Fréttablaðið - 27.12.2010, Page 50

Fréttablaðið - 27.12.2010, Page 50
38 27. desember 2010 MÁNUDAGUR Þýska úrvalsdeildin: Flensburg-Wetzlar 42-22 Kári Kristján Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar. Friesenheim-Kiel 29-39 Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk fyrir Kiel. Alfreð Gíslason þjálfar lið Kiel. Rheinland-TuS N Lubbecke 25-24 Sigurbergur Sveinsson skoraði 4 mörk fyrir Rheinland og Þórir Ólafsson skoraði 4 mörk fyrir Lubbecke. Fuchse Berlin-Hannover 36-28 Alexander Petersson skoraði 6 mörk fyrir Berlin. Vignir Svavarsson skoraði 4 mörk fyrir Hannover, Hannes Jón Jónsson eitt en Ásgeir Örn Hall- grímsson komst ekki á blað. Dagur Sigurðsson þjálfar lið Berlin en Aron Kristjánsson er þjálfari Hannover. Grosswallstadt-Ahlen Hamm 26-24 Einar Hólmgeirsson lék ekki með Ahlen-Hamm en Sverre Andreas Jakobsson spilaði fyrir Gross- wallstadt en komst ekki á blað.. Rhein-Neckar Löwen-Balingen 36-30 Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson skoruðu báðir 2 mörk fyrir Löwen en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Löwen. Melsungen-Magdeburg 29-29 Gummersbach-Lemgo 23-28 STAÐAN: Hamburg 18 17 0 1 585-471 34 Fuchse Berlin 18 15 1 2 513-457 31 THW Kiel 18 14 1 3 588-452 29 RN Löwen 18 13 2 3 573-514 28 Göppingen 18 12 2 4 502-466 26 Flensburg 18 12 0 6 557-491 24 Gummersbach 18 9 2 7 530-516 20 Magdeburg 18 9 2 7 518-487 20 Lemgo 18 7 4 7 502-485 18 Grosswallstadt 18 9 7 2 480-492 18 Lubbecke 18 5 2 11 506-519 12 Wetzlar 18 5 1 12 440-513 11 Balingen 18 4 3 11 491-561 11 Melsungen 18 4 2 12 466-530 10 Hannover 18 4 1 13 468-534 9 Friesenheim 18 3 3 12 486-554 9 Ahlen-Hamm 18 3 2 13 488-552 8 Rheinland 18 3 0 15 435-523 6 ÚRSLIT DEILDARBIKARINN 2010 M ed ia G ro u p eh f | A u g lý si n g ar | H S Í 2 0 1 0 Kl. 16.00 Stjarnan-Valur | KVK Kl. 17.45 Fram-Fylkir | KVK Kl. 19.30 Fram-FH | KK Kl. 21.15 Akureyri-Haukar | KK Kl. 18.15 ÚRSLIT KARLA Kl. 20.00 ÚRSLIT KVENNA Flugfélags Íslands HANDBOLTI Aron Pálmarsson og félagar í Kiel voru í eldlínunni í þýska handboltanum í gær. Jóla- fríið var því stutt hjá Aroni en leikmenn Kiel fengu frí á Þor- láksmessu og aðfangadag. Þeir fóru síðan á æfingu á jóladag og spiluðu svo leik í gær sem vannst örugglega. „Ég var svo lánsamur að fá mömmu, pabba, systur mína og frænda minn í heimsókn yfir jólin og þau verða hjá mér þar til ég fer heim til Íslands 30. desember. Ég gat aðeins notið jólanna með þeim því Alfreð gaf frí á Þorláksmessu og aðfangadag sem var ótrúlegt,“ sagði Aron léttur og hló við. „Það var ekkert sérstaklega gaman að rífa sig upp í æfingu á jóladag og leik á annan í jólum en það var gott að koma aftur heim þar sem mamma og þau bíða.“ Kiel átti heimaleiki um síð- ustu jól þannig að Aron gat notið jólanna betur þá en núna en hann er ekkert að láta það á sig fá. „Það gefur manni heilmikið að hafa fólkið sitt hjá sér og gaman að hafa frænda minn líka á staðn- um en krakkar hressa svo upp á jólin. Mega ekkert vera að því að borða því þau vilja komast í pakk- ana. Ég var því mjög ánægður með jólin. Hamborgarhryggurinn hjá mömmu klikkaði líka ekkert frek- ar en venjulega,“ sagði Aron en mamma hans kom með fulla tösku af mat. Mátti þar einnig finna hreindýr og lambakjöt þannig að Aron verður í veislu næstu daga. „Það er gaman að koma heim og sjá alla ísskápana troðfulla. Það er ekki venjulega þannig hjá mér.“ Kiel á heimaleik gegn Dorm agen 29. desember og eftir það er Aron farinn í stutt frí. Hann byrjar svo að undirbúa sig með landsliðinu fyrir HM þann 3. janúar næst- komandi. Síðustu vikur hafa verið erfið- ar fyrir Kiel en liðið er án margra sterkra leikmanna og hefur verið að tapa dýrmætum stigum. Vilja margir meina að liðið sé búið að missa af titlinum en Aron er ekki sammála því. „Síðasti mánuður hefur verið skelfilegur og lélegur. Höfum spilað illa, tapað illa og unnið leiki naumt. Þetta hefur alls ekki verið nógu gott. Við eigum að vinna leik- inn 29. desember og svo komum við með heimsliðið okkar í febrú- ar og látum til okkar taka,“ sagði Aron en Kiel klúðraði leiknum gegn Hamburg á grátlegan hátt og þar fóru mikilvæg stig. „Það var hrikalegt að klúðra því eftir að hafa verið yfir nán- ast allan leikinn. Það er hellingur eftir af þessu móti og við munum ekki gefast upp,“ sagði Aron. Þjálf- arinn hans, Alfreð Gíslason, er sagður vera harður í horn að taka og óhræddur við að nota hárblás- arameðferðina á leikmenn. Strák- arnir í landsliðinu voru um tíma farnir að kalla hann „Krauma“ þar sem það kraumaði í honum eftir tapleiki. Hvernig hefur hann plumað sig í þessu mótlæti? „Ég hef ekki enn fengið að kynn- ast þessum fræga Krauma. Ég hef heyrt frægar sögur af honum en ekki fengið að upplifa þær. Ég hef séð hann mjög reiðan en ekkert í líkingu við þennan heimsfræga Krauma sem strákarnar hafa oft talað um,“ sagði Aron kátur á leið heim til mömmu og pabba eftir sigurleik. - hbg Aron Pálmarsson fékk lítið jólafrí vegna anna í handboltanum og þurfti að spila útileik í gær: Ekki kynnst hinum fræga Krauma HEITUR Í GÆR Aron skoraði fimm mörk fyrir Kiel í gær og jólahamborgarhryggurinn sat ekki í honum. NORDIC PHOTOS/BONGARTS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.