Fréttablaðið - 27.12.2010, Side 54

Fréttablaðið - 27.12.2010, Side 54
42 27. desember 2010 MÁNUDAGUR „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dal- víkurbyggðar. Nafn Dalvíkur er nú að finna í fleiri en sextíu milljónum far- síma um allan heim. Markaðssetn- ingin hefur þó verið sveitarfélag- inu algjörlega kostnaðarlaus, enda hafði bæjarráð ekkert að gera með ákvörðunina. Dalvík er nefnilega nafn á svokallaðri Java-sýndar- vél símastýrikerfisins Android frá Google. Android er eitt af vinsæl- ustu símastýrikerfum heims um þessar mundir, en 60 milljónir And- roid-síma seldust á þessu ári. Dal- vík Java-sýndarvélin er órjúfan- legur hluti af Android, þó að fæstir notendur átti sig almennilega á til- gangi vélarinnar. Þegar leitað er eftir upplýsing- um um Android er Dalvíkurnafnið aldrei langt undan. Ekki er nóg með það, heldur er yfirleitt tekið fram að vélin sé nefnd eftir sjávar þorpi á Íslandi. Svanfríður er afar ánægð með það. „Dalvík eitt og sér segir engum neitt, en ef því er bætt aftan við að þetta sé íslenskt sjávarþorp fer þetta að fá svolitla merkingu. Það er auðvitað mjög skemmtilegt fyrir okkur hér,“ segir hún. Dalvík Java-sýndarvélin er skrif- uð af hugbúnaðarverkfræðingnum Dan Bornstein. sem starfar hjá Google. Hann hefur einhvern óút- skýranlegan áhuga á Dalvík og nefndi vélina í höfuðið á bænum áður en hann hafði svo lítið sem stigið fæti á íslenska grund, en hann bætti úr því fyrir rúmum tveimur árum. Bornstein segir bæinn hafa staðist væntingar sínar. „Ég kom til bæjarins viku eftir fiskidaga með kærustunni minni,“ segir hann. „Við fórum í sund og skemmtum okkur mjög vel. Það var ekki mikið um að vera í bænum þannig að við nýttum bæinn sem eins konar höfuðstöðvar og fórum í ferðir til Mývatns, á Akureyri og út í Gríms- ey.“ Spurður hvort samstarfsfélag- arnir hjá Google hafi áhuga á Dal- vík eftir að þeir fóru að sjá nafn- inu bregða fyrir í vinnunni segir hann þá vita talsvert meira um bæinn en áður. „Ég er reyndar sá eini sem hefur komið til Dalvíkur,“ segir hann. En er möguleiki á því að starfs- menn Google fari í hópferð til Dal- víkur? „Ég vildi að ég hefði slík áhrif. En mig langar mjög mikið að heim- sækja bæinn á ný.“ SJÓNVARPSÞÁTTURINN SVANFRÍÐUR INGA JÓNASDÓTTIR: ÞETTA ER SKEMMTILEGT FYRIR OKKUR Dalvík í 60 milljónum farsíma Aðdáendur Jóns Þórs Birgissonar, Jónsa, ætla að blása sápukúlur á tónleikum hans í Laugardalshöll 29. desember. Uppákoman verður í laginu Around Us af fyrstu sóló- plötu hans Go. Einn af þeim 192 erlendu aðdá- endum Jónsa sem ætla á tónleik- ana tilkynnti þetta á Facebook-síðu Jónsa. „Stóra planið okkar er að á meðan lagið Around Us hljómar blásum við helling af sápukúlum í loftið, þið vitið eins og þegar við vorum krakkar. Sjáumst öll á tón- leikunum með sápukúlur í kring- um okkur.“ Aðrir hafa rætt um að mæta með skrítna dýrahatta á tónleikana til að skapa skemmtilega stemningu. Stutt er síðan suður-kóreskir aðdá- endur Jónsa tóku höndum saman og fylltu sviðið af skutlum í einu laginu og vilja aðdáendurnir í Höll- inni ekki vera minni menn. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá munu 192 útlendingar frá 21 landi fljúga hingað til lands gagn- gert til að fylgjast með tónleikun- um. Flestir koma frá Bandaríkj- unum og Bretlandi, eða 98 talsins, 34 koma frá Frakklandi og Þýska- landi og tíu frá Japan. Aðrir aðdá- endur Jónsa koma meðal annars frá Rússlandi, Ástralíu, Mexíkó og Ítalíu. Tónleikarnir verða þeir síðustu á risastórri tónleikaferð Jónsa um heiminn. Lúðrakvintett- inn Brassgat í bala, með Samúel J. Samúelsson í fararbroddi, hitar upp. Enn eru til miðar í stæði. - fb Sápukúlur hjá Jónsa BREGÐA Á LEIK Jónsi og hljómsveit hans bregða á leik baksviðs. Sápukúlur verða blásnar á tónleikunum í Höllinni. HEIMSÓTTI DALVÍK Dan Bornstein, sem ber ábyrgð á því að nafn Dalvíkur hefur fengið þessa ótrúlegu útbreiðslu, heim- sótti Dalvík fyrir tveimur árum. Bæjarstjórinn Svanfríður Inga gleðst yfir því að nafn bæjarins sé orðið svona útbreitt. Takið eftir bolnum sem Bornstein klæðist. Hann sýnir Eyjafjörð, en hann er framleiddur af Google. „Ég horfi á svo ótrúlega mikið að það er erfitt að velja. En ætli það séu ekki 90210, Desperate Housewives og How I Met Your Mother.“ Signý Arnórsdóttir golfari Ungir sjálfstæðismenn eru smám saman að koma út úr skápnum sem miklir hundavinir. Sigurð- ur Kári Kristjánsson hefur til að mynda átt labrador um hríð og nýverið greindi Fréttablaðið frá því að Gísli Marteinn Baldursson væri kominn með hund af sama kyni og hefði skírt hann Tobba. DV greindi síðan frá því fyrir jól að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, væri búinn að fjárfesta í bolabít. Hvort þetta hafi eitthvað að gera með gamla höfðingja flokksins á borð við Davíð Oddsson, sem átti Tanna, og Albert Guðmundsson, sem átti Lucy, skal ósagt látið en hermt er að nýi frasinn hjá sjálfstæðismönn- um hljómi einhvern veginn svona: „Græðum á daginn, göngum með hundinn eftir vinnu og grillum á kvöldin.“ - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Gísli Örn Garðarsson og félagar í Vesturporti hafa átt ótrúlegt ár. Gísli var auðvitað ein af aðal- stjörnunum í Prince of Persia með þeim Jake Gyllenhaal og Gemmu Arterton og svo var það uppsetn- ing Faust í London og frábærir dómar fyrir Hamskiptin í New York Times. Rúsínan í pylsuendanum voru þó eflaust leik- listarverðlaun BBC en afhending þeirra fer fram í Pétursborg um miðjan apríl á næsta ári. Handfarangurinn í þeirri ferð er hins vegar af stærri gerðinni því þetta er engin venjuleg verðlauna- afhending. Um er að ræða fimm daga veislu þar sem verðlaunaðir einstaklingar sýna verk sín. Vest- urport og leikarar Borgarleikhússins þurfa því að ferðast með eina flóknustu sýningu sína alla leið til Rússlands og sýna hana þar... einu sinni en eins og margir muna gekk nógu mikið á við uppsetningu Faust í Young Vic-leik- húsinu þar sem Hilmir Snær hafn- aði meðal annars á sjúkrahúsi. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta eru eiginlega fræðsluþættir um fjár- mál heimilanna, nema að reynt er að fjalla um efnið á mannamáli svo að allir skilji,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um sjónvarpsþættina Ferð til fjár sem sýndir verða í Sjónvarpinu í byrjun næsta árs. Í þáttunum verður fjallað um svokallað fjár- málalæsi og verða ýmis hugtök og efni tengd fjármálum útskýrð á þann hátt að áhorfandinn hljóti dýpri skilning á efninu. „Það er algengt að fólk sitji og horfi á fréttir sem fjalla um fjármál en skilji ekki við hvað er átt. Þættirn- ir eiga í grunninn að útskýra orð og hugtök og í leiðinni kenna fólki hvernig megi nýta pen- ingana betur,“ útskýrir Baldvin, sem vinn- ur þættina í samstarfi við Breka Karlsson og Steinunni Þórhallsdóttur, en hann rekur stofn- unina Fjármálalæsi á Íslandi. Í þáttunum eru meðal annars ýmsir aðilar fengnir til þess að reikna út hvað þeir kosta og þeirra á meðal voru útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðars- son, leikarinn Björgvin Franz Gíslason og sjón- varpskonan Þóra Arnórsdóttir auk nokkurra menntskælinga og þingmanna. „Þetta var mjög forvitnilegt því fólk kemst oft að því að það kostar meira en það heldur. Andri Freyr var á meðal þeirra sem kostuðu minnst, ég tók líka prófið í gamni og komst að því að ég var lang- dýrastur af öllum en það var fartölvunni minni að kenna. Hún sprengdi allan skalann,“ segir Baldvin og hlær. Aðspurður segist hann hafa lært ýmislegt við gerð þáttanna og ákvað meðal annars að hvíla kreditkortið fyrir jólin í ár. „Þetta var mun auðveldara en ég hafði ímyndað mér og nú þarf ég ekki að kvíða janúarmánuði, aldrei þessu vant. Svo er bara að bíða og sjá hvort maður haldi þetta út allt næsta ár,“ segir hann að lokum. - sm Hvíldi kreditkortið þessi jól TEKUR Á HEIMILISFJÁRMÁLUM FÓLKS Baldvin Z leikstýrir nýjum sjónvarpsþáttum sem kenna fólki fjár- málalæsi. Þættirnir verða sýndir í Sjónvarpinu í byrjun næsta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hvaða Spirulina ert þú að taka? Árangur fer eftir gæðum Blágrænir þörungar frábærir fyrir ræktina, skólann og vinnuna Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu og glyccogen, því meira glycogen sem er til staðar í líkamanum við æfingar því betri árangur. Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æfingar eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald og einbeitingu. Dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf, truflar ekki svefn. Gæðastaðall ISO9001, ISO1401. 29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni. Aukið úthald, þrek og betri líðan Árangur strax! V o ttað 100 % lífræ nt www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.