Fréttablaðið - 27.12.2010, Page 10

Fréttablaðið - 27.12.2010, Page 10
10 27. desember 2010 MÁNUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Mark Zuckerberg útnefndur einstaklingur ársins Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hlaut nú í desem- ber nafnbótina einstakling- ur ársins hjá bandaríska tímaritinu Time, næst- yngstur frá upphafi. Í rökstuðningi fyrir valinu er Zuckerberg sagður hafa tengt saman meira en hálf- an milljarð manna og hafa breytt því hvernig við lifum lífi okkar. Fagnaðarlæti brutust út í höfuð- stöðvum Facebook í Palo Alto í Kaliforníu snemma dags 21. júlí síðastliðinn. Tilefnið var að fjöldi virkra notenda á vefsíðunni hafði náð 500 milljónum. Síðan hafa rúm- lega 50 milljón manns bæst í hópinn sem þýðir að tólfta hver manneskja á jörðinni er virk á síðunni. Þessi hópur ver samtals 700 milljörðum mínútna þar inni í hverjum mán- uði og í fjórða hvert skipti sem ein- staklingur í Bandaríkjunum skoðar vefsíðu er sú vefsíða Facebook. Um 700 þúsund manns skrá sig á síðuna daglega Þetta er sannarlega undraverð- ur vöxtur en vefsíðan fór í loftið snemma árs 2004. Vöxturinn kann hins vegar að vekja furðu þeirra sem hafa ekki skráð sig á vefinn og spyrja margir þeirra hvað í ósköp- unum fólk gerir þarna. Fjölbreytt félagslíf á netinu Þegar notendur skrá sig á Facebook búa þeir til persónulega síðu með upplýsingum um sig. Því næst hafa þeir uppi á vinum og kunningjum sem þeir mynda tengsl við og geta þá skipst á skilaboðum, spjallað sín á milli, deilt fróðlegu eða skemmti- legu efni, ljósmyndum eða í raun hverju sem er. Notendur geta jafn- framt notað síðuna til að bjóða á við- burði, stofnað hópa með til dæmis vinnu- eða skólafélögum eða jafn- vel spilað tölvuleiki við aðra. Flest- ir notendur eyða hins vegar ein- faldlega mestum tíma í að skoða hvað aðrir notendur eru að gera í lífinu. Hægt er að skoða ljósmynd- ir af öðrum í leik og starfi (flestar myndir af fólki koma yfirleitt frá öðrum notendum sem merkja svo einstaklingana á myndunum) eða lesa svokallaðar uppfærslur, sem eru stutt textaskilaboð sem notend- ur setja inn á síðuna sína og birtast svo í fréttayfirliti vina. Í stuttu máli má því segja að síðan byggi í raun á því að einstaklingar deili upplýsing- um og öðru með vinum sínum. Galdurinn við Facebook er ein- mitt það hve auðvelt það er að eiga samskipti við og deila upplýsing- um með öðru fólki á síðunni. Eins og nýlega var haft eftir hagfræð- ingi sem hefur rannsakað síðuna, minnkar hún í raun kostnaðinn við að eiga samskipti við aðra. Áhyggjur af öryggi upplýsinga Sú nýbreytni sem felst í Facebook virðist kannski ekkert sérlega merkileg en hefur reynst alveg ótrúlega kraftmikil. Þannig hefur síðunni tekist að valta yfir keppi- nauta með því einu að bjóða upp á félagslegan þátt umfram aðra. Áður en Facebook kom fram var til að mynda mikil samkeppni á netinu milli síða sem geyma ljósmyndir. Facebook kom svo árið 2006 fram með nýja ljósmyndaþjónustu sem stóðst engan samanburð tæknilega en hafði það fram yfir aðra að hægt var að merkja aðra notendur á Face- book inn á myndirnar. Það var ekki að spyrja að því, Facebook er í dag langstærsti ljósmyndabanki í heim- inum. Þessi félagslegi þáttur síðunnar hefur hins vegar líka sínar skugga- hliðar. Margir hafa til dæmis mikl- ar áhyggjur af því að á Facebook sé of auðvelt að nálgast persónu- upplýsingar um aðra, þar á meðal myndir. Vefsíðan hefur legið undir ámæli fyrir flóknar og ógagnsæjar stillingar þegar kemur að persónu- upplýsingum auk þess sem fjölmörg tilfelli hafa komið upp þar sem illa þokkaðir einstaklingar hafa nýtt sér upplýsingar af Facebook í mis- jöfnum tilgangi. Zuckerberg viður- kennir að þetta sé klárlega vanda- mál en segir fyrirtækið gera sitt besta til að tryggja öryggi persónu- upplýsinga, það sé hins vegar erf- itt að tryggja að ókunnugir komist ekki í upplýsingar fólks því það að aðrir komist í upplýsingar og efni frá þér er jú nokkurn veginn það sem síðan snýst um. Facebook verður til Áhugi á sögunni um hvernig Face- book varð til hefur stóraukist í kjöl- far þess að kvikmyndin The Soci- al Network, um tilurð vefsíðunnar, kom út í sumar. Að myndinni stend- ur sannkallað stórskotalið; Aaron Sorkin, handritshöfundur og skap- ari sjónvarpsþáttanna The West Wing, og leikstjórinn David Fincher, sem á að baki myndir á borð við The Curious Case of Benjamin Button og Fight Club. Kvikmyndin hefur feng- ið frábæra dóma og er spáð góðu gengi á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar. Zuckerberg er í myndinni lýst sem ofurklárum snillingi með takmarkaða félagslega hæfileika sem skapar vefsíðuna til að komast í hóp vinsæla og fallega fólksins í Harvard, þar sem hann stundaði nám. Í henni er líka mikið gert úr sambandi Zuckerbergs við tvíbur- ana Cameron og Tyler Winklewoss sem telja hann hafa stolið hugmynd- inni að Facebook frá sér og fengu síðar tugir milljóna dala í sínar hendur eftir lögsókn. Þeir sem þekkja söguna um Face- book best virðast hins vegar vera sammála um það að um Hollywood dramtíseringu er að ræða þar sem sannleikinn er ekki látinn flækj- ast fyrir góðri sögu. Zuckerberg segir sjálfur lítið vera til í því að Facebook hafi verið einhvers konar tilraun til að ná í stelpur og bend- ir á að hann hefur verið með kær- ustu sinni frá því áður en Facebook varð til – en í kvikmyndinni kemur kærastan hvergi við sögu. Að sama skapi segir hann of mikið gert úr þætti Winklewoss-tvíburanna sem hafi fengið keimlíka hugmynd en þó ansi ólíka. Þegar Zuckerberg og félagar hans sáu hve auðveldlega Face- book fór úr því að vera innanskóla- síða í Harvard yfir í að ná fótfestu í flestum stærstu skólum Banda- ríkjanna, hættu þeir í skólanum og fluttu í Kísildal í Kaliforníu. Síðan hafa þeir unnið hörðum höndumm og fjöldi notenda aukist með vísis- vexti. Það vill líka oft gleymast hve stórt fyrirtæki Facebook er orðið. Starfsmenn eru tæplega tvö þúsund talsins, fyrirtækið hefur aðstöðu í tólf löndum og tekjur á árinu 2010 eru taldar jafngilda um 120 millj- örðum íslenskra króna. Vefurinn er metinn á um 6.500 milljarða íslenskra króna samkvæmt uppboði sem nýlega fór fram á takmörkuð- um fjölda hluta í fyrirtækinu. Það þarf því vart að koma á óvart að Zuckerberg er kominn á lista yfir ríkustu menn heims. Framtíðin með Facebook Meðal þeirra sem þekkja til er talað um að á árinu 2010 hafi orðið breyt- ingar á valdahlutföllum í netheim- um. Google hafi um árabil verið mest notaða og verðmætasta vef- síða heims en Facebook hafi nú tekið við þeim kyndli. Í Sílíkondal er talað um að spenna sé komin upp á milli fyrirtækjanna en Face- book hefur auk þess lokkað marga af lykilstarfsmönnum Google yfir til sín. Sumir sjá nú fyrir sér fram- tíð þar sem stærstur hluti vefnotk- unar einstaklinga verður tengd- ur við Facebook. Að netið hætti að vera ópersónulegur heimur þar sem ókunnugir flakka um án þess að vita hver af öðrum, heldur verði félagslegur heimur þar sem þú hitt- ir vina þína á vafri og fylgir þeirra ráðleggingum um hvert skal halda næst. Facebook er enda síbreytileg, fyrr í þessum mánuði voru gerðar róttækar breytingar á útliti vefs- ins og í hverjum mánuði eru nýir valmöguleikar kynntir til sögunn- ar. Ef saga netsins er höfð í huga er þó sennilega of snemmt fyrir Mark Zuckerberg og félaga að hrósa sigri yfir netinu, það er nefnilega aldrei að vita hvaða nýjung er handan við hornið. Árið sem Facebook tók netið yfir EINSTAKLINGUR ÁRSINS Forsíða desem- berheftis Time þar sem ýtarlega er fjall- að um Mark Zuckerberg og Facebook. FRÉTTABLAÐIÐ/AP THE SOCIAL NETWORK Kvikmyndin um tilurð Facebook hefur fengið frábæra dóma og þykir líkleg til afreka á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar. MARK ZUCKERBERG Snillingurinn ungi sem stofnaði Facebook í herbergi sínu á heimavist Harvard árið 2004. Á eftir Charles Lindbergh sem hlaut nafnbótina e fyrstur allra árið 1927 er Zuckerberg yngstur til vera valinn einstaklingur ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is Einstaklingur ársins hjá Time Bandaríska tímaritið Time hefur frá 1927 árlega veitt nafnbótina einstaklingur ársins til þess „einstaklings, pars, hóps, hugmyndar, staðar eða vélar sem haft hefur, til góðs eða ills, mest áhrif á atburði ársins“. Nafnbótin bar heitið Maður ársins til ársins 1999 en var þá breytt. Hugmyndin að henni vaknaði í lok árs 1927 í kjölfar þess að Time hafði sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki fjallað nægilega ýtarlega um Charles Lindbergh eftir einflug hans yfir Atlantshafið fyrr um árið. Með því að velja Lindbergh mann ársins og setja hann á forsíðu desemberheftisins taldi ritstjórn Time sig geta bætt fyrir mistökin og varð hefðin þar með til. Þrátt fyrir að nafnbótin sjálf gefi til kynna að veita eigi hana einstaklingi hefur ritstjórn Time verið óhrædd við að hugsa út fyrir rammann. Þannig var kynslóðin 25 ára og yngri valin kynslóð ársins 1966, tölvan var valin vél ársins árið 1982 og jörðin pláneta ársins 1988 að því ógleymdu að þú, notandi upp- lýsingatækni, varst valinn árið 2006. – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 28 29 1 2/ 10 Omeprazol Actavis 20 mg 14 stk. Áður: 1.190 kr. Nú: 1.071 kr. 28 stk. Áður: 2.350 kr. Nú: 2.115 kr. *Gildir til 10. janúar 2011. Galdurinn við Face- book er einfaldlega hve auðvelt það er að eiga samskipti við og deila upp- lýsingum með öðru fólki á síðunni. MARK ZUCKERBERG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.