Fréttablaðið - 27.12.2010, Side 2

Fréttablaðið - 27.12.2010, Side 2
2 27. desember 2010 MÁNUDAGUR SPURNING DAGSINS Er þinn auður í góðum höndum? Komdu með sparnaðinn til Auðar fyrir áramót • Séreignarsparnaður • Sparnaður • Eignastýring Borgartúni 29 S. 585 6500 www.audur.is Óháð staða skiptir máli GASA Ísraelsmenn skutu niður tvo Palestínumenn í loftárás á Gasa, en samkvæmt ísraelska hernum ætluðu mennirnir að koma fyrir sprengjum á öryggisgirðingu á landamærunum við Ísrael. Palestínumenn svöruðu með tveimur eldflaugaskotum sem lentu í Negev-eyðimörkinni. Engan sakaði. Ísraelar hafa varað við því að stríð sé einungis tímaspursmál og leiðtogar Hamas lofa að svara öllum árásum af hörku. Sam- kvæmt tölum SÞ hafa yfir 60 Pal- estínumenn og einn Ísraeli látist í hernaðarátökum á Gasa í ár. - tg Segja stríð tímaspursmál: Tveir látast í árás á Gasa LOFTÁRÁS Árásin skildi eftir sig sprengjugíg skammt frá öryggisgirðing- unni. NORDICPHOTOS/AFP F02261210 BRETLAND Lík Joanna Yeates fannst á jóladag í skógi skammt frá heimili hennar í Bristol á Eng- landi, en hennar hafði verið sakn- að frá 17. desember. Mikil leit hafði staðið yfir og höfðu foreldr- ar Yeates meðal annars komið fram í sjónvarpi og beðið þá sem gætu aðstoðað að gefa sig fram. Lögreglan getur ekki gefið upp dánarorsök fyrr en að lok- inni krufningu en staðfesti að um grunsamlegan dauðdaga væri að ræða. Síðast sást til Yeates í Tesco-verslun í Bristol en veski, lyklar og úlpa hennar fundust í íbúð hennar. Fimbulkuldi hefur verið í Bretlandi í vikunni. - tg Leitað að konu á Englandi: Fannst látin inni í skógi LÖGREGLUMÁL Talsvert hefur verið um innbrot á heimili um hátíð- arnar. Að morgni jóladags stöðvaði lögregla mann sem hafði reynt að spenna upp fjölmarga glugga í austurhluta Reykjavíkur. Honum hafði ekki tekist að brjótast inn. Að minnsta kosti sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á jóla- dag. Hundur gerði vart við eitt innbrotanna, en þar fóru þjófar ránshendi um hús í Hafnarfirði á meðan íbúar sváfu. Karlmaður var handtekinn í miðju innbroti í Húsi verslunar- innar í Kringlunni í gærdag. Þá var reynt að spenna upp glugga í Hellulandi í Fossvogi án árang- urs. - þeb Fæst innbrotanna upplýst: Mikið um inn- brot yfir jólin LÖGREGLUMÁL Tvær konur sluppu ómeiddar eftir harðan árekstur í Hörðudal í gærmorgun. Konurnar voru á leið til vinnu þegar sú sem ók missti stjórn á bílnum. Hann hafnaði á háum tólf kílóvolta rafmagnsstaur sem brotnaði. Rafmagnslína fór einn- ig undir bílinn. Það þykir mildi að konurnar skyldu sleppa ómeiddar frá bæði staurnum og rafmagns- línunni. Þær gátu haldið til vinnu, en bíllinn er mikið skemmdur. Þá sló út rafmagni í hluta Dalasýslu vegna árekstursins. - þeb Rafmagnsstaur og lína féllu: Sluppu ómeidd- ar úr árekstri „Elísabet, þurfið þið ekki að taka þessum tíðindum af stillingu?“ Nei, það er ósanngjarnt að okkur sé stillt út við vegg? Elísabet Blöndal er nemandi á útstilling- braut Iðnskólans í Hafnarfirði en nem- endum á brautinni hefur verið tilkynnt bréflega að nám í greininni verði fellt niður frá og með áramótum. LÖGREGLUMÁL Fjórir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um tilraun til manndráps og önnur brot. Þeir réðust að íbúð í Ásgarði í Bústaðahverfi í Reykjavík rétt fyrir hádegi á aðfangadag og skutu að lokum þremur skotum á útidyrahurðina. Hjón með tvö ung börn voru innandyra þegar árásin hófst en þau sluppu ómeidd. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir hádegi á aðfanga- dag. Mennirnir höfðu þá sparkað og barið í hurðina en þegar það bar ekki árangur fóru þeir af vett- vangi. Þeir komu svo aftur stuttu síðar með skotvopnið. Fjölmennt lið lögreglu og sérsveitarinnar fór á vettvang. Sex menn voru svo handteknir í nágrenni hússins og lagt var hald á skotvopnið. Einn hinna grunuðu kýldi lögreglumann við handtök- una og nefbrotnaði lögreglumað- urinn í átökunum. Mennirnir voru allir í annarlegu ástandi. Einum þeirra var sleppt eftir yfirheyrsl- ur en fimm gistu fangageymslur á aðfangadag. Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir þeim vegna málsins. Fjórir voru úrskurðaðir í tíu daga varðhald á jóladag en ekki var fallist á varðhald yfir fimmta manninum. Hann er talinn höfuð- paur og skipuleggjandi árásarinn- ar. Fram kom í viðtali við nágranna heimilisfólksins í Ásgarði á Stöð 2 í gær að fólkið hafi flúið yfir í aðra íbúð þegar árásin var gerð. Þau hafi því öll verið komin úr íbúð- inni þegar skotið var á hurðina. Þar kom einnig fram að í fyrstu hafi árásarmennirnir farið húsa- villt, og að þetta hafi ekki verið í fyrsta skiptið sem hverfið sé heim- sótt af mönnunum eða öðrum sem þeim tengjast. Lögregla verst allra frétta af málinu en yfirheyrslur munu halda áfram á næstu dögum. Auk gruns um tilraun til manndráps eru mennirnir grunaðir um hús- brot, brot á vopnalögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Þá er einn grunaður um líkamsárás á lögregluþjón og brot gegn vald- stjórninni. thorunn@frettabladid.is Grunaðir um til- raun til manndráps Fjórir menn sitja í gæsluvarðhaldi eftir að þremur skotum var hleypt af á úti- dyrahurð í Ásgarði í Reykjavík á aðfangadag. Varðhald fékkst ekki yfir fimmta manninum. Mennirnir eru grunaðir um tilraun til manndráps og fleiri afbrot. Mennirnir sem aðild eiga að málinu eru allir á þrítugsaldri og taldir tengjast fíkniefnaheiminum. Samkvæmt heimildum Fréttastofu Stöðvar 2 var um handrukkun að ræða vegna 1,2 milljóna króna skuldar mannsins sem býr í Ásgarði. Maðurinn hafi verið í fíkniefnasölu en klúður hans hafi orðið þess valdandi að annar fíkniefnasali hafi verið handtekinn. Ekki hafi því verið um beina fíkniefnaskuld að ræða. Dagana fyrir árásina hafi hann verið heim- sóttur reglulega vegna málsins, síðast á Þorláksmessu. Hann hafi ekki viljað hringja á lögregluna heldur leysa málið sjálfur. Handrukkun vegna skuldar STJÓRNMÁL Unnið er að stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem ber vinnuheitið Nor- ræni borgaraflokkurinn. Flokk- urinn sækir sér fyrirmyndir til hægriflokka á Norðurlöndunum og í Mið-Evrópu. „Þetta á að vera miðju-hægri flokkur sem trúir á blandað mark- aðshagkerfi þar sem velferðar- og menntakerfið hefur stóran sess,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur sem á sæti í framkvæmdanefnd flokksins, og bætir við að flokkurinn leggi áherslu á vinsemd í garð atvinnu- lífsins. „Sterkt atvinnulíf er undirstaða vel- ferðar, menning- ar og menntun- ar, við skiljum það.“ Flokkurinn styður aðild- arviðræður Íslands við ESB en Guðbjörn segir það ekki stærra stefnumál en hvað annað. Guðbjörn sjálfur sagði sig nýlega úr Sjálfstæðisflokknum sem hann er gagnrýninn á. „Sjálf- stæðisflokkurinn hefur meira stillt sér upp með breska Íhaldsflokkn- um og Repúblikanaflokknum. Við deilum ekki þessu hatri á öllu opin- beru sem maður verður var við hjá þeim flokkum. Við höfum ekkert á móti einkarekstri en þetta eiga ekki að vera trúarbrögð,“ segir Guðbjörn. Flokkurinn hyggur á framboð í næstu þingkosningum en Guðbjörn segist ekki eiga von á kosningum í bráð. Engin þekkt nöfn úr stjórn- málalífinu vinna að stefnu flokks- ins þó flestir hafi einhvern þátt tekið í stjórnmálum áður. - mþl Hefur vinnuheitið Norræni borgaraflokkurinn: Nýr stjórnmálaflokkur að fæðast GUÐBJÖRN GUÐ- BJÖRNSSON INDÓNESÍA, AP Sex árum eftir að flóðbylgja kostaði um 230 þúsund manns í tólf ríkjum við Indlands- haf lífið halda ættingjar fólks sem hvarf enn áfram að leita að börnum, foreldrum, frændum og frænkum. Fjögur ár eru síðan stjórnvöld hættu að aðstoða fólk sem leitaði horfinna fjölskyldumeðlima. Lík um 37 þúsund þeirra sem tald- ir eru af eftir flóðbylgjuna hafa aldrei fundist. Sumir hafa neitað að gefast upp. Titik Yuniarti heldur enn í von- ina um að finna eitthvert af börn- unum sínum á lífi. Hún missti eig- inmann sinn og börnin sín þrjú í flóðbylgjunni. Eins og fjöldinn allur af örvæntingarfullum for- eldrum hefur hún auglýst eftir börnunum í dagblöðum og hengt auglýsingar á ljósastaura. Mikill fjöldi barna er munaðar- laus eftir hamfarirnar. Talið er að yfir fimm þúsund börn hafi misst annað eða bæði foreldra sinna í flóðbylgjunni. Talsverður fjöldi fólks tók í gær þátt í athöfnum þar sem þeirra sem létust í náttúruhamförunum fyrir sex árum var minnst. - bj Sex ár frá flóðbylgju sem kostaði um 230 þúsund manns lífið við Indlandshaf: Leita enn barna sem hurfu MINNING Minningarathafnir voru haldnar víða í gær í þeim tólf löndum við Indlands- haf þar sem flóðbylgjan kostaði mannslíf. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÆRÐUR FYRIR DÓMARA Hér sést einn mannanna í fylgd lögreglumanna á jóladag. Á innfelldu myndinni sjást ummerkin eftir skotárásina. MYNDIR/STÖÐ 2 VEÐUR Útlit er fyrir fremur milt veður á landinu öllu um áramót- in. Spár gera ráð fyrir hægri suð- vestanátt og fremur hlýju veðri, segir Haraldur Eiríksson, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands. Á vestanverðu landinu má búast við skýjuðu veðri og smá vætu á gamlárskvöld. Mestar líkur eru á rigningu á Vestfjörðum og Norð- Vesturlandi, en líkur á smá sudda sunnan- og vestanlands. Hiti gæti farið í fimm gráður yfir dag- inn. Útlit er fyrir bjartara veður á austanverðu landinu, og hita nálægt eða jafnvel undir frost- marki, segir Haraldur. - bj Veður fer hlýnandi: Spá mildu veðri um áramótin Umsókn verði dregin tilbaka Tillaga um að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka verður lögð fram á Alþingi eftir áramót. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, legg- ur tillöguna fram. EVRÓPUMÁL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.