Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1893, Page 24

Sameiningin - 01.06.1893, Page 24
—56— ljúgvottar gu5s, þar e55 vér höfum vitnað um guð, að hann hafi uppvakiö Krist, er hann eltki hefir uppvakiö“. Hún var þeim öllum postulunum, upprisan drottins vors, aðalsönnunin og hið guðlega innsigli þess, að það trúarinnar orð, sem þeir í Jesú nafni prédikuðu bæði Gyðingum og Grikkjum og létu svo síðast flestallir lífið fyrir, væri heilagr sannleilcr frá guði. Og hið sama innsigli mun þetta undr allra guðlegra undra halda áfram að vera svo lengi sem talin verða aldir og ár hér í tímanum. þessvegna, þegar postularnir að heilögum anda fengnum yfir sálir sínar á hvítasunnunni hófu sína kristin- dómsprédikan fyrir hinurn ýmsu þjóðurn eða mannflokkum heimsins, þá var það upprisan drottins vors Jesú Krists, semþeir á undan öllu létu vera sitt prédikunarefni. því eins og það var upprisan, sem sjálfum þeim hafði fœrt heim sanninn um það, að hinn elskaði meistari þeirra hefði verið og væri sá Messías, sem um var spáð í hinum helgu ritningum guðs útvöldu þjóðar, eins boðuðu þeir tilheyrendum sínum, hvar sem þeir voru að prédika, þetta mikla undr páskahátíðarinnar sem hina algildu sönnun fyrir því, að með hinum krossfesta Jesú frá Nazaret hefði mann- kynið allt í heild sinni eins og líka hver einstök mannssál eign- azt guðlegan frelsara frá syndinni, dauðanum og djöflinum. Til að sannfœrast uin það, að svona mikla áherzlu lögðu postularnir á upprisu-undrið, þarf ekki annað en líta nálega hvar sem vill í bréf þau, er eftir postulana liggja í nýja testamentinu. Eg hefi þegar tilfœrt hin sterku orð Páls postula úr hinu fyrra bréfi hans til Korinþumanna, og ætla eg í þetta skipti að láta það nœgja. þar á móti skal eg í þessu sambandi minna á það, þótt eg búist við að það sé flestum í söfnuði þessum kunnugt, að sú kristilega hátíðin, sem til varð í kirkju drottins á undan ölluin öðrum, var einmitt þessi, er vér höldum í dag. Og er hún var til orðin, þá smásaman fœddust út af henni allar hinar kristi- legu hátíðirnar á árshringnum, fyrir utan alla hina svo kölluðu drottins daga ársins, sein þá líka í fuilkomnum og eiginlegum skiiningi gátu heitið sunnudagar. Allt þetta, sem eg nú hefi tekið fram, sýnir nœgilega, að evangelíum páskadágsins er réttilega að skoða sem hið mikla ineginatriði hins kristilega trúarlærdóms. Vér getuin líkt hin- um ýmsu trúaratriðum kristindómsins við limina á mannlegum

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.