Fréttablaðið - 27.12.2010, Síða 16

Fréttablaðið - 27.12.2010, Síða 16
16 27. desember 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Orkuveita Reykjavíkur er um margt sérstakt fyrirtæki. Hún var stofn- uð með sérstökum lögum til að annast grunnþjónustu við almenning í sveitar- félögunum sem að henni stóðu. Á þeim grunni hóf sameignarfyrirtækið Orku- veita Reykjavíkur starfsemi sína en hefur síðan þanið út vængi sína og rekur nú ýmsa starfsemi, svo sem orkufram- leiðslu og gagnaveitu, á hreinum við- skiptalegum forsendum. Sameignarfyr- irtækið Orkuveita Reykjavíkur er því „opinbert“ fyrirtæki í þeim skilningi að opinberir aðilar eiga það og stærsti hluti rekstursins er almannaþjónusta. Á hinn bóginn er fyrirtækinu jafnframt ætlað að stunda samkeppnisrekstur á við- skiptalegum grunni. Einhver gæti ályktað að þetta fyrir- komulag rekstrar Orkuveitu Reykja- víkur fæli í sér þverstæðu þar sem um ósamrýmanleg markmið væri að ræða. Aðrir telja að þetta rekstrarform geti leitt til verulegrar hagkvæmni og þar með fært íbúum þeirra sveitarfélaga sem að rekstrinum standa umtalsverðar hagsbætur. Sjálfsagt eru fleiri sammála síðarnefnda sjónarmiðinu þegar vel árar en færri þegar reksturinn er þungur. En hvers vegna er þetta tíundað hér? Jú – starf forstjóra Orkuveitu Reykjavík- ur var nýlega auglýst laust til umsókn- ar. Við undirbúning þess verks vökn- uðu ýmsar spurningar um eðli og inntak starfsins sem og forsendur ráðningar- innar almennt, umfram það sem almennt gerist um slíkar ákvarðanir. Leiðir þetta af því umhverfi sem rekstrinum er búið og áður er lýst. Það er ekki að undra að til svo snúins verkefnis þarf að vanda sérstaklega til ráðningar. Stjórn OR hefur í samstarfi við starfsfólk mótað gagnsætt og vand- að ráðningarferli í leit sinni að reyndum leiðtoga sem hefur áhuga á að nýta hæfi- leika sína í þágu mikilvægrar almanna- þjónustu. Nýr forstjóri þarf í senn að láta almannahagsmunina svífa yfir vötn- um og berjast á samkeppnismarkaði; þjóna íbúum á sama tíma og keppt er við suma þeirra. Það er von mín að hæfileikaríkt fólk, sem uppfyllir þær hæfniskröfur sem til umsækjenda eru gerðar, sjái ögrun við sitt hæfi í verkefni sem þessu, kynni sér starfið og sæki um. Ráðning forstjóra OR Orkuveita Reykjavíkur Haraldur Flosi Tryggvason stjórnarformaður OR FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI UMRÆÐA Þ rátt fyrir sín skjalfestu, fögru fyrirheit um að stuðla að erlendri fjárfestingu í íslenzku atvinnulífi hefur ríkis- stjórnin miklu fremur staðið í vegi fyrir því að útlend- ingar taki þátt í að endurreisa efnahagslífið. Margt má tína til í þessum efnum, ekki sízt á sviði skattamála, en hæst ber þó framgöngu ríkisstjórnarinnar í Magma-málinu. Þrátt fyrir að hver nefndin og starfshópurinn á fætur öðrum komist að þeirri niðurstöðu að kaup Magma Energy á meirihluta í HS orku séu lög- leg og í samræmi við alþjóðlega samninga Íslands krefst annar stjórnarflokkurinn, Vinstri grænir, þess að kaupsamningn- um verði rift og fyrirtækið þjóðnýtt. Magma-málið hefur miklu víðtækari áhrif en stjórnvöld átta sig sennilega á. Það hefur ekki aðeins áhrif á Magma og aðra hugsanlega fjárfesta í orkugeiranum. Það fælir frá útlenda fjárfesta, hvaða nafni sem þeir nefnast. Þegar alþjóðlegir fjár- festar frétta að á Íslandi sé talað um að ógilda löglega samninga, samþykkja afturvirka löggjöf gegn fjárfestingum eða þjóðnýta fyrirtæki, taka þeir til fótanna. Með framgöngu ríkisstjórnarinnar gagnvart erlendum fjár- festum er ekki eingöngu komið í veg fyrir að peningar komi inn í íslenzkt atvinnulíf til að flýta endurreisn þess, skapa hagvöxt og fækka atvinnulausum. Það er sömuleiðis stuðlað að því að end- urreisa og viðhalda þeirri óheilbrigðu samþjöppun í eignarhaldi, sem viðgekkst í íslenzku atvinnulífi áratugum saman. Eignarhald fáeinna viðskiptablokka á flestum stærstu fyrir- tækjum landsins var ein ástæða þess að hrunið varð jafnalvar- legt og raun bar vitni. Þegar bankarnir hrundu tóku þeir fjölda fyrirtækja með sér í fallinu. Strax af þeirri ástæðu er ástæða til að reyna að hindra sambærilega samþjöppun eignarhalds og krosseignatengsl. Það er ekki síður ástæða til að koma í veg fyrir að hér verði á ný til ástand, þar sem viðskiptalífið var vettvangur valdabar- áttu lítilla klíkna, þar sem pólitík og viðskipti hrærðust rækilega saman í einn graut. Erlendir fjárfestar hafa ekki áhuga á slíkri valdabaráttu. Þeir hafa arðsemissjónarmið að leiðarljósi fyrst og fremst og eru ekki líklegir til að ganga í gömul valdabandalög. En ef við fáum ekkert framandlegt krydd sitjum við uppi með sama graut í sömu skál. Líkurnar aukast á að gömlu valdabandalögin verði endurreist í einu eða öðru formi. Einhverra hluta vegna virðast aðstandendur núverandi ríkis- stjórnar ekki sjá þessa stóru mynd. Það er engu líkara en að þeir hafi ruglað saman stefnunni varðandi vernd íslenzks gróðurríkis fyrir óæskilegum útlendum plöntum og stefnunni í fjárfestingum. Vilji vernda gamalgróin innlend sjávardýr eins og kolkrabbann, smokkfiskinn og frændur þeirra gegn útlendri ásælni. Hér virðast íslenzkir vinstrimenn vera á góðri leið með að glopra úr höndum sér enn einu sögulegu tækifæri. Eru íslenzkir vinstri menn að glata enn einu tækifærinu? Vernd innlendra sjávardýra Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Vildu allir leiða stjórnina Sigurjón M. Egilsson þáttagerðar- maður fékk Þorstein Pálsson, fyrrver- andi formann Sjálfstæðisflokksins, í viðtal í þáttinn Sprengisand í gær. Fór Þorsteinn yfir víðan völl á sínum ferli og vakti margt athygli. Til að mynda greindi Þorsteinn frá því að eftir þingkosn- ingarnar 1987 hafi hann, Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson allir gert kröfu um forsætisráðherrastólinn í stjórnarmyndun- arviðræðum. Hann hafi síðan orðið fyrir valinu eftir að hafa fallið frá kröfunni og sagt Steingrími og Jóni Baldvini að ákveða hver hlyti stólinn. Klókt bragð Minnir þessi atburðarás óneitanlega á það hvernig embættinu var ráðstafað eftir þingkosningarnar 1978. Þá kröfð- ust þeir Benedikt Gröndal og Lúðvík Jósepsson báðir stólsins á meðan Ólafur Jóhannesson hafði hægt um sig í viðræðunum. Ólafur varð svo fyrir valinu þegar hinir tveir gátu ekki sætt sig hvor við hinn. Hér virðist því vera um ansi klókt bragð að ræða í stjórnarmyndunarviðræðum þriggja flokka; leyfa hinum formönnunum að rífast um stólinn þar til upp úr sýður og hljóta þá embættið á silfurfati. Norrænir hægrimenn Fregnir hafa borist af því að unnið sé að stofnun stjórnmálaflokks hægra megin við miðju sem ber vinnuheitið Norræni borgaraflokkurinn. Meðal þeirra sem taka þátt í þessari vinnu er verkfræðingurinn Friðrik Hansen Guðmundsson sem stofnaði ein- mitt stjórnmálaflokk sem ber nafnið Norræni íhaldsflokkurinn undir lok árs 2008. Lítið hefur heyrst frá þeim flokki frá stofnun en for- vitnilegt verður að sjá hvort hinn nýi flokkur mun láta meira fyrir sér fara. magnusl@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.