Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2010, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 14.12.2010, Qupperneq 52
 14. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Einstaklega handhægur snertiskjá- sími á góðu verði. Frábær tónlistar- og margmiðlunarsími sem styður OVI maps GPS leiðsögukerfið. Nokia 5230 0 kr. útborgun og 2.499 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 29.990 kr. Nettur snertiskjásími frá LG með 1,3 megapixla myndavél, tónlistarspilara og Bluetooth tengimöguleika. Tilvalinn fyrsti sími. LG T300 0 kr. útborgun og 1.499 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 17.990 kr. Við afborgunarverð á farsímum bætist við 250 kr. greiðslugjald á mánuði. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast Um þetta leyti ársins eru tvö orð vinsælust í Holly- wood: „Oscar buzz“ eða „Óskarsmöguleiki“. Til- nefningarnar verða ekki til- kynntar fyrr en á nýju ári en aðrar verðlaunahátíðir eru farnar að draga upp víglínuna. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru þegar farnir að velta vöngum yfir hvaða myndir, leikarar og leikkonur eigi möguleika á gull- karlinum góða. Þeir nota gjarn- an orðin „Oscar buzz“ sem þýðir að viðkomandi mynd, leikari eða leikkona þykir vera í þeim gæða- flokki að hún verðskuldi tilnefn- ingu til Óskarsverðlauna. Svo- kallað Óskarstímabil í Ameríku er einnig nýhafið og kvikmyndaver- in keppast við að frumsýna „vand- aðar“ kvikmyndir og kynna þær í fjölmiðlum sem Óskarsvænar. Og það er kannski ekki seinna vænna. Mánudaginn 27. desem- ber verða kjörseðlar sendir út til Akademíunnar og föstudaginn 14. janúar lýkur kosningu, atkvæð- in verða talin og tilnefningarn- ar tilkynntar við hátíðlega athöfn í Samuel Goldwyn-kvikmynda- húsinu þriðjudaginn 25. janúar. Stóra stundin rennur síðan upp sunnudaginn 27. febrúar. Þangað til leggja starfsmenn kvikmynda- veranna og framleiðendur á sig mikla vinnu við að kynna hugsan- legar keppendur. Flestir fjölmiðlar vestanhafs telja öruggt að The Social Network, Facebook-myndin eftir David Fincher, verði tilnefnd til Óskars- verðlauna. Sumir ganga jafnvel svo langt að telja spennuna fyrir í flokknum „besta myndin“ alls enga, The Social Network eigi eftir að sigra nokkuð örugglega enda hefur hún sópað til sín verðlaun- um hjá gagnrýnendum í New York, Los Angeles og Boston. Þar sem tíu myndir eru tilnefndar er ómögu- legt að spá fyrir um hverjar eiga eftir að etja kappi við Facebook- skrímslið, kúreka tryllirinn True Grit eftir Coen-bræður gæti verið þar á meðal, ástralska kvikmyndin Animal Kingdom hefur fengið frá- bæra dóma og svo má ekki gleyma Hollywood stígur í vænginn við Óskar frænda Á meðan fyrrverandi eiginmaður hennar, Tiger Woods, rembist eins og rjúpan við staurinn við að ná tökum á sveiflunni og koma ferli sínum aftur í gang er Elin Nordegren nú sögð komin með nýjan kærasta. Sá er víst nemandi við háskóla í Flórída, eins og Elin, og er 35 ára maður frá Suður-Afríku. „Það hafa verið kossar og faðmlög en ég veit ekki hvort þetta hefur gengið eitthvað lengra,“ sagði heimildarmaður The Sun sem greindi fyrst frá málinu. Elin er ekki á f læðiskeri stödd eftir að gengið var formlega frá skilnaði hennar og Tigers því samkvæmt fréttum fékk hún hundrað milljónir dollara frá kylfingnum lausláta. Elin hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla eftir fjölmiðlafárið og raunar hefur henni tekist merki- lega vel upp að halda sig fjarri kastljósinu, hún talaði til að mynda aðeins einu sinni opinberlega eftir að tugir ástkvenna fyrrverandi eig- inmanns hennar stigu fram. Og hún hefur aldrei tjáð sig um hvað gerð- ist þegar Tiger klessti á fyrir utan heimili þeirra í Flórída. Tiger hefur sjálfur kúrt kven- mannslaus og það hefur gengið erfiðlega hjá honum að koma golf- inu aftur í samt lag. Hann missti nýverið efsta sætið á styrkleika- lista kylfinga yfir til Bretans Lee West- wood og tapaði í bráðabana á eigin boðsmóti sem haldið var fyrir stuttu eftir að hafa verið í forystu nánast allan tím- ann. Elinu gengur hins vegar vel í námi sínu en hún er að læra sálfræði. Elín sleikir sárin með samnemanda Leikkonan Elizabeth Hurley hefur skilið við eiginmann sinn, indverska viðskiptajöfurinn Arun Nayar, eftir þriggja ára hjónaband. „Þetta var slæmur dagur. Svo að það sé nú á hreinu þá hættum við Arun saman fyrir nokkrum mánuðum. Vinir okkar og fjölskyldur vita af þessu,“ skrifaði hin 45 ára Hurley á Twitter-síðu sína. Erlendir fréttamiðlar höfðu greint frá sambandi hennar og fyrrver- andi krikketstjörnunnar Shane Warne frá Ástralíu. Í kjölfarið ákvað Hurley að láta vita um stöðu mála í einkalífi sínu á Twitter. Hjónabandi Hurley lokið ÞEGAR ALLT LÉK Í LYNDI Hurley og Arun Nayar eru skilin eftir þriggja ára hjónaband. Á ÓLÍKUM STAÐ Á meðan Tiger Woods reynir að koma ferli sínum aftur á flug er Elin Nordegren komin með nýjan kær- asta upp á arminn. vísindaskáldsögu tryllinum Incept- ion eftir Christopher Nolan. Í leikaraflokknum hefur ekki borið mikið á Óskarsmöguleik- um hvað karlpeninginn varðar. Nafn Justins Timberlake hefur þó verið nefnt í því samhengi en honum þykir takast nokkuð vel upp í margnefndri The Social Network. Orðin hafa einnig verið notuð yfir frammistöðu Colins Firth í The King‘s Speech, kvik- mynd um talörðugleika Georgs sjötta sem hann sigrast á með nokkuð sérstökum hætti. Natalie Portman þykir hins vegar vera í forystu hvað varðar Óskarsvæn- leika snertir fyrir leik sinn í The Black Swan og framleiðendur Frankie and Alice eru farnir að nota orðin tvö til að lýsa túlkun Halle Berry á geðklofasjúklingi. Þá hefur Nicole Kidman fengið svipaðar upphrópanir í blöðunum fyrir kvikmyndina Rabbit Hole. freyrgigja@frettabladid.is HUGSANLEGIR YFIRBURÐIR Gagnrýnendur spá því að The Social Network eigi eftir að ná sér í komandi Óskarsverðlaun með nokkrum glæsibrag. Colin Firth þykir koma sterklega til greina sem sigurvegari í karlaflokki fyrir leik sinn í The King‘s Speech og Natalie Portman er enn sem komið er sigurstrangleg fyrir The Black Swan. Hún mun þó eflaust fá harða samkeppni frá Nicole Kidman fyrir Rabbit Hole og Halle Berry í Frankie and Alice.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.