Fréttablaðið - 27.12.2010, Page 7

Fréttablaðið - 27.12.2010, Page 7
Skil á ársreikningi 2009 Samkvæmt lögum áttu félög að skila ársreikningum til ársreikningaskrár fyrir lok ágústmánaðar. Skilafrestur er því löngu liðinn. Skorað er á stjórn félaga að senda nú þegar til ársreikningaskrár, rafrænt eða á pappír, ársreikning félagsins og samstæðureikning, ef það á við, fyrir árið 2009. Eigi félag eftir að skila eldri ársreikningum er skorað á það að skila þeim einnig. Fésektir Félög sem vanrækja að senda ársreikninga til skrárinnar eða senda ófullkomnar upplýsingar með ársreikningi geta sætt 500.000 kr. sekt. Rafræn skil Vakin er athygli á því að skila má ársreikningi rafrænt á þjónustusíðunni www.skattur.is. Hvatt er til þess að ársreikningi sé skilað rafrænt í stað skila á pappír. Sé ekki unnt að senda ársreikning rafrænt skal undirrituðum ársreikningi skilað til ríkisskattstjóra, ársreikningaskrár, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Engin starfsemi Skila ber efnahagsreikningi þar sem gerð er grein fyrir skráðu hlutafé, eignum, skuldum og eigin fé þótt félagið hafi ekki haft með höndum starfsemi á árinu 2009. Ert þú í skilum? Unnt er að sjá hvaða fyrirtæki eru í vanskilum með ársreikninga á heimasíðu ríkisskattstjóra rsk.is/fyrirtækjaskrá/félög í vanskilum. Athugaðu hvort þitt fyrirtæki stendur í skilum og bættu strax úr ef svo er ekki. Á vef ríkisskattstjóra, www.rsk.is eru upplýsingar um hvað ársreikningur þarf að innihalda. Á R S R E I K N I N G A S K R Á Áskorun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.