Fréttablaðið - 31.12.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 31.12.2010, Síða 42
34 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR Árið 2010 var ríkt merkra atburða í þjóðlífinu. Hér gefur að líta nokkur dæmi um hvernig ljós- myndarar Fréttablaðsins sáu það sem gerðist. Fréttirnar í myndum Á MÓTI Þúsundir komu saman við Austurvöll í haust og höfðu uppi hávær mótmæli. Allir voru sammála um að mótmælin hefðu að mestu farið vel fram en annað var uppi á teningnum þegar spurt var hverju væri verið að mótmæla. Ríkisstjórnin, spilling, aðgerðaleysi vegna skuldavanda, stjórnmálamenn yfir höfuð, þetta og margt annað var nefnt til sögunnar. Í öllu falli var mótmælt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MINNING Fjölmenni kom saman við Lækinn í Hafnarfirði og minntist Hannesar Þórs Helgasonar sem var myrtur á heimili sínu í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JARÐSKJÁLFTI Á HAÍTÍ Þýsk fjölskylda sem var flutt heim með íslenskri flugvél í kjölfar jarð- skjálftans í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ICESAVE TIL FÓLKSINS Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði að skrifa undir lögin um Icesave og vísaði þeim þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í henni voru lögin kolfelld. Fyrir vikið vilja margir meina að Ólafur sé maður ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í VARÐHALDI Hreiðar Már Sigurðsson sem var forstjóri Kaupþings var, eins og nokkrir samstarfsmenn hans, hnepptur í varðhald á árinu. Sérstakur saksóknari grunar Hreiðar og félaga um svik og pretti en Hreiðar kveðst saklaus. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FUGLINN FELIX Jón Gnarr kom af miklum krafti inn í pólitíkina á árinu og varð borgarstjóri. Enn velta menn fyrir sér hvort Jón sé í pólitík af alvöru eða í djóki og hvort Besti flokkurinn sé bara eitt risastórt grín. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.