Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1893, Page 4

Sameiningin - 01.06.1893, Page 4
—36— fundiS hefur veriö að því kirkjulega ástandi, er vjer höfum tek- ið í arf, og bent hefur verið á, að það þyrfti aö breytast á ýmsan liátt, hafa þessir menn verið ffjótir til að skoða þessar aðfinning- ar og bendingar sem andlegan hroka. Af því að þeir eru komn- ir út úr þjóðkirkju fósturjarðar sinnar, álíta þeir, að allt sje bezt eins og það á sjer stað þar. Ef þeir hefðu verið kyrrir heima á fósturjöröu sinni, mundu þeir að líkindum hafa fyllt fiokk þeirra, er myrkast líta á kirkjulega ástandið þar. En af því að þeir eru nú hingað komnir, hlýtur þessi myrka skoðun þeirra á kristindómsástandinu og hinir hörðu dómar, sem hún fæðir af sjer, að koma niður á þeirri kirkjulegu starfsemi, erþeir hjer verða varir við. Misskilningur á kristindóminum, myrk og órjettlát skoðun á mönnunum og lífinu, meðfæddur skortur á fjelagslyndi banna þessum mönnum að rækja þá skyldu sína, að gjörast starfandi meðlimir einhvers safnaðar. Svo standa þeir fyrir utan ineð hendurnar í vösunuin og dómana á vörun- um og þykjast geyma miklu sannari og göfugri kristindóm í hjarta sínu en þann, er þeir sjá í kring um sig. Móti vilja sínum og vitund fylla þessir menn óbeinlínis andstæðinga flokk kirkj- unnar og kristindómsins. þeir eru ef til vill ekki sjerlega margir, og vjer höfum ástæðu til að ætla, að þeim sje heldur að fækka, sem þannig hugsa og tala meðal vor, en það eldir þó nokkuð eptir af þessum hugsunarhætti hjer og þar, og smám saman logar hann upp úr og kemur þá fram sein sendibrjeí til einhvers vinar á Islandi, er brjefritarinn setur sjer fyrir að op- inbera hið óttalega ástand, sem hjer sje í kirkjulegu tilliti. Vjer höf'um eiginlega ekki sett oss út til að gylla það á- stand svo sjerlega mikið. Oss hefur einmitt verið borið á brýn úr öðruin átturn, að vjer gjörðum oss seka í hinu gagnstæða. Hið litla blað vort hefur ekki legið á liði sínu með að benda á hætturnar, er hjer umkringja fólk vort á allar hliðar í kristin- dómslegu tilliti. Með sterkum og einbeittuin orðum hefur það dregið fram hið marga og mikla, er enn stendur safnaðarstarf- semi vorri í vegi og gjörir það að verkum, að hið kristilega líf stendur enn á lágu stigi meðal vor. Og svo má að orði komast, sem hver ræða, er haldin er í kirkjunum, bendi á þetta ogbrýni það fyrir samvizkum manna. Svo það er naumast unnt að bera

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.