Fréttablaðið - 27.12.2010, Page 32

Fréttablaðið - 27.12.2010, Page 32
 27. desember 2010 MÁNUDAGUR6 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins • Álfabakka 16 • 109 Reykjavík • www.heilsugaeslan.is Umsóknir ásamt staðfestum upplýsingum um læknismenntun, læknisstörf og vísinda- og rannsóknarstörf sendist til starfsmannasviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Álfabakka 16, 109 Reykjavík, fyrir 18. janúar 2010. Sækja um starfið á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsugæslulæknir Heilsugæslan Efra Breiðholti Laus er til umsóknar staða heilsugæslulæknis við Heilsugæsluna Efra Breiðholti, Hraunbergi 6, 111 Reykjavík Staðan veitist frá 1. febrúar 2010 eða eftir nánara samkomulagi. Heilsugæslan Efra Breiðholti er hverfisstöð og er fyrst og fremst ætlað að þjóna íbúum Efra Breiðholts. Leitað er eftir umsækjanda sem hefur sérfræðimenntun í heimilislækningum. Einnig kemur til greina að ráða lækni, sem hefur áhuga á að leggja fyrir sig framhaldsnám í heimilislækningum, tímabundið til starfa. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir í síma 513 1550 eða á netfangi: thordur.g.olafsson@heilsugaeslan.is Markaðsstofa Vesturlands auglýsir eftir framkvæmdastjóra í fullt starf. Stofan, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi, annast markaðssetningu og kynningu Vesturlands sem áfangastaðar í ferðaþjónustu. Skrifstofa og starfsstöð Markaðsstofu Vesturlands er í Borgarnesi og þarf framkvæmdastjóri að vera búsettur á Vesturlandi. Markaðsstofa Vesturlands flytur í nýtt húsnæði í byrjun febrúar. Helstu verkefni · Markaðssetning ferðaþjónustu á Vesturlandi · Dagleg stjórnun og rekstur stofunnar og upplýsingamiðstöðvar Vesturlands · Samstarf og samvinna við aðrar markaðsstofur, stofnanir og aðila í ferðaþjónustu · Samvinna við sveitarfélög í málum er varða ferðaþjónustu · Miðlun þekkingar og upplýsinga til ferðaþjónustuaðila og samstarfsaðila stofunnar Hæfniskröfur · Menntun og/eða starfsreynsla í markaðsmálum · Reynsla og/eða þekking á rekstri · Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð · Hæfni í mannlegum samskiptum · Góð tölvukunnátta og þekking á Netinu · Gott vald á íslensku og ensku, önnur tungumál eru kostur · Staðbundin þekking á Vesturlandi og áhugi á ferðaþjónustu Umsóknir skal senda á rafrænu formi ásamt ferilskrá á markadsstofa@vesturland.is Umsóknarfrestur er til 31. desember nk. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.