Fréttablaðið - 01.11.2010, Page 20

Fréttablaðið - 01.11.2010, Page 20
 1. NÓVEMBER 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Myndlistarmaðurinn Derek Mundell hefur hannað mynd- skreyttan hæðarmæli sem hentar að auki vel sem vegg- skreyting í barnaherbergi. „Þetta er í raun einföld hugmynd eins og góðar hugmyndir eru yfir- leitt og útfærslan þannig úr garði gerð að bæði börn og fullorðnir geti haft gaman af,“ segir lista- maðurinn og myndlistakennar- inn Derek Mundell. Hann hefur hannað hæðarmæli sem spannar 50-200 sentimetra þar sem hægt er að skrá inn hæð barna. Hæðarmælirinn fæst í tvenns konar útfærslum með myndum eftir Derek, sem hefur fengist við vatnslita- málun í áratugi. „Upp- haflega gaf ég sitt- hvoru barnabarn- inu mínu í jólagjöf svona hæðarmæla með myndum af gíröffum fyrir tveimur árum og þeir vöktu mikla kát- ínu, síðast sá ég mynd af dóttur dóttur minni á Facebook þar sem hún var að mæla dúkkuna sína. Börn hafa auðvit- að ekki síður en full- orðnir gaman af því að mæla hæð, sína eigin og annarra, og þannig datt mér í hug að þróa mál- verkin áfram út í heila vörulínu.“ Derek lét skanna inn þriðju myndina sem hann málaði og prenta á sterkt og endingar gott seglefni. Útkoman þótti honum svo vel heppnuð að hann lét ekki við staðar numið heldur gerði annan hæðarmæli með mynd af Seljalandsfossi þar sem fuglar og önnur dýr eru stef og hannaði að auki gjafaumbúðir, myndskreyttan kassa. Plakötin segir Derek ná- kvæma eftirmynd af frumgerð- inni og einfalda í uppsetningu. „Hæðarmælinn má hengja upp á nagla, 230 sentimetra frá gólfi, og taka svo niður eða færa eftir þörfum. Þetta er því um leið falleg veggskreyting í barnaherbergið, tilvalin í sængur- eða skírnar- gjöf,“ segir hann og getur þess að mælirinn fáist í völdum verslun- um, Móðurást, Bókabúð Máls og menningar og Hrím hönnunar- húsi á Akureyri. Spurður hvort til standi að hanna aðrar vörur eða útfæra hæðar- mælinn á fleiri vegu segist Derek ætla að bíða um sinn og sjá hvernig viðtökur vörulín- an fær. Bætir við að vitanlega væri gaman að fá tæki- færi til að hanna fleiri verk. - rve Geta borið hæð sína saman við gíraffa og fossa Derek segir vini og ættingja hafa hvatt sig áfram til dáða. „Það er þeim að þakka að ég fór út í þessa hönnun.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Grasþök eru vel þekkt hér á landi eins og gefur að skilja, enda helsta þakefn- ið sem notað var frá land- námi fram á 19. öld. Eftir að hafa látið undan síga á 20. öld hafa grasþök aftur orðið vinsælt byggingar- efni á undanförnum árum og er gjarnan gripið til þeirra þegar fella þarf byggingar vel að umhverfi sínu. Nú má í þéttbýli víða sjá grasþök á bílgeymsl- um og öðrum stórum byggingum með fremur flöt þök. Þá er vinsælt að hafa grasþök á sumarbú- stöðum og fleiri bygging- um í sveitum landsins. Helsta vandamál við notkun gróðurs á þökum tengist vatnsbúskapnum vegna þess hve vaxtar- lagið er oftast þunnt og lítið rakahelt. Í þurrki hættir grasinu til að skrælna og jafnvel drep- ast; þar af leiðandi er mikilvægt að hægt sé að vökva í langvarandi þurrkatíð til að halda grasinu lifandi. Í nágrannalöndum okkar hefur áhugi fyrir gróðurþökum (e. green roofs – eco roofs) aukist og ýmsar aðferðir verið þróaðar til þess að láta ræktunina ganga upp. Algengt er að nota hnoðra (Sedum spp.) og aðrar þurrkþolnar tegundir fremur en gras í gróðurlagið. Valdar eru tegund- ir sem gera litlar kröfur til vaxtarlags, næringar og viðhalds. Sem dæmi má nefna að Kaupmannahafnarborg hefur sett sér það markmið að allar nýjar opinberar byggingar með þakhalla undir 30° verði uppbyggðar með gróðurþekju á þaki og að við endurnýjun eldri þaka með flatt yfirborð verði einnig notuð gróðurþekja. Markmiðið með þessum aðgerðum er meðal annars að minnka álag á holræsakerfi boraginnar sem hefur aukist mikið í samræmi við aukið úrkomumagn í rigningum. Þrátt fyrir meiri kostnað við uppsetningu grænna þaka en hefðbund- inna má færa rök fyrir því að kostirnir séu margir og að uppbyggingarkostnaðurinn sé jafnvel lægri til lengri tíma litið. Útlitslegur ávinningur er ótvíræður. Græn þök eru yfirleitt falleg á að líta og setja sterkan svip á bygg- ingar og umhverfi sitt. Lesa má meira um græn þök á heimasíðunni www.horticum.is Um græn þök GARÐYRKJA & UMHVERFIÐ MAGNÚS BJARKLIND GARÐYRKJUTÆKNIR KOSTIR GRÆNNA ÞAKA ERU MEÐAL ANNARS... • Aukinn líftími þakefna því gróður- þekjan verndar yfirborðið gegn veðrun og sólarljósi. • Lækkun húshitunarkostnaðar vegna þess að gróðurþekjan er einangrandi. • Betri hljóðvist þar sem gróðurþekjan er hljóðeinangrandi og verndar þar af leiðandi gegn hávaðamengun. • Aukin líffræðileg fjölbreytni. Ýmsar plöntutegundir þrífast á þökum auk skordýra, annara smádýra og örvera þannig að til verður sérstakt lífríki uppi á þaki. • Betri miðlun regnvatns, aukin úrkoma veldur álagi á holræsakerfum. Gróður- þök hægja á rennsli og binda stóran hluta þess vatns sem fellur á þakið. • Gróður grænna þaka bindur CO2, ryk og mengun. Einnig hafa rannsóknir sýnt að gróðurþekjan verndi gegn raf- segulbylgjum. • Lækkun á kælikostnaði á svæðum þar sem hitastig er hátt og nauðsynlegt er að nota loftkælingu. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt teppi á stigaganginn – nú er tækifærið !!!! Eitt verð - niðurkomið kr. 6.130 m2 Verðdæmi: 70 fermetra stigahús með 8 íbúðum Heildarverð kr. 429.100 Endurgr. VSK og meðal skattaafsl (68.460) Raunverð kr. 360.640 pr. íbúð aðeins 45.080 Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðar lausu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.