái gott heilnudd með ilmandi olíum. Ódýr en samt spennandi kostur sem eykur nánd. Til að slíkur dekurdagur virki eins og skyldi þarf að velja stundina vel, koma börnunum í pössun og ýta öllum öðrum erindum yfir á aðra daga. ●WORN BY WORSHIP Nokkrir ungir íslenskir hönnuðir hafa tekið sig saman og stofnað vefverslunina Worn by Worship. Versluninni er ætlað að vera bæði sölu- torg þeirra og sýningarrými svo hægt sé að kaupa vörur þeirra milliliðalaust. Hönn- uðirnir sem standa að síðunni eru 8045, Dýrindi, Eygló, Mundi, REY, Royale Extreme, Shadow Creatures og Sonja Bent en þeir hanna ýmist kjóla, peysur, klúta, kápur, boli, buxur og skart. Tíu prósent af allri sölu fara til góðgerðarmála en meðal þeirra félaga sem hljóta framlög eru Rauði Kross Íslands, Krabbameinsfélag Íslands, Sólheimar, Dýrahjálp Ís- lands og UNICEF. Á slóðinni www.wornbyworship.com. er því bæði hægt að kaupa innlenda vöru og styrkja gott málefni. ● HAMUR HANDA HENNI Hamur er nýtt íslenskt fata- merki en að því standa þær Dagný Gréta Ólafsdóttir, Harpa Hrund Pálsdóttir og Klara Rut Ólafsdóttir. Þær hanna það sem þeim dettur í hug þá stundina en undan- farið hafa þær einbeitt sér að kjólum, herra- bolum, blúndu- slám og hettutrefl- um. „Við einfald- lega hönnum alls konar, gerum alls konar og segjum alls konar,“ segir Harpa Hrund. „Vör- urnar okkar fást í Collective of Young Designers, sem er til húsa í kjallaranum hjá Hemma og Valda, og á Hamur.is. Svo komum við til með að vera í Fígúru á Skólavörðustíg þegar fram líða stundir.“ Undir formerkjum Hams gefst hönnuð- unum kostur á að hanna nær hvað sem er. MYND/HEÓ Sími: 533 1177 Sértilboð Gjafakort Sonja Bent er ein þeirra sem býður upp á sína hönnun á síðunni. REY hefur vakið athygli fyrir kjóla sína.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.